Fréttablaðið - 10.08.2006, Síða 2
2 10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR
SPURNING DAGSINS
Sigurður, hafið þið orðið vör
við knattleiki á Bessastöðum?
„Nei, en við munum opna endurbætt
íþróttahús hérna í næsta mánuði
og þá verður Ólafi Ragnari og öllum
öðrum þjóðhöfðingjum velkomið að
koma og spila fótbolta.“
Evo Morales, forseti Bólivíu, spilar reglulega
knattspyrnu og þykir leikinn með knöttinn.
Hann hefur oft boðið öðrum þjóðhöfðingj-
um með í leikina. Sigurður Magnússon er
bæjarstjóri á Álftanesi.
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
SKATTAR Árni Mathiesen fjármála-
ráðherra og Geir H. Haarde for-
sætisráðherra telja nauðsynlegt að
fara varlega í breytingar á skatt-
kerfinu, þrátt fyrir að ójöfnuður
hafi farið vaxandi síðustu ár. Á
þriðja þúsund einstaklingar höfðu
eingöngu tekjur á síðasta ári sem
taldar voru fram sem fjármagns-
tekjur, samkvæmt upplýsingum frá
Ríkisskattstjóra. Skattur á fjár-
magnstekjur er tíu prósent en hefð-
bundinn tekjuskattur er næstum
fjórfalt hærri, 37 prósent.
Geir segir spurningar um há
laun einstakra starfsmanna fyrir-
tækja þurfa að beinast til forsvars-
manna fyrirtækjanna sjálfra.
„Spurningar um laun einstakra
starfsmanna fyrirtækja verða að
beinast að forsvarsmönnum fyrir-
tækjanna sjálfra, eðli málsins sam-
kvæmt. Það er ánægjulegt að fyrir-
tæki séu það vel stæð að þau geti
greitt góð laun, en ef laun fara út
fyrir velsæmismörk hjá almenn-
ingi í landinu er það ekki hyggilegt
fyrir fyrirtækin sjálf. Það verður
að gæta sín á því í umræðu um há
laun að ganga ekki of hart fram
þannig að fyrirtæki og athafna-
menn sem skapa arðinn í landinu
fari ekki með starfsemi sína úr
landinu. Þegar öllu er á botninn
hvolft skiptir sá arður sköpum fyrir
almenning í landinu.“
Ekki hefur sérstaklega verið
rætt um það innan ríkisstjórnarinn-
ar að breyta skattkerfinu, en Árni
segir það vera í sífelldri endurskoð-
un. „Við erum alltaf að skoða skatta-
kerfið, en skoðun á launaupplýsing-
um sýnir hversu vel stæðir
Íslendingar eru orðnir og það situr
mikið eftir af
þeim miklu tekj-
um sem hér hafa
orðið til að undan-
förnu. Skattlagn-
ing á fjármagns-
tekjur er viðkvæm
og það er vand-
meðfarið að eiga
við breytingar á
þeim skatti.“ Árni segir jafnframt
að best væri að geta lækkað tekju-
skattinn enn meira, en ítrekar að til
þess þurfi aðstæður að vera réttar.
„Það væri auðvitað draumur að
geta lækkað tekjuskattinn sem
mest en það hefur sýnt sig að það er
frekar snúið að lækka tekjuskatt-
inn á tímum grósku og mikils hag-
vaxtar. En ég get alls ekki leynt því
að það væri ákjósanlegt að geta
látið fjármagnstekjuskatt og hefð-
bundinn tekjuskatt nálgast með því
að lækka tekjuskattinn umtals-
vert.“
Spurður hvort honum finnist
sanngjarnt að einstaklingar komist
upp með það að borga tíu prósenta
skatt af tekjum sínum sagði hann
sanngirni vera afstæða í þessu sem
öðru. „Þetta snýst nú ekki alltaf um
hvað sé sanngjarnt. Það er auðvitað
mikið matsatriði. Það sem gæti
verið sanngjarnt gæti þýtt í huga
einhvers að það væri ekki um nein-
ar tekjur að tefla. Ég held að við
höfum verið að gera ákveðnar til-
lögur að breytingum á skattkerfinu
sem miði í rétta átt. Það er ekkert
launungarmál að við viljum lækka
skattana en réttar aðstæður verða
að vera fyrir hendi svo það sé
hægt.“
magnush@frettabladid.is
Varlega verði farið
í skattabreytingar
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins telja að mörgu að hyggja áður en skattkerfinu
verði breytt. Draumur Árna M. Mathiesen er að lækka tekjuskattinn meira.
Spurningar um laun þurfa að beinast að fyrirtækjunum, segir Geir H. Haarde.
ÁRNI MATHIESEN EFTIR RÍKISSTJÓRNARFUNDINN Árni vonast til þess að geta lækkað tekju-
skatt enn meira. Hann segir skattkerfið vera í sífelldri endurskoðun. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
GEIR H. HAARDE
LUNDÚNIR, AP Lögreglan handtók
þrjá menn í gær vegna gruns um
að þeir hafi staðið fyrir hlerunum
í símakerfi skrifstofu Karls
Bretaprins. Einum manni á sex-
tugsaldri var sleppt eftir yfir-
heyrslur en lögreglan segir hann
þó ekki lausan allra mála; hann
verði kallaður til yfirheyrslu á ný.
Einn hinna handteknu mun vera
ritstjóri konunglegra tíðinda á
slúðurblaðinu breska News of the
World.
Skrifstofa Karls Bretaprins
vildi ekkert láta uppi um málið í
gær, en hún hefur legið undir
ámæli fyrir slaka öryggisgæslu á
tímum aukinnar hryðjuverka-
ógnar. - kóþ
Blaðamaður handtekinn:
Njósnað um
Bretaprins
MENNTAMÁL „Frekar á að leggja
áherslu á gæði kennslu en magn
hennar,“ segir Val Koromzay, sér-
fræðingur OECD sem í gær kynnti
nýja skýrslu stofnunarinnar. Í
henni er fjallað um efnahagsmál
auk menntamála. Þar telja skýrslu-
höfundar úrbóta þörf.
Auka þarf hlutfall menntaðra
kennara á landsbyggðinni, en við
kynningu skýrslunnar var sér-
staklega bent á þá staðreynd að
börn af landsbyggðinni næðu síður
góðum árangri í svonefndum
PISA-könnunum. Koromzay sagði
ekki viðunandi miðað við tilkostn-
að við menntakerfið hér að kunn-
átta barna væri bara í meðallagi í
OECD-ríkjunum.
Þá segir í skýrslunni að brott-
fall úr námi eftir grunnskóla sé of
mikið. Mælt er með styttingu
framhaldsskólans, að því tilskyldu
að það komi ekki niður á náms-
gæðum og árangri. Að auki er
hvatt til alvarlegrar umræðu um
hvort áhersla eigi að vera á
háskólanám heima fyrir eða hvort
ýta eigi undir nám í útlöndum.
„Það er gott að OECD sé að ein-
blína á menntamálin í sinni
umfjöllun. Það koma fram margar
athyglisverðar tillögur sem við
þurfum að huga að, en ánægjulegt
er að það er bent á margt sem vel
er gert. Stjórnarandstaðan mætti
benda á það oftar,“ segir Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra um nýútkomna
skýrslu OECD.
Sjá einnig síðu 26 / - óká/mh
Átaks er þörf í menntamálum þjóðarinnar að mati OECD:
Ættum að standa okkur betur
FOLDASKÓLI Bæta þarf grunnskólann að
mati OECD, sem telur námsárangur barna
hér óviðunandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLUMÁL Tilkynning barst til
lögreglu um ölvaða konu sem var
til vandræða á Laugaveginum um
fjögurleytið í fyrradag.
Lögregla fann konuna, sem er
um fertugt, töluvert ölvaða á bekk
fyrir utan Laugaveg 9 með
umtalsvert þýfi á sér sem hún
virðist hafa stolið úr hinum ýmsu
búðum við Laugaveginn. Eftir að
hafa fengið leyfi til að skoða í
tösku konunnar fann lögregla þar
belti og sylgjur, bók, lítið útvarp
og tvær hljómplötur. Á gangstétt-
inni fyrir framan konuna þar sem
hún sat lá pils, bolur og buxur.
Ekki gat konan gefið skýringu á
hvernig neitt af ofantöldu komst í
hennar eigu.
Konan var handtekin og færð í
fangageymslur, þar sem hún var
látin sofa úr sér. Hún var yfir-
heyrð í gærmorgun. Hún hefur
talsvert komið við sögu hjá lög-
reglu vegna ölvunar og búða-
hnupls.
Verkfærum var stolið úr vinnu-
skúr við Grand Hótel í Sigtúni í
fyrrakvöld. Andvirði þýfisins er
um sjö hundruð þúsund krónur.
Lögregla segir þjófnað á verk-
færum algengan um þessar
mundir.
Þá var veski konu stolið í Vídeó-
höllinni í Lágmúla í fyrrakvöld
þegar hún lagði það frá sér. Í því
voru fjörutíu þúsund krónur í pen-
ingum ásamt greiðslukortum.
Þjófurinn er enn ófundinn.
- æþe
Ölvuð kona handtekin með þýfi í fórum sínum:
Fór ránsferð um
búðir á Laugavegi
STJÓRNMÁL Óskar Bergsson, vara-
borgarfulltrúi Framsóknarflokks-
ins í Reykjavík, skoraði í gær á
Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, að bjóða
sig fram til for-
manns Framsóknar-
flokksins.
Siv kvaðst vera
alvarlega að íhuga
sína stöðu en vildi
að öðru leyti ekki
tjá sig um áskorun-
ina. „Ég mun gefa
út yfirlýsingu um
mína ákvörðun
þegar hún liggur fyrir en ég vil
ekki tímasetja það nánar.“
Siv hefur ekki lýst yfir stuðn-
ingi við nein framboð og hyggst
ekki gera það. „Ég er á þeirri skoð-
un að þingmenn eigi að leyfa
flokksmönnum að velja nýja
forystu.“ - sdg
Flokksþing í vændum:
Skorað á Siv í
formanninn
SIV FRIÐLEIFS-
DÓTTIR
HITAVEITA Orkuveita Reykjavíkur
lokaði fyrir heitt vatn í öllu Breið-
holtshverfi frá klukkan 19 í gær-
kvöldi fram til klukkan átta nú í
morgun. Verið var að sinna við-
haldi í dælustöð fyrir heitt vatn
við Stekkjarbakka, skipta um loka
og annan búnað, að sögn Helga
Péturssonar, almannatengslafull-
trúa Orkuveitunnar.
Orkuveitan notaði kvöldið og
nóttina til verksins því hlýtt er á
þessum árstíma og tugir þúsunda
notenda voru án vatns þennan
tíma. Bornar voru út tilkynningar
í öll hús í báðum hverfum áður en
lokað var fyrir vatnið. - sgj
Orkuveita Reykjavíkur:
Heitavatnslaust
í Breiðholti
STJÓRNSÝSLA Breytingar á reglum
um akstursþjónustu eldri borgara
voru samþykktar á fundi Velferðar-
ráðs Reykjavíkurborgar í gær.
Markmið þjónustunnar er að gera
eldri borgurum kleift að búa leng-
ur heima.
Umsækjendur um akstursþjón-
ustuna ráða því framvegis til
hvaða erinda þeir nýta ferðir sem
hafa hingað til einskorðast við
læknisheimsóknir, skipulagða
endurhæfingu eða félagsstarf á
vegum borgarinnar.
Þjónustusvæðið stækkar og nær
nú yfir allt höfuðborgarsvæðið.
Einnig geta umsækjendur nú tekið
með sér aðstoðarmann. - sdg
Eldri borgarar í Reykjavík:
Þjónusta við
akstur bætt
LÖGREGLUMÁL Erlendur ökumaður
mældist á 153 kílómetra hraða á
Suðurlandsvegi rétt austan við
Hellu í gær.
Síðar í gær mældist annar
erlendur ferðalangur á 127 kíló-
metra hraða á bílaleigubíl í
umdæmi lögreglunnar á Hvols-
velli. Þriðji erlendi ferðalangur-
inn lét ekki bíða lengi eftir sér, því
undir kvöld var hann stöðvaður á
114 kílómetra hraða á bílaleigubíl
með fimm farþega innanborðs.
„Þessi hraði er út í bláinn,“
segir Sveinn K. Rúnarsson, varð-
stjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli.
„Það er ekki óalgengt að við séum
að taka um sjö erlenda ferðamenn
á viku sem aka á 120 til 130 kíló-
metra hraða.“
Sveinn brýnir fyrir forsvars-
mönnum bílaleiga að kynna fyrir
útlendum ökumönnum hraðatak-
Erlendur ferðamaður:
Ók á 153 kíló-
metra hraða
Íslendingum fjölgað Fleiri Íslend-
ingar verða fljótlega sendir til Srí Lanka,
að sögn sendifulltrúa Norðmanna, Jon
Hansen Bauer. Þetta kom fram í fréttum
Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Bauer
segist enn eiga eftir að ræða við utan-
ríkisráðuneytið um málið, en reiknað
er með að 20 norskir og 10 íslenskir
friðargæsluliðar verði sendir til landsins
innan tíðar.
SRÍ LANKA
Norðmönnum rænt Fjórum norsk-
um og úkraínskum olíuverkamönnum
var rænt af birgðaskipi undan ströndum
Nígeríu seint á þriðjudag. Skipið var á
leið með birgðir til olíuborpalls á svæð-
inu. Í síðustu viku var þýskum olíuverka-
manni rænt við svipaðar aðstæður, en
NÍGERÍA
Ölvuð kona á bíl Kona á sextugsaldri
var stöðvuð af lögreglu um miðnætti í
fyrrakvöld í nágrenni Borgarness, ölvuð
undir stýri. Lögreglunni á Borgarnesi
barst tilkynning um einkennilegt
aksturslag konu og hafði lögregla upp á
henni. Hún var færð til blóðprufu á lög-
reglustöðina og var að því loknu sleppt.
LÖGREGLUFRÉTTIR
KARL BRETAPRINS Grunur leikur á að sími
hans hafi verið hleraður.