Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 22
 10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR22 fréttir og fróðleikur Svona erum við 1998 58 65 9 1. 60 3 U pp hæ ð 2 2000 2002 2004 FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Segolene Royal er á toppn- um í öllum skoðanakönn- unum í Frakklandi þessa dagana; hún er langvin- sælust allra forsetaefna vinstrimanna, hún er sá stjórnmálamaður sem flestir Frakkar myndu vilja bjóða með sér í sumarleyfi. Frönsk útgáfa karlatíma- ritsins FHM útnefndi hana meira að segja eina kyn- þokkafyllstu konu landsins. En Royal á við eitt stórt vandamál að stríða, og það er að hennar eigin flokksfélagar í Sósíalistaflokknum fá ekki nóg af því að agnúast út í hana. Stjórnmálaskýrendur hafa fundið nafn á þetta bakslag á braut Royal að forsetaframboði, það er „Hver sem er nema Segolene“- hreyfingin. Aðrir innan flokksins sem sækjast eftir forsetaframboði hamast nú sem mest þeir mega í von um að fjara fari undan vin- sældum Royal. Það hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum flokksmönnum Royal að hún hefur talað fyrir hugmyndum sem stangast á við opinbera stefnu Sósíalistaflokksins í ýmsum málum. Dæmi um slíkt eru ummæli hennar um að taka hart á glæpum og að skikka mætti vandræðaunglinga í herþjálfun. Lífsföru- og keppinautar Óhefðbundnar hugmyndir Royal hafa sett lífsförunaut hennar og föður barna hennar fjögurra, Francois Hollande, formann Sósí- alistaflokksins, í vandræðalega stöðu. Vegna embættis síns – og hugsanlegs metnaðar til að komast sjálfur í forsetaframboð – hefur hann séð sig knúinn til að lýsa van- þóknun sinni á sumum ummælum hennar. Ýmsir áhrifamenn í flokknum, þar á meðal nokkrir sem stefna að því að taka þátt í prófkjöri flokks- ins í nóvember um útnefningu til forsetaframboðs, kvarta yfir því að Royal sé vísvitandi að tileinka sér sum af stefnumálum innanríkisráð- herrans harðsnúna, Nicolas Sar- kozy, en hann er talinn eiga einna besta möguleika á að verða fram- bjóðandi hægrimanna í forseta- kosningunum á vori komanda. Keppinautarnir innanflokks láta einnig að því liggja að hún stundi lýðskrum í stað þess að leggja skýrar línur um það hvar hún stendur og halda sig síðan við það. „Vinsældir eru banvænt eitur fyrir lýðræðið í landinu,“ lét Jean Galvany, fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra, hafa eftir sér í blaðinu Le Journal du Dimanche um helgina. Laurent Fabius, fyrrverandi for- sætisráðherra, vísaði til tveggja þekktustu skoðanakannana- stofnananna í kveinstöfum sínum. „Við getum ekki látið Sankti-Sofres eða Sankti-Ifop um að velja fram- bjóðendur okkar,“ hefur AP-frétta- stofan eftir honum. Flokkurinn virðist margklofinn Flokkurinn virðist margklofinn í afstöðu sinni, nú þegar fáeinir mánuðir eru til stefnu uns hann gerir út um það hver fari fram í hans nafni í kosningunum í vor. Stjórnmálaskýrandinn Michel Noblecourt skrifaði um þetta í þriðjudagsblað Le Monde: „Með klækjabrögð og smá fyrir- sátir að bakgrunni, þar sem hvor fylking hefur skipst á skítkasti og tilraunum til að bregða fæti fyrir hina, vonast keppinautar Royal eftir því að T.S.S. fari að virka,“ en T.S.S. stendur fyrir Tout Sauf Segol- ene, eða „Hver sem er nema Segol- ene“. Sumir hælbítar Royal hafa jafn- vel þrýst á Lionel Jospin, fyrrver- andi forsætisráðherra, að gefa kost á sér, en hann dró sig í hlé frá stjórnmálum eftir smánarlega útreið í fyrri umferð forsetakosn- inganna árið 2002, en þar hlaut hann færri atkvæði en hægriöfga- maðurinn Jean-Marie Le Pen. Jospin hefur sagt að hann væri reiðubúinn ef flokkurinn þyrfti aftur á honum að halda. Önnur helstu framboðsefnin eru Fabius, Jack Lang fyrrverandi menningarmálaráðherra, og Dominique Strauss-Kahn, fyrr- verandi fjármálaráðherra. Og Hol- lande flokksformaður og lífsföru- nautur Royal. Ólíkar ímyndir Ímynd Royal og Hollande gæti vart verið ólíkari – hún er álitin frumleg og drífandi en sambýlingur hennar aftur á móti óspennandi og prófess- orslegur. Þau hjónaleysin segja að tilnefningin til forsetaframboðs valdi engum heimiliserjum hjá þeim. Ef svo skyldi fara að þau sæktust bæði eftir tilnefningu myndu þau láta flokksmönnum eftir að gera upp á milli þeirra. Enn sem komið er hefur dagsetning fyrir prófkjörið ekki verið ákveðin en það mun þó fara fram í nóvem- ber. Allt fram á þetta ár datt fáum í hug að Royal kynni að vera vænleg í forsetaframboð fyrir sósíalista. Þótt hún hafi gegnt nokkrum ráð- herraembættum, þar á meðal umhverfis- og fjölskyldumála, og verið þannig í framlínunni um nokkurt skeið þykir hún frekar óskrifað blað sem stjórnmálaleið- togi. En mánuðum saman hefur hún mælst langefst í skoðanakönnunum um vænlegasta forsetaframboðs- efni sósíalista. Vinsældir hennar hafa orðið karlkeppinautum innan flokksins tilefni vafasamra athuga- semda. Þannig sagði öldungadeildar- þingmaðurinn Jean-Luc Melenchon að forsetakosningar væru „ekki fegurðarsamkeppni“. Fabius spurði „og hver mun annast börnin?“. Arnauld Miguet, franskur stjórnmálafræðikennari við London School of Economics, segir and- styggilegheit af þessu tagi munu verða minna áberandi að prófkjör- inu afstöðnu; franskir sósíalistar hafi almennt fylkt sér að baki for- setaframbjóðanda síns þegar hann hefur á annað borð verið tilnefnd- ur, ólíkt miðju-hægrimönnum sem stundum hafa teflt fram tveimur frambjóðendum. Kunna illa við vinsældir Royal Tamílatígrarnir eru hernaðar- og stjórnmála- samtök sem hvetja til aðskilnaðar Tamíla frá Srí Lanka-ríki og stofnunar sjálfstæðs ríkis í norður- og austurhéruðum landsins. Tígrarnir kalla sig eina málsvara og verndara Tamíla, en þannig lítur ríkisstjórn Srí Lanka ekki á málið. Þrátt fyrir það er talið að ríkisstjórnin verði að semja frið við Tígrana til að ljúka átökunum í landinu. Hvað eru Tamíltígrarnir sakaðir um? Ríkisstjórn Srí Lanka hefur sakað Tígrana um glæpi gegn mannkyninu, þjóðernishreinsanir, fjölda sjálfsmorðsárása og skipulagða glæpa- starfsemi. Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað Tamílana um að nota börn í hernað. 29 ríki hafa lýst Tamílatígrana hryðjuverkahóp. Hóp- urinn er einnig talinn bera ábyrgð á morðum tveggja þjóðarleiðtoga, forseta Srí Lanka og fyrrverandi forsætisráðherra Indlands. Hvað saka Tígrarnir ríkisstjórnina um? Tamílatígrarnir hafna þessum ásökunum ríkisstjórnarinnar, en saka hana á móti um þjóðarmorð og ríkisstyrkt hryðjuverk á Tamílaminnihlutanum. Mannréttindasamtök hafa tekið í sama streng og einnig brigslað ríkisstjórninni um skort á tjáningarfrelsi, morð og ógnir gegn blaðamönnum Tamíla. Srí Lanka er í 25. sæti yfir óstöðugustu ríki heims hvað varðar mannréttindi og efnahag og fær hluta af gjaldeyristekjum sínum fyrir kynlífsþrælkun barna. Hvernig er skipulag Tamílatígranna? Tígrarnir eru með landher og sjóher og fengu nýlega herflugvélar til umráða. Hins vegar halda þeir að miklu leyti í stjórnartaumana í héruðum sínum, til dæmis hvað varðar löggjafar- og dómsvald, lögreglu, fjármál og menningu. Yfirmaður samtakanna er stofnandi þeirra, Velupillai Prabhakaran, sem er eftir- lýstur af Interpol fyrir hryðjuverk. FBL GREINING: TAMÍLATÍGRARNIR Sjálfskipaður her þjóðar án ríkis ROYAL OG HOLLANDE Hjónaleysin Segolene Royal og Francois Hollande, formaður Sósíalistaflokksins. Þau eiga fjögur börn saman. Svo kann að fara að þau etji kappi um forsetaframboðsútnefningu. NORDICPHOTOS/AFP Breyting skilar meiri krafti Fyrirhuguð er skipting menntaráðs Reykjavíkurborgar í leikskólaráð annars vegar og menntaráð hins vegar. Ekki eru allir á eitt sáttir við afgreiðslu tillögunnar. Júlíus Vífill Ingvarsson er formaður menntaráðs. Hversu margir sitja í menntaráði? Menntaráðið sjálft er sjö manna ráð en fundina sitja um sautján manns, með embættismönnum, áheyrnar- fulltrúum kennara og skólastjóra og fulltrúum foreldra. Hver eru helstu málin á könnu menntaráðs? Menntaráð sér um rekstur og mótun framtíðarstefnu grunnskólanna í Reykjavík, tónlistarskólanna, Náms- flokkanna og núna enn um sinn, þar til stofnað verður nýtt leikskólaráð, þá sér menntaráð um rekstur leikskóla og hefur yfirumsjón með gæsluvöllum og dagforeldrum. Hverju mun breytingin skila? Hún mun skila virkara og faglegra starfi, auknum krafti fyrir bæði grunn- skólastigið og leikskólastigið. SPURT OG SVARAÐ MENNTARÁÐ REYKJAVÍKUR JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON LÝSIR YFIR FRAMBOÐI > Útleiga mynddiska (DVD) í krónum á íbúa Heimild: Hagstofa Íslands Ó ! · 8 8 7 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.