Fréttablaðið - 08.08.2006, Page 11

Fréttablaðið - 08.08.2006, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. ágúst 2006 11 E N N E M M / S IA / N M 2 2 8 7 8 Nú n SKJÁEINUM í gegnum Digital Íslandærðu Fylgist með Magna í kvöld kl. 1 eftir miðnætti. Úrslitin verða svo sýnd á miðnætti annað kvöld. Tónleikarnir verða endursýndir kl. 21.30 á miðvikudagskvöldið og úrslitin kl. 21.30 á fimmtudagskvöldið. „Pure talent“ –Jason Newsted UMFERÐ Lögbundið er að hafa hraðatakmarkandi búnað í vöruflutningabíl- um hérlendis sem hindrar það að þeir komist hraðar en á níutíu kílómetra hraða. Þetta segir Jón Magnús Pálsson, formað- ur Landssambands vöru- bifreiðastjóra. Vöruflutningabílstjór- ar hafa verið gagnrýndir undanfarið, meðal annars fyrir það að aka of hratt. Ýmsir hafa fullyrt að þeir hafi ekið á eftir vörubílum á 110 til 120 kílómetra hraða á þjóðvegum. Jón segir þetta varla geta staðist í ljósi þess að öllum beri skylda til að hafa slíkan búnað í bíl sínum, en sé það satt sé viðkomandi alvarlega brotlegur. Guðmundur Hallvarðs- son, formaður samgöngu- nefndar Alþingis, hefur einnig varpað fram þeirri hugmynd að hugsanlega ætti að banna tengivagna við vörubíla því vegakerf- ið þoli þá ekki, og leggja ætti aukna áherslu á sjóflutninga. Jón Magnús segir markaðs- aðstæður á Íslandi gera þá kröfu að vörur séu fluttar landleiðina. „Hvað á annars að gera við allan ferska fiskinn sem þarf að flytja frá Akureyri, Kópaskeri og vítt og breitt af landinu og fer beint í flug?“ Jón Magnús bendir á að á Íslandi séu í gildi Evrópustaðlar um lengdir ökutækja og þeim sé framfylgt. „Ef vagnarnir væru teknir aftan úr minnkuðu flutn- ingarnir ekkert, bílunum myndi bara fjölga.“ Hann bætir við að ekki sé mögulegt að setja 12 til 14 metra langa gáma á bíla án tengi- vagna. Þá þyrfti að lengja bílana og þannig kæmust þeir til að mynda ekki í gegnum venjuleg hringtorg. „Ég held að stjórnvöld og sam- tök hagsmunaaðila ættu að setjast niður og reyna að ná sátt í þessum málum,“ segir Jón. - sh Formaður Landssambands vörubifreiðastjóra segir það varla geta staðist að margir vörubílstjórar aki of hratt: Hraðatakmarkandi búnaður skylda JÓN MAGNÚS PÁLSSON, RÚMENÍA, AP Um 7.000 börn og ung- menni í Rúmeníu eru smituð af HIV-veirunni og segja mannrétt- indahópar þau vera fórnarlömb fordóma í eigin landi. Börnin gangi ekki í skóla og njóti hvorki þjónustu tannlækna né fái rétt lyf við sjúkdómi sínum. Að sögn Human Rights Watch ganga 40 prósent barnanna ekki í skóla, þrátt fyrir að skólaskylda sé til 16 ára aldurs í Rúmeníu. Hin börnin lendi í einelti vegna sjúk- dómsins, bæði frá kennurum og nemendum, og stundum séu þau jafnvel rekin úr skóla. Lög um barnavernd eru góð í Rúmeníu og örorkubætur til staðar fyrir HIV- sjúklinga, en hvorugu er fram- fylgt, að sögn samtakanna. - sgj HIV-smituð börn í Rúmeníu: Fá ekki að ganga í skóla SVÍÞJÓÐ Lík af þungaðri konu fannst í vikunni á floti við Ekerö, skammt fyrir utan Stokkhólm. Að sögn lög- reglu var konan myrt fyrir mörgum mánuðum og í fyrstu var ekkert annað vitað um hana en að hún hefði líklega verið af erlendu bergi brotin og komin rúma sjö mánuði á leið. Upplýsingar frá almenningi urðu til þess að nú hafa kennsl verið borin á líkið og á fimmtudag hand- tók sænska lögreglan karlmann á fertugsaldri í suðurhluta Stokk- hólms. Hann var yfirheyrður í gær en lögregla varðist allra fregna af málinu, að því er fram kom á frétta- vef Dagens Nyheter í gær. - smk Konulík finnst í Svíþjóð: Karlmaður handtekinn AUSTURRÍKI, AP Tæplega 200 manns leituðu á slysavarðsstofu í borg- inni Lenz í Austurríki á miðviku- dag vegna ótta við kóngulóarbit. Eingöngu átta voru greindir með „hugsanleg einkenni“ og segja læknar kóngulóarfælni hafa brot- ist út í landinu. Gulsekkjakóngulóin er landlæg í Austurríki og þó að bit hennar sé ekki hættulegt getur það verið afar sársaukafullt. Fyrr í sumar voru nokkrir bitn- ir og síðan hafa fréttir birst reglu- lega af kóngulónni í austurrískum fjölmiðlum og hundruð manna hafa hringt í neyðarþjónustu eit- urefna í Vínarborg. Ríkisstjórnin hefur beðið landsmenn um að taka öllu með ró. - smk Kóngulær í Austurríki: Mikil skelfing grípur um sig GULSEKKJAKÓNGULÓ Margir Austurríkis- búar eru um þessar mundir afar óttaslegn- ir við þessa litlu kónguló. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Janúkovítsj kjörinn Úkraínuþing staðfesti í gær Viktor Janúkovítsj í embætti forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu sem fór 271 gegn 9. Flokksmenn Júlíu Tímosjenkó, sem ásamt Viktor Júsjenkó forseta leiddi „appelsínugulu byltinguna“ fyrir hálfu öðru ári, sátu hjá. ÚKRAÍNA Missti stjórn á bíl í lausamöl Ökumaður missti á fimmtudag stjórn á bifreið sinni við framúrakstur, rétt norðan við Hólmavík, með þeim afleið- ingum að bifreiðin endaði utan vegar. Svo virðist sem ökumaður hafi fipast við að lenda í lausamöl í vegkantinum, því hann ók utan í bílinn sem hann hugðist fara fram úr áður en hann lenti utan vegar. Bifreiðin fór í gegnum grindverk og að sögn lögreglu má ökumaður teljast lánsamur að bíllinn valt ekki. LÖGREGLUFRÉTTIR VÖRUFLUTNINGABÍLL Hraðatakmarkandi búnaður á að vera í öllum vöruflutningabíl- um samkvæmt lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.