Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 32
[ ] Fylgihlutir eru alltaf vinsælir og nóg er úrvalið í búðun- um. Blaðamaður rölti niður Laugaveginn og fékk að vita hvað væri heitast í verslunun- um í dag. Fylgihlutir eins og hálsmen, arm- bönd, töskur, klútar og belti geta gert kraftaverk þegar maður vill lífga upp á útlitið. Það þarf ekki að kaupa rándýrar gallabuxur eða jakka þegar maður er kominn með leið á fataskápnum. Stór hálsfesti breytir svarta bolnum í nýjan skvísubol og belti yfir kjólinn lætur hann líta út sem nýjan. Á Laugaveginum eru marg- ar skemmtilegar búðir sem selja skart og aðra fylgihluti. Það er mikið úrval; Gyllt, klass- ískt, pent og íburðarmikið. Það þarf ekki mikið til að gleðja tísku- hjartað og því um að gera að leyfa glysgirninni að fá útrás. erlabjorg@frettabladid.is Heitustu fylgihlutirnir Mánaeyrnalokkar. Flottir gylltir eyrnalokkar sem eru skemmtilegir þegar þvælst er úti á sumar- nóttum. Fást í Glamúr og kosta 750 krónur. ... og armband í stíl 3.550 krónur. Pilgrim hálsmen og armband. Pilgrim er dönsk hönnun sem hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslands- markaði síðustu árin. Það heitasta í sumar er að vera með margar mismunandi festar í einu þannig að það er um að gera að byrja að safna. Pilgrim fæst meðal annars í Hallberu, og kostar festin 7.100 krónur... Sebraspöng. Þegar hárið lætur ekki að stjórn getur verið ansi þægilegt að setja flotta spöng í hárið. Spöngin lífgar líka upp á og gefur manni smá sixties-yfirbragð. Í Skarthúsinu fást alls kyns spangir, m.a. með hauskúpum og skræpóttu munstri. Þessi spöng kostar 350 krónur. Gyllt armband frá ONI í stíl við eyrnalokkana og kostar 1.290 krónur. Gyllta æðið. Gullið er ekkert á leiðinni út þó það sé nú sameinað með sterkum sumarlitum. Gylltir eyrnalokkar standa alltaf fyrir sínu. Þessir fást í ONI og kosta 1.590 krónur. Stór leðurtaska. Það er ekki verra að hafa snyrtitöskuna sína, auka peysu og alls kyns fylgihluti í töskunni sinni ef stemningin breytist á augabragði og það þarf að fríska upp á útlitið. Þessi taska getur borið þetta allt auk þess að vera flott á öxlinni. Fæst í Friis Company og kostar 7.490 krónur. Hálsfesti. Þó að fataskápurinn sé ekki fullur af fötum í skræpóttum og sumarlegum litum getur maður farið í sumargírinn með því einu að skella á sig litríkri hálsfesti. Hálsfestar fást í mörgum litum í Skarthús- inu og kostar þessi 1.290 krónur. Stór sólgleraugu. Því stærri sem sólgleraugun eru, því betra. Kvik- myndastjörnuútlitið er dularfullt, kynþokkafullt og sætt - allt í senn. Sólgleraugun sóma sér líka vel ofan á hausnum þegar sólin felur sig bakvið skýin. Alls kyns sólgleraugu fást í Skarthúsinu og kosta þessi 990 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Klútur með hauskúpum. Hauskúp- urnar eru að koma inn í tískuna með smá hörku og töffaraskap með sér. Klútarnir eru flottir bundnir um hálsinn, yfir hárið eða hvernig sem manni dettur í hug. Fást í mismun- andi stærðum og þykkt í Skarthús- inu og kosta 690 krónur. Belti með gylltri skreytingu. Flott teygjubelti í mittið sem hentar sér- staklega vel við svartan kjól eða látlausan klæðnað til að gera hann aðeins meira áberandi. Beltin hafa verið vinsæl síðustu mánuði enda flott til að lífga upp á eða undirstrika kvenlegan vöxt. Fæst í Glamúr á 2.500 krónur. Tískan teygir anga sína víða Tískustraumanna gætir ekki síður í íþróttafatnaði en öðrum fatnaði. Kylfingar geta líka verið smart. 15% afsláttur af öllum vörum til 5. ágúst Töskur, ferðatöskur, seðlaveski, leðurjakkar, skart og fleira. Gríptu tækifærið! Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is Fyrir börn Kids
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.