Fréttablaðið - 10.08.2006, Page 30
10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR30
Viljum við vændi á Íslandi? Er stór
spurning. Reykjavíkursundið er
hápunktur undirbúningsins fyrir
Ermarsundið í haust og ætlað að
vekja athygli á ýmsum skuggahlið-
um alþjóðlegrar klámvæðingar,
m.a. mansali og annarri kynlífs-
verslun með fólk.
Sjálft sundið er á mörkum hins
mögulega og gífurleg áskorun fyrir
reyndan sjósundmann eins og mig.
Sundið hef ég þróað síðastliðin ár
og hef þegar synt tvo áfanga sunds-
ins af þremur. Síðast reyndi ég við
Reykjavíkursundið 22. júlí sl. Tókst
að klára fyrsta áfanga og hérumbil
þriðja, en vegna skipaumferðar og
kuldastraums frá Elliðaám varð ég
að sleppa síðasta kílómetranum inn
í Grafarvog, sló hins vegar per-
sónulegt met til Viðeyjar og synti
það sund, 4,3 km, á aðeins 2 tímum.
Nesáfanginn reyndist mér lang-
erfiðastur. Hann lætur ekki mikið
yfir sér, en svo lúmskur er hann og
kaldur á köflum, að í raun má líkja
honum við sjálft Drangeyjarsund,
eitt mest krefjandi sjósund á
Íslandi, enda er sá áfangi rúmlega
7 km.
Næstu helgi, 12.-13. ágúst, mun
ég reyna við alla áfanga Reykja-
víkursundsins aftur, bara hina leið-
ina, þ.e. frá Grafarvogi til Nauthóls-
víkur. Um leið og sundið veitir mér
bestu hugsanlega reynsluna hér á
landi fyrir Ermarsundið nota ég
tækifærið og syndi í þágu æðri
hugsjónar, nefnilega til varnar sak-
leysinu, gegn mansali og hvers
lags kynferðislegri misnotkun.
Sameinumst öll um að sporna
gegn lágkúru kynlífsþrælkunar og
hefjum andann á loft í hæðir mann-
legrar reisnar. Gefum sálinni
séns!
Hægt er að leggja hugsjóninni
lið með því að heita á mig með
tvennum hætti:
1. Annars vegar með því að hringja
í 905 20 20 og verða þá 1.500 kr.
sjálfkrafa gjaldfærðar af sím-
reikningi hringjandans.
2. Hins vegar með því að heita á
mig með frjálsum framlögum í
síma 562 3500.
Dagskrá sundsins er sem hér
segir:
Fyrsti áfanginn hefst kl. 08.00 í
Bryggjuhverfi í Grafarvoginum og
lýkur kl. 11.00 við olíutankana á
Örfirisey.
Næsti byrjar kl. 18.30 við bæki-
stöð Lýsis og er áætlað að honum
ljúki um kl. 22.30 við Bakkavör.
Þriðji og síðasti áfanginn hefst
svo næsta dag eða kl. 14.00 við
Bakkavör á Seltjarnarnesi og lýkur
í Nauthólsvík kl. 17.00 við rampinn
hjá Siglunesi.
Sjá nánar: www.ermasund.is/
rvksnd.html
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okkur
línu og leggja orð í belg um málefni líð-
andi stundar. Greinar og bréf skulu vera
stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á
móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni
á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar.
Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Frétta-
blaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum
að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til
leiðréttinga og til að stytta efni.
Umræður á Alþingi um klám og
vændi hafa leitt í ljós greinilegan
flokkspólitískan áherslumun, nokk-
uð sem fyrirfram hefði mátt ætla
að yrði með öðrum hætti. En við að
lesa grein Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar í Fréttablaðinu 4.
ágúst sl. sést greinilega hvers
vegna sjálfstæðismenn líta þessi
mál allir sömu augum. Hannes er
jú einn af hugmyndasmiðum hægri-
manna á Íslandi og sem slíkur
ágætur útskýrandi stefnunnar.
Hægrimenn hafna sem sé hug-
myndum um aðgerðir til að tak-
marka útbreiðslu kláms eða vændis
vegna hinnar ófrávíkjanlegu grunn-
reglu frjálshyggjunnar um frelsi
einstaklingsins. Hannes kemst
þannig að orði í greininni: „Afleið-
ingarnar af því að banna slíka hátt-
semi [klám og vændi] eru verri en
afleiðingarnar af að leyfa hana, og
fullorðið, skynsamt fólk hefur rétt
til að gera það, sem það vill, svo
framarlega sem það skaðar ekki
aðra eða stofnar góðri allsherjar-
reglu í voða.“ Svo dregur Hannes
upp klisjukennda mynd af stúlkum
sem drýgja tekjur sínar með atlot-
um fyrir framan myndavélar og
gamla manninum sem á engan séns
og spyr hver sé fórnarlambið í
klisjunni. En hann ítrekar jafn-
framt að ganga verði út frá því að
framleiðsla klámefnisins og neysla
hljóti að einskorðast við fullorðið,
upplýst fólk, sem ekki hafi verið
beitt neins konar nauðung.
Hér fara viðvörunarbjöllurnar
af stað og maður spyr: Hvað ef
ekki?! Hvað ef þessum skilyrðum
er ekki fullnægt? Hvað ef kaupend-
urnir eru börn undir 18 ára aldri?
Og hvað ef stúlkurnar á myndunum
eru ekki að vinna sér inn fyrir
háskólagráðu, heldur hafa verið
seldar mansali? Hvað þá? Það er
enginn miði á stúlkunum, eða stimp-
ill, sem segir að þær hafi lent í klón-
um á glæpasamtökum og hafi verið
lokaðar inni vikum eða mánuðum
saman, þeim raðnauðgað og þær
svo þvingaðar til að þjóna 25 kyn-
sveltum körlum á dag, sumum svo
ofbeldisfullum að ekki er hægt að
segja frá athöfnunum sem þær voru
þvingaðar til að inna af hendi. Það
er heldur ekki að finna neinar upp-
lýsingar um að þær fái einungis 10-
25% af því sem greitt er fyrir við-
vikið í eigin vasa, og ekki heldur
hvernig þeim hefur verið hótað að
fjölskyldur þeirra í heimalandinu
verði myrtar eða svívirtar ef þær
reyni að flýja eða gera yfirvöldum
viðvart. Þætti Hannesi heppilegt að
innleiða merkingar, sem klámiðnað-
urinn gæti notað í svipuðum til-
gangi og snyrtivöruframleiðendur
merkja afurðir sínar að kröfu neyt-
enda: „No animal testing?“
Alþjóðleg glæpasamtök hagnast
árlega um stjarnfræðilegar upp-
hæðir, ýmist með því að selja vopn,
eiturlyf eða manneskjur. Talið er að
hálf milljón kvenna sé árlega seld
til landa Evrópusambandsins þar
sem þær eru þvingaðar til að stunda
vændi. En það eru engar merking-
ar, engir stimplar... Gamli kynferðis-
legi munaðarleysinginn hans Hann-
esar getur ekki vitað hvort
stúlkurnar á myndunum hans eru
hamingjusamar hórur eða svívirt
stúlkubörn í þrældómi. Hannes
viðurkennir raunar sjálfur í grein
sinni að erfitt sé að koma auga á
fórnarlambið. En þá er eðlilegt að
spurt sé hver eigi að njóta vafans?
Hannes heldur því fram að af
tvennu illu sé betra að leyfa vændi
og gera það löglegt, háð leyfum og
heilbrigðiseftirliti, en að banna það.
Þannig skili skatttekjur þeirra sem
stunda vændið sér í ríkissjóð og
þeir sem stunda vændið verði þá
ekki byrði á samfélaginu. Þetta er
sjónarmið sem alltaf er hreyft í
þessari umræðu en byggir á ósk-
hyggju þeirra sem loka augunum
fyrir veruleikanum. Staðreyndin er
sú að alls staðar þar sem vændi
hefur verið heimilað með þessum
rökum hefur „neðanjarðarstarf-
semin“ vaxið um allan helming. Það
er nefnilega ekki þannig að glæpa-
samtökin, sem selja þessi hundruð
þúsunda kvenna í kynlífsiðnaðinn,
þoli dagsljósið. Og það er ekki
þannig að vændiskúnnarnir geri
greinarmun á stúlkunni með leyfis-
bréfið og vottorðið um að hún sé
hvorki eyðnismituð né með
klamydíu, og hinni sem hefur ekk-
ert slíkt. Svo reynist það líka svo
skelfing einfalt fyrir hina ólöglegu
starfsemi að dyljast í skjóli litla,
sæta, löglega og vel upplýsta hóru-
hússins. Það eru meira að segja
sömu eigendur í mörgum tilfellum.
Í hugum okkar, sem höfum vilj-
að setja ábyrgðina á herðar þeirra
sem búa til eftirspurnina eftir
vændi og klámi, þá er allt tal um
frelsi marklaust. Því í heimi kláms,
vændis og mansals er það bara
annar aðilinn sem hefur í raun frelsi
til að velja, þ.e. sá sem á peningana.
Valið er hans og valið stendur um að
kaupa eða kaupa ekki.
Klám = vændi = mansal ...
og frelsi til að velja
UMRÆÐAN
MANSAL
KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR
ÞINGMAÐUR
Viljum við vændi
á Íslandi?
UMRÆÐAN
MANSAL
BENEDIKT S. LAFLEUR
LISTAMAÐUR OG SJÓSUNDMAÐUR