Fréttablaðið - 10.08.2006, Side 17

Fréttablaðið - 10.08.2006, Side 17
Hámarksafköst - Hámarksframmistaða HP Compaq nx9420 fartölvan með 17” breiðtjaldsskjá og Intel Centrino Duo Mobile tækni tryggir þér framúrskarandi vinnslu og grafík - hvar og hvernær sem er. HP Compaq nx9420 fartölvan er með þriggja ára HP ábyrgð. Auk þess nýtur þú bestu mögulegu þjónustu með HP Total Care. Skoðaðu www.fartolvur.is, hringdu í síma 570 1000, eða skoðaðu úrvalið hjá næsta HP söluaðila. HP mælir með Windows XP Professional Sími 570 1000 • www.ok.iswww.fartolvur.is OK Personuleg FINAL.indd 1 09/08/06 14:24:39 FIMMTUDAGUR 10. ágúst 2006 17 SRÍ LANKA, AP Sprengja varð fimm manns að bana á yfirráðasvæði Tamílatígra í norðurhluta Srí Lanka seint á þriðjudagskvöld. Fólkið var í sjúkrabíl og meðal þeirra sem létust voru tvær hjúkr- unarkonur og einn læknir. Þetta var haft eftir S. Puleede- van, einum yfirmanni uppreisnar- mannanna, í gær. Hann skellti sök- inni alfarið á sérsveitir stjórnarhersins og bætti við að svo virtist sem árásum stjórnarhersins væri í auknum mæli beint gegn hjálparstarfsmönnum, því að í gær hefði önnur sprengja sprungið á svipuðum stað og þá hefði skot- markið verið sendibíll læknis. Hann og aðrir farþegar sluppu ómeiddir. Talsmaður stjórnarhersins, Upali Rajapakse, neitaði ásökun- unum og sagði að herinn sækti ekki inn á svæði Tamíla. Um helgina fundust sautján lík starfsmanna franskra hjálpar- samtaka og kenna stríðandi fylk- ingar hvor annarri um ódæðið. Ekki náðist í Þorfinn Ómarsson í gær, en hann er talsmaður nor- rænu eftirlitssveitanna á Srí Lanka. Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um hvort Norð- menn og Íslendingar haldi áfram eftirlitsstarfi á eyjunni. Stjórnarherinn varpaði í gær sprengjum á vatnsveitusvæðið umdeilda, þrátt fyrir að Tamíla- tígrar hefðu opnað fyrir hana og veitt vatni á svæði stjórnarhers- ins. - kóþ Fimm manns dóu eftir að sprengja sprakk á þriðjudagskvöld á yfirráðasvæði Tamílatígra: Ráðist á hjálparstarfsmenn á Srí Lanka SKRIÐDREKI STJÓRNARHERSINS Nú standa yfir verstu átök á Srí Lanka síðan vopnahléi var komið á árið 2002. Nýlunda er að ráðist sé á utanaðkomandi aðila. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ELDSNEYTISSALA Olíufélagið Atl- antsolía hefur sótt um lóð til upp- byggingar á nýrri bensínstöð í Árborg. Stefanía Katrín Karlsdótt- ir, bæjarstjóri í Árborg, segir það vilja meirihlutans að Atlantsolíu verði úthlutað lóð og nú sé unnið að því að finna hentugan stað. Atlants- olía rekur nú þegar átta stöðvar og er sú níunda í byggingu í Kópavogi. „Við erum stöðugt að skoða stækk- unarmöguleika og viljum þjónusta okkar viðskiptavini þar sem þeir eru,“ segir Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Hann segir að þá sé verið að skoða byggingu stöðvar á Akureyri og á fleiri stöðum á landinu. - öhö Atlantsolía reisir nýjar stöðvar: Vill byggja upp víða um land ALBERT ÞÓR MAGNÚSSON FRÆÐSLA Verkefni á vegum Sér- sveitarinnar í Hinu húsinu fer fram þessa dagana þar sem þátt- takendur eru allir blindir eða sjón- skertir. Verkefnið, sem heitir „Everyone can do it“, eða „Allir geta gert það“ á íslensku, felst meðal annars í því að fjalla um hindranir blindu og hvað blindir og sjónskertir geta sjálfir gert til að auðvelda sér hversdaginn. Í lok verkefnisins munu þátt- takendur framkvæma ólíka hluti sem þeir hafa ekki átt kost á sökum sinnar fötlunar. Einn mun starfa á bóndabæ, tveir fara á sjó, tveir læra að ríða út og einn syng- ur lag í hljóðveri. - sþs Allir geta gert það: Blindir fara á sjó og ríða út FLÓÐ Á INDLANDI Monsúnrigningarnar hafa valdið miklum flóðum á Indlandi í ár og hafa 650.000 manns neyðst til að flýja heimili sín vegna vatnselgsins. Leit- uðu þessar skrautklæddu konur skjóls í flóttamannabúðum á Vestur-Indlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Eftirlit Vegagerðar- innar með notkun litaðrar dísilolíu er ekki nægilegt og of auðvelt er að komast upp með að svindla á reglunum, að mati Jóns Magnúsar Pálssonar, formanns Landssam- bands vörubifreiðastjóra. „Ég þori nánast að fullyrða það að menn eru að misnota þetta kerfi í einhverjum tilfellum,“ segir Jón. Hann bendir á að eflaust sé auð- velt að láta freistast þegar litaða olían kostar 41 krónu minna á lítrann en sú ólitaða og eftirlit er jafn lítið og raun ber vitni. „Þetta eru bílar sem eyða 50 til 70 lítrum á hundraðið og eru jafn- vel keyrðir 500 kílómetra á dag. Ef þessir aðilar eru að svindla og spara þriðjung af sínum olíukaup- um sitja þeir ekki við sama borð og aðrir. Þeir eru til dæmis með allt aðrar forsendur fyrir útboð- um.“ Jón segist hafa verið mótfall- inn þeirri breytingu að fella úr gildi þungaskattskerfið þegar olíuverð var orðið eins hátt og það nú er, þótt deila hefði mátt um upphæð kílómetragjaldsins. „Það kerfi þrælvirkaði og undanskot voru algjör undantekning.“ Jón segir blasa við að Vega- gerðin þurfi að herða eftirlitið. „Þeir ráða ekkert við þetta. Fjórir bílar sjá um eftirlit með þyngd, öxulþunga, olíu og rekstrarleyf- um. Það er einfaldlega ekki nóg.“ - sh Formaður LV segir of auðvelt að svindla með því að nota litaða olíu á vörubíla: Eftirliti með olíu ábótavant JÓN MAGNÚS PÁLSSON, FORMAÐUR LANDSSAMBANDS VÖRUBIFREIÐASTJÓRA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.