Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. ágúst 2006 11 E N N E M M / S IA / N M 2 2 8 7 8 Nú n SKJÁEINUM í gegnum Digital Íslandærðu Fylgist með Magna í kvöld kl. 1 eftir miðnætti. Úrslitin verða svo sýnd á miðnætti annað kvöld. Tónleikarnir verða endursýndir kl. 21.30 á miðvikudagskvöldið og úrslitin kl. 21.30 á fimmtudagskvöldið. „Pure talent“ –Jason Newsted UMFERÐ Lögbundið er að hafa hraðatakmarkandi búnað í vöruflutningabíl- um hérlendis sem hindrar það að þeir komist hraðar en á níutíu kílómetra hraða. Þetta segir Jón Magnús Pálsson, formað- ur Landssambands vöru- bifreiðastjóra. Vöruflutningabílstjór- ar hafa verið gagnrýndir undanfarið, meðal annars fyrir það að aka of hratt. Ýmsir hafa fullyrt að þeir hafi ekið á eftir vörubílum á 110 til 120 kílómetra hraða á þjóðvegum. Jón segir þetta varla geta staðist í ljósi þess að öllum beri skylda til að hafa slíkan búnað í bíl sínum, en sé það satt sé viðkomandi alvarlega brotlegur. Guðmundur Hallvarðs- son, formaður samgöngu- nefndar Alþingis, hefur einnig varpað fram þeirri hugmynd að hugsanlega ætti að banna tengivagna við vörubíla því vegakerf- ið þoli þá ekki, og leggja ætti aukna áherslu á sjóflutninga. Jón Magnús segir markaðs- aðstæður á Íslandi gera þá kröfu að vörur séu fluttar landleiðina. „Hvað á annars að gera við allan ferska fiskinn sem þarf að flytja frá Akureyri, Kópaskeri og vítt og breitt af landinu og fer beint í flug?“ Jón Magnús bendir á að á Íslandi séu í gildi Evrópustaðlar um lengdir ökutækja og þeim sé framfylgt. „Ef vagnarnir væru teknir aftan úr minnkuðu flutn- ingarnir ekkert, bílunum myndi bara fjölga.“ Hann bætir við að ekki sé mögulegt að setja 12 til 14 metra langa gáma á bíla án tengi- vagna. Þá þyrfti að lengja bílana og þannig kæmust þeir til að mynda ekki í gegnum venjuleg hringtorg. „Ég held að stjórnvöld og sam- tök hagsmunaaðila ættu að setjast niður og reyna að ná sátt í þessum málum,“ segir Jón. - sh Formaður Landssambands vörubifreiðastjóra segir það varla geta staðist að margir vörubílstjórar aki of hratt: Hraðatakmarkandi búnaður skylda JÓN MAGNÚS PÁLSSON, RÚMENÍA, AP Um 7.000 börn og ung- menni í Rúmeníu eru smituð af HIV-veirunni og segja mannrétt- indahópar þau vera fórnarlömb fordóma í eigin landi. Börnin gangi ekki í skóla og njóti hvorki þjónustu tannlækna né fái rétt lyf við sjúkdómi sínum. Að sögn Human Rights Watch ganga 40 prósent barnanna ekki í skóla, þrátt fyrir að skólaskylda sé til 16 ára aldurs í Rúmeníu. Hin börnin lendi í einelti vegna sjúk- dómsins, bæði frá kennurum og nemendum, og stundum séu þau jafnvel rekin úr skóla. Lög um barnavernd eru góð í Rúmeníu og örorkubætur til staðar fyrir HIV- sjúklinga, en hvorugu er fram- fylgt, að sögn samtakanna. - sgj HIV-smituð börn í Rúmeníu: Fá ekki að ganga í skóla SVÍÞJÓÐ Lík af þungaðri konu fannst í vikunni á floti við Ekerö, skammt fyrir utan Stokkhólm. Að sögn lög- reglu var konan myrt fyrir mörgum mánuðum og í fyrstu var ekkert annað vitað um hana en að hún hefði líklega verið af erlendu bergi brotin og komin rúma sjö mánuði á leið. Upplýsingar frá almenningi urðu til þess að nú hafa kennsl verið borin á líkið og á fimmtudag hand- tók sænska lögreglan karlmann á fertugsaldri í suðurhluta Stokk- hólms. Hann var yfirheyrður í gær en lögregla varðist allra fregna af málinu, að því er fram kom á frétta- vef Dagens Nyheter í gær. - smk Konulík finnst í Svíþjóð: Karlmaður handtekinn AUSTURRÍKI, AP Tæplega 200 manns leituðu á slysavarðsstofu í borg- inni Lenz í Austurríki á miðviku- dag vegna ótta við kóngulóarbit. Eingöngu átta voru greindir með „hugsanleg einkenni“ og segja læknar kóngulóarfælni hafa brot- ist út í landinu. Gulsekkjakóngulóin er landlæg í Austurríki og þó að bit hennar sé ekki hættulegt getur það verið afar sársaukafullt. Fyrr í sumar voru nokkrir bitn- ir og síðan hafa fréttir birst reglu- lega af kóngulónni í austurrískum fjölmiðlum og hundruð manna hafa hringt í neyðarþjónustu eit- urefna í Vínarborg. Ríkisstjórnin hefur beðið landsmenn um að taka öllu með ró. - smk Kóngulær í Austurríki: Mikil skelfing grípur um sig GULSEKKJAKÓNGULÓ Margir Austurríkis- búar eru um þessar mundir afar óttaslegn- ir við þessa litlu kónguló. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Janúkovítsj kjörinn Úkraínuþing staðfesti í gær Viktor Janúkovítsj í embætti forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu sem fór 271 gegn 9. Flokksmenn Júlíu Tímosjenkó, sem ásamt Viktor Júsjenkó forseta leiddi „appelsínugulu byltinguna“ fyrir hálfu öðru ári, sátu hjá. ÚKRAÍNA Missti stjórn á bíl í lausamöl Ökumaður missti á fimmtudag stjórn á bifreið sinni við framúrakstur, rétt norðan við Hólmavík, með þeim afleið- ingum að bifreiðin endaði utan vegar. Svo virðist sem ökumaður hafi fipast við að lenda í lausamöl í vegkantinum, því hann ók utan í bílinn sem hann hugðist fara fram úr áður en hann lenti utan vegar. Bifreiðin fór í gegnum grindverk og að sögn lögreglu má ökumaður teljast lánsamur að bíllinn valt ekki. LÖGREGLUFRÉTTIR VÖRUFLUTNINGABÍLL Hraðatakmarkandi búnaður á að vera í öllum vöruflutningabíl- um samkvæmt lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.