Fréttablaðið - 10.08.2006, Síða 24
10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR24
hagur heimilanna
Þeir námsmenn sem ætla
að kaupa sér fartölvu fyrir
haustið hafa úr mörgu að
velja. Fyrir námsmenn
skipta nokkrir eiginleik-
ar fartölvu meira máli
en aðrir. Þar ber helst að
nefna hversu lítil tölvan er
og hversu lengi rafhlaðan
endist.
Þegar haustið nálgast og styttist
í skólann fara tölvuverslanir að
auglýsa fartölvur sínar grimmt.
Með aukinni tækniþróun undan-
farin ár hefur fartölvumarkað-
urinn stækkað gríðarlega.
Margir framhalds- og háskólar
mælast nú til þess að nemendur
séu með fartölvu í skólanum og
ganga sumir svo langt að krefj-
ast þess.
Eitt það fyrsta sem verðandi
eigandi fartölvu þarf að spyrja
sig að áður en hann kaupir hana
er „Í hvað ætla ég að nota þessa
tölvu?“ Fartölvur eru gríðarlega
mismunandi í stærð, afli, endingu
rafhlöðu og síðast en ekki síst
verði. Þarfir notandans segja til
um hvernig fartölvu best er að
kaupa. Hér verður farið yfir þau
atriði sem venjulegur námsmaður
ætti að hafa í huga þegar hann
kaupir sér fartölvu í skólann.
Þeir eiginleikar fartölvu sem
skipta námsmenn almennt mestu
máli eru meðfærileiki, ending
rafhlöðu og verð. Ef tölvan er of
stór og þung er hætt við að hún
verði skilin eftir heima nokkrum
vikum eftir fyrsta skóladag.
Mikilvægt er að rafhlaðan end-
ist að minnsta kosti heilan skóla-
dag, enda verður mjög þreytt til
lengdar að hlaða tölvuna milli
tíma eða byrja hverja kennslu-
stund á því að leita að innstungu.
Að lokum skiptir miklu máli að
fá sem mest fyrir peningana,
enda fæstir námsmenn ríkir.
Afl fartölvunnar og skjástærð
eru eiginleikar sem skipta minna
máli þegar námsmaður velur sér
fartölvu í skólann. Ef nota á tölv-
una í glósur, tölvupóst og net-
vafur er engin þörf á öflugustu
tölvunni sem völ er á. Allar
tölvur á markaðnum í dag ráða
auðveldlega við slíka vinnslu og
gott betur. Skjástærð er vissu-
lega smekksatriði en stærri skjár
þýðir stærri og þyngri tölva, sem
fæstir vilja að skólatölvan sé.
Að lokum ættu allir sem ætla
að kaupa fartölvu að hafa merki
hennar í huga og ábyrgðina sem
fylgir henni. Að geta treyst
framleiðanda tölvunnar er mik-
ilvægt ásamt því að spyrjast
fyrir um reynslu annarra af
svipuðum tölvum. Ef enginn
kannast við merkið er líklegast
góð ástæða fyrir því. Það er einn-
ig mikilvægt að geta treyst þeim
sem selur tölvuna. Erfitt er að
skipta um íhluti í fartölvum og
viðgerðarkostnaður verður oft
mjög hár. Þess vegna þarf í það
minnsta tveggja ára ábyrgð að
vera á tölvunni, ef ekki lengri.
salvar@frettabladid.is
Hagur heimilanna
> Gistinætur Íslendinga á hótelum hérlendis
Heimild: Hagstofa Íslands
2001
Fj
öl
di
n
át
ta
14
7.
71
4
2003
EIGINLEIKAR SEM SKIPTA
NÁMSMENN MESTU MÁLI:
Stærð Mikilvægt að tölvan sé
nógu létt til að maður nenni að
bera hana allan daginn.
Rafhlaða Enginn vill að tölvan
slökkvi á sér í miðjum tíma.
Nauðsynlegt að rafhlaðan endist
að minnsta kosti heilan skóladag.
Verð Námsmenn eru samkvæmt
skilgreiningunni fátækir og vilja fá
mest fyrir sem minnstan pening.
EIGINLEIKAR SEM SKIPTA
NÁMSMENN MINNA MÁLI:
Afl Það þarf enga ofurtölvu til að
glósa, senda póst og vafra.
Skjástærð Stærri skjár gerir
tölvuna stærri og þyngri. Minni
skjár hentar oft betur í skólatölvur.
EIGINLEIKAR SEM SKIPTA ALLA
FARTÖLVUEIGENDUR MÁLI:
Merki Kauptu merki sem þú
þekkir og treystir. Ef enginn þekkir
merkið er sennilega góð ástæða
fyrir því.
Ábyrgð Þegar fartölvur bila er oft
rándýrt að gera við þær. Tveggja ára
ábyrgð er algjört lágmark.
Oft vill það verða að einstök
vörumerki eigna sér heila
vörutegund. Vörumerkið
verður samnefnari vörunn-
ar, þrátt fyrir að mörg önnur
fyrirtæki bjóði upp á sams
konar vöru í svipuðum
gæðaflokki. Þannig hefur
þetta orðið í sölu á mp3-
spilurum, þar sem Apple
fyrirtækið tröllríður mark-
aðnum með iPod-spilurum
sínum.
Vel má vera að iPod-spilarar séu
gæðavara, en sjálfsagt er fyrir alla
meðvitaða neytendur að skoða hvaða
kosti önnur fyrirtæki bjóða upp á.
Sony, Creative og Thomson bjóða upp
á samkeppnishæfa mp3-spilara sem
vert er að kynna sér. Nauðsynlegt er þá
að skoða verð, geymslupláss
og rafhlöðu spilarans, hvort
hann er samhæfanlegur
við tölvuna sem maður á
og hversu notendavænt
viðmót hans er.
■ Verslun og þjónusta
Fleiri möguleikar í kaupum á mp3-spilara
Á bónstöðum bæjarins kosta alþrif á meðalfólksbíl frá 4.500 og upp í 6.900 krónur
en þá er bíllinn bónaður, þveginn að innan og utan og rúðurnar þrifnar. Verðið fer
eftir því hversu stórir bílarnir eru, en oft er verðið mismunandi eftir því hvort um er
að ræða stóra eða litla fólksbíla og jeppa.
Hjá Bónstöð Fúsa, Bón-Fús, eru alþrif á meðalfólksbíl ódýrust, eða um 4.500 krónur.
Næst kemur Bónusbón, en þar verða meðalstórir fólksbílar hreinir og fallegir fyrir
5.900 krónur. Hjá Kringlubóni og Bónstöðinni Hjá
Jobba fást alþrifin á 6.500 krónur og hjá Löðri er
verðið 6.900 krónur.
Þrif og bón á jeppum getur farið upp í níu
þúsund krónur en ef lítið er í pyngjunni
er auðvitað hægt að þrífa bílinn og bóna
einungis að utan. Svo er alltaf hægt að
láta bílaþvottinn nægja og fara í bíla-
þvottastöðina Laugina og þvo bílinn
sjálfur fyrir 600 krónur.
■ Hvað kostar ... að bóna og þvo bílinn?
Mikill verðmunur á alþrifum
Bensínverðið er síbreytilegt
og hreyfist upp
og niður vegna
breytinga á gengi og annarra
þátta. Gott er að fylgjast grannt með hvar
bestu kjörin á bensínlítranum er að fá hverju
sinni. Til þess er hægt að skoða heimasíður
olíufélaganna. Á heimasíðu Atlantsolíu má sjá
að bensínlítrinn kostaði 129,40 krónur þar á bæ
í fyrradag. Á bensínstöðvum ESSÓ kostaði lítrinn að
meðaltali 135,90 krónur og hjá Skeljungi 136,00 krónur
fyrir lítrann. Þó ber þess að geta að flestar stöðvar veita
afslátt fyrir sjálfsafgreiðslu.
■ Verslun og þjónusta
Gerðu samanburð á bensínverði olíufélaga
Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans
á Akureyri, er í vafa hver séu bestu kaupin. „En ég
get nefnt ein afar góð kaup á mínu heimili þegar
fjárfest var í gasgrilli fyrir nokkrum árum.“ Reyndar
eru þetta ekki kaup Jóns Márs tæknilega séð,
þar sem fjölskyldumeðlimir gáfu honum það í
afmælisgjöf. „Ég vildi ekki kaupa gasgrill og því
var afráðið að gefa mér það í gjöf en þetta má
flokka undir fjölskyldukaup. Grillið hefur síðan
verið í stöðugri notkun, bæði sumar og
vetur. Hér er alltaf gott veður, ef ekki í
verunni þá allavega í huga fólks.“
Verstu kaupin eru óumdeild í
huga Jóns Más. „Mér er stöðugt
núið því um nasir að hafa keypt
safapressu fyrir nokkrum árum.
Þannig var það að ég ákvað að fara
í heilsuátak og ég gerði það best
með því að kaupa safapressu til að
ég gæti pressað minn safa sjálfur og fengið hann
hreinan og ómengaðan,“ segir Jón Már og hlær
við. „Margir reyndu að draga úr mér þegar ég
hugðist kaupa þennan grip og allir ókostir
voru útlistaðir fyrir mér, þar á meðal hversu
hundleiðinlegt væri að þrífa þetta, sem
kom á daginn. Ég reyndi af þvermóðsku
og þrjósku að nota þetta til að byrja með
en svo dró úr áhuganum.“ Jón segist oft
hafa verið spurður af heimilismönnum
hvernig væri nú að bjóða upp á safa
úr safapressunni, við litlar undirtektir
hjá eiganda hennar. Úr varð að
safapressan var látin hverfa inn í
geymslu. Aðspurður um hvernig
átakið gekk segir Jón Már að það
hafi allavega ekki snúist um saf-
ann. „En ég mæli ekki með því að
fólk kaupi sér safapressu.“
NEYTANDINN: JÓN MÁR HÉÐINSSON SKÓLAMEISTARI MENNTASKÓLANS Á AKUREYRI
Safapressan hvarf sjónum
Guðrún segir að á meðan
börnin voru yngri hafi hún
alltaf farið með þau í sund
þegar hún kom heim eftir
langan vinnudag. „Með
þessu móti náði öll fjölskyld-
an að slaka á og eiga saman góða stund
áður en farið var yfir atburði dagsins.
Annars nota ég húsráð minna eftir
að börnin eru farin að heiman en ég
man þó eftir að það var gott að nota
tannkrem til að ná kroti af veggjum.“
Guðrún segist ekkert vera að stressa
sig yfir ryki á heimilinu og ef henni
finnst skítugt slekkur hún ljósin og
kveikir á kertum því þá ber ekkert á
óhreinindunum.
GÓÐ HÚSRÁÐ
MEÐ BÖRNIN Í SUND
■ Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stíga-
móta, segir góð húsráð berast á milli
kynslóða og standi alltaf fyrir sínu.
17
2.
97
0
21
7.
58
5
2005
Mikilvægt að tölvan
sé létt og meðfærileg
UNNIÐ Á FARTÖLVU Afl fartölvu skiptir minna máli fyrir námsmann en stærð hennar og þyngd. Einnig er ending rafhlöðu einn mikilvægasti
þátturinn fyrir skólatölvu, enda nennir enginn að byrja hverja kennslustund á því að leita að innstungu. MYND/NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
ALLT SEM fiIG VANTAR
ER Á VISIR.IS/ALLT
n‡ vöru- & fljónustu-
skrá á visir.is