Fréttablaðið - 10.08.2006, Síða 26
10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR26
Umsjón:
Í nýrri skýrslu OECD um
efnahagsmál hér á landi
er gagnrýnt að ekki
liggi fyrir upplýsingar
um hagkvæmni stór-
iðjuframkvæmda vegna
leyndar yfir raforkusölu-
samningum. Enn er sögð
þörf á vaxtahækkunum
og frekari aðhaldsað-
gerðum hins opinbera til
að slá á verðbólgu.
Enn þarf að hækka stýrivexti
Seðlabankans til að ná tökum á
verðbólgu, sem verið hefur yfir
markmiði bankans síðan 2004.
Þetta segir í nýrri skýrslu Efna-
hags- og samvinnustofnunarinn-
ar í París, OECD, um efnahags-
mál hér og áréttað er að frekari
aðgerða sé þörf því útlit sé fyrir
að verðbólga verði enn hátt yfir
markmiðinu í lok næsta árs.
Nauðsynlegt sé því að koma skjótt
á jafnvægi í efnahagslífinu og
styrkja innviði hagstjórnarinnar.
Skýrsla OECD var kynnt á
fundi í Þjóðmenningarhúsinu í
Reykjavík fyrir hádegi í gær. Val
Koromzay, yfirmaður landarann-
sókna efnahagsdeildar OECD og
Hannes Suppanz, hagfræðingur á
skrifstofu OECD sem sér um mál-
efni Íslands og Bandaríkjanna,
fóru yfir efni skýrslunnar.
Þar segir meðal annars að
mæta verði þensluáhrifum skatta-
lækkana með frekara aðhaldi í
útgjöldum, herða verði á fram-
fylgd fjárlaga og að umgjörð ríkis-
fjármála þurfi að beinast enn
frekar að því að ná markmiðum í
framfylgd fjárlaganna. „Meðal
þess sem hægt væri að gera til að
bregðast við er að ná fram hóf-
legum launabreytingum og fresta
opinberum framkvæmdum,“
segir Koromzay.
Þá segir að ekki sé æskilegt að
ráðast í frekari stórframkvæmd-
ir áður en tekist hafi að leiðrétta
núverandi efnahagslegt misvægi,
auk þess sem Val Koromzay benti
sérstaklega á að ekkert lægi fyrir
um ávinning þjóðarbúskapsins af
stórframkvæmdum hér. „Til að
ná fram slíkum upplýsingum
ríður á að gera raforkugeirann
gagnsærri,“ segir hann.
Eins gerðu sérfræðingar stöðu
Íbúðalánasjóðs að umtalsefni og
töldu mikilvægt að koma þar á
breytingum, enda skekkti hann
verulega samkeppnisstöðu á fjár-
málamarkaði hér, sjóðurinn nyti
lánakjara í skjóli ríkisábyrgðar
og þyrfti ekki að að standa skil á
arði til hluthafa líkt og viðskipta-
bankarnir.
Stórum hluta skýrslunnar er
svo einnig varið í umfjöllun um
menntamál, en þar telur OECD
nokkurra úrbóta þörf, enda brott-
fall hér mikið úr námi eftir fram-
haldsskóla. olikr@frettabladid.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.322 +0,36% Fjöldi viðskipta: 122
Velta: 869 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 62,40 +0,65% ... Alfesca
4,17 +2,71% ... Atlantic Petroleum 554,00 +0,73% ... Atorka
5,85 +0,00% ... Avion 32,20 +0,63% ... Bakkavör 48,20 +0,42%
... Dagsbrún 5,40 +2,47% ... FL Group 15,50 +0,00% ... Glitnir
17,40 +0,58% ... KB banki 705,00 -0,14% ... Landsbankinn 20,80
+0,97% ... Marel 78,00 +0,65% ... Mosaic Fashions 17,00 +1,19%
... Straumur-Burðarás 15,80 +0,00% ... Össur 110,00 +3,29%
MESTA HÆKKUN
Össur +3,29%
Alfesca + 2,71%
Dagsbrún +2,47%
MESTA LÆKKUN
KB banki -0,14%
Gleðilegar ræstingar
– og farsælan vinnudag!
11.154 kr.
Fred ræstivagninn
Léttur en öflugur ræstivagn með
tveimur 15 lítra fötum og pressu.
8.793 kr.
Spider Max ræstivagninn
Nettur ræstivagn með 15 lítra
tvískiptri fötu og pressu.
21.910 kr.
Arka 21 ræstivagninn
Ræstivagn fyrir gólfhreinsun og
afþurrkun með 28 lítra tvískiptri fötu og pressu,
afþurrkunarfötum og statífi fyrir sorppoka.
Á tilboði í ágúst
2006
Liprir ræstivagna
r
frá Filmop
R
V
62
13
A
Hörður Arnarson, forstjóri
Marels, útilokar með öllu að upp-
lýsingar hafi lekið út á markaðinn
frá félaginu vegna kaupa þess á
danska samkeppnisaðilanum
Scanvægt fyrir tíu milljarða
króna. Fyrir helgi áttu sér stað
töluverð viðskipti með hlutabréf
Marels og hækkaði gengi félags-
ins um 3,5 prósent í yfir 53 millj-
óna króna viðskiptum á fimmtu-
daginn og föstudaginn.
Hörður segir að á föstudags-
kvöldið hafi aðilar verið búnir að
handsala með sér samkomulag um
kaup Marels á Scanvægt. Tilkynnt
var um kaupin á frídegi verslunar-
manna.
Hann fullvissar að engin við-
skipti innherja í Marel hafi átt sér
stað, enda hafi þeim verið óheim-
ilt að versla með bréf í félaginu á
þessu ári.
Forstjórinn hefur orðið var við
áhuga fjárfesta á félaginu undan-
farna mánuði eftir að það lauk við
sex milljarða skuldabréfaútboð í
byrjun apríl. Tilgangur þess var að
fjármagna framtíðarvöxt félags-
ins en Marel hefur ráðist í tvær
yfirtökur í sumar. Sú fyrri var á
AEW Delford í Bretlandi. - eþa
Útilokar leka við
kaup á Scanvægt
Engin innherjaviðskipti í Marel á árinu.
HÖRÐUR ARNARSON, FORSTJÓRI MARELS Engin viðskipti innherja í Marel hafa átt sér
stað á árinu, segir forstjóri Marels, en kveðst hafa orðið var við áhuga fjárfesta á félaginu
undanfarna mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ný tegund fjársvika
Danir hafa í sumar orðið fyrir barðinu á nýstár-
legri svikamyllu, að því er fram kemur í Berlingske
Tidende. Smærri fyrirtæki og einstaklingar með
rekstur eru sagðir í hættu á að tapa tugþúsundum,
en nokkur mál munu þegar komin á borð lögreglu.
Dæmi um svik er þegar einstaklingur hefur
samband frá útlöndum og vill leigja sumarhús eða
aðra þjónustu sem auglýst er á netinu. Viðkomandi
greiðir svo með helmingi of hárri ávísun, biður selj-
andann (þegar hann hefur samband) um að leggja
alla upphæðina inn hjá sér og millifæra mismuninn
inn á reikning. Þetta gerir leigusalinn, en kemst svo
að því þremur dögum síðar, þegar bankinn hefur
höndlað með útlendu ávísunina, að
hún er innistæðulaus. Sérfræð-
ingar segja svona svindl hafa
verið til í nokkur ár, en sé nú
fyrst reynt í Danmörku. Ekki
hefur heyrst af viðlíka
hér.
Létt undir með Simbabvemönnum
Bankastjórn Seðlabanka Íslands gerir hvað hún
getur til að sporna við þeirri verðbólgu sem í sífellu
reynir að taka völdin hér á landi. Hennar verkefni
hlýtur þó að teljast barnaleikur ef miðað er við
ástandið í Simbabve. Þar hefur sjö ára hnignun
efnahagskerfisins leitt til óðaverðbólgu sem um
þessar mundir er 1.200 prósent og hefur sýnt lítil
merki um að vera að hægja á sér.
Seðlabanki þar í landi hefur nú gripið til þess
ráðs að klippa þrjú núll af gjaldmiðli sínum og felldi
um leið gengið um 59,5 prósent. Í kjölfarið á því
hefur þriggja vikna blátt bann verið sett við hvers
kyns verðhækkunum og gildir þá einu hvort um er
að ræða framleiðendur, heildsala eða smásala.
Er gripið til þessa ráðs til þess að íbúar
landsins þurfi ekki lengur að burð-
ast um með knippi af seðlum
og greiða milljarða þarlendra
dollara til þess eins að versla
í matinn.
Peningaskápurinn...
DeCode Genetics tapaði 2,7 millj-
örðum króna á fyrri helmingi árs
samkvæmt nýbirtu uppgjöri
félagsins. Tap deCode jókst um
tæplega tuttugu og tvö prósent sé
miðað við sama tímabil í fyrra.
Tekjur félagsins námu tæpum
1,46 milljörðum króna fyrstu sex
mánuði ársins og drógust saman
um 35,5 milljónir króna frá því í
fyrra. Heildarrekstrarkostnaður
var rúmir tveir milljarðar króna
og jókst um 667 milljónir frá fyrra
ári.
Í tilkynningu frá deCode segir
að aukið tap megi rekja til hærri
rannsóknar- og þróunarkostnaðar.
Þá kemur fram að í lok júní hafi
félagið átt 8,2 milljarða króna í
lausafé til rekstrar félagsins.
Hlutafjáraukning í deCode, sem
fram fór í júlí, skilaði félaginu
19,7 milljörðum króna í lausafé.
Kári Stefánsson, forstjóri
deCode, segir í tilkynningunni að
félagið sé komið vel á veg í klín-
ískum prófunum á ýmsum lyfjum;
sérstaklega gegn astma og hjarta-
sjúkdómum.
Hlutabréf í deCode hækkuðu
um rúm tvö prósent á NASDAQ-
markaðnum í gærmorgun og stóðu
í 4,88 Bandaríkjadölum á hlut síð-
ast þegar fréttist. - jsk
DeCode tapar 2,7
milljörðum króna
KÁRI STEFÁNSSON, FORSTJÓRI DECODE
Hlutabréf í deCode hækkuðu á NASDAQ í
gærmorgun þrátt fyrir að tilkynnt væri um
2,7 milljarða tap á fyrri helmingi árs.
nánar á visir.is
FJÁRMÁLARÁÐHERRA OG SÉRFRÆÐINGAR OECD Árni Mathiesen fjármálaráðherra opnaði
fund í Þjóðmenningarhúsinu í gær þar sem kynnt var ný skýrsla OECD um efnahagsmál
hér. Hann eftirlét svo Val Koromzay og Hannes Suppans (til hægri á myndinni), sérfræð-
ingum OECD, orðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Auka þarf gagnsæi í
orkumálum segir OECD
MARKAÐSPUNKTAR ...
Skemmtirisanum Walt Disney
vegnaði vel á öðrum ársfjórðungi
2006 og jókst hagnaður hans um
39 prósent milli ára. Góðu gengi
skemmtigarða fyrirtækisins og
vel sóttum bíómyndum var helst
þökkuð góð afkoma.
Í sumar hefur selst fjórum pró-
sentum meiri bjór í Danmörku en
síðasta sumar. Sumarhitinn veldur
því að að Danir drekka nú meira öl
en áður - og drukku svo sem ekki
lítið af því fyrir.
Nýútkomnar efnahagsskýrslur í
Japan gefa til kynna að efnahagur-
inn þar í landi sé á batavegi. Gefur
það því byr undir báða vængi að
umdeild stýrivaxtahækkun Seðla-
banka Japans fyrir skemmstu hafi
verið af hinu góða.