Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 10. ágúst 2006 7
Það dylst engum hversu mikilvægt er
að halda heimilinu hreinu. Regluleg
þrif eru ekki bara undirstaða þess að
vistaverurnar líti vel út, heldur hefur
það beinlínis neikvæð áhrif á heils-
una, bæði andlega og líkamlega, að
draga þrifin of lengi.
Í fyrstu getur verið erfitt að koma
þrifum fyrir í daglegt skipulag heim-
ilisfólks en með því að nota gátlista
verða þau leikur einn.
Búnir eru til þrír listar; fyrir dagleg,
vikuleg og ársfjórðungsleg þrif. Á
hverjum lista eru svo atriði fyrir hvert
herbergi íbúðarinnar aðgreind.
Á daglega listanum eru atriði eins og
búa um rúm, strjúka af eldavélinni
og vaskaborðinu inni á baði. Á viku-
lega listanum atriði eins og skipta
um rúmföt, sópa, ryksuga og skúra,
þurrka af, hreinsa spegla og þar
frameftir götunum. Á ársfjórðungs-
listanum eru skápar þrifnir, glugga-
tjöld þvegin, gluggar hreinsaðir og
fleira í þeim dúr.
Með þessu móti er það ekki lengur
undir hælinn lagt hvort eða hvenær
hreingerningar fara fram og í beinu
framhaldi minnka áhyggjurnar af
þrifunum. Þau verða fljótlegri og öll
svæði fá þá meðferð sem þau þurfa.
Ekkert verður útundan og ekkert er
þrifið oftar en þarf.
Þegar listarnir eru fyrst teknir í notk-
un getur borgað sig að hengja þá til
dæmis upp á ísskápinn og merkja
við jafnóðum og atriði á þeim eru
kláruð, ekki síst fyrir börnin. Ef vel
gengur að koma þrifunum upp í
vana verða listarnir brátt óþarfir, en
gott er að eiga eintak og kíkja á það
við og við til upprifjunar.
Hreinasta snilld
GÁTLISTAR GERA ÞRIFIN AUÐVELD-
ARI, MARKVISSARI OG FLJÓTLEGRI.
Með gátlistum má breyta þrifum úr
handahófskenndu puði í reglubundin
smáverkefni.
LJÓSMYND NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Verslunin Signature við
Kirkjulund 17 í Garðabæ selur
húsgögn sem hæfa vel í sumar-
bústaðinn.
Tágar, bast og brasilískur harðvið-
ur einkenna sum þeirra húsgagna
sem verslunin Signatura í Garða-
bæ selur. Verslunin hefur verið
við lýði í tvö ár og þar er mikið
úrval af munum til að prýða heim-
ili og einnig veröndina, sumarhús-
ið og garðinn. Meðal þess sem þar
fæst eru garðhúsgögn úr plast-
basti sem þola vel regn. Ekta tága-
húsgögn eru líka til í versluninni
og henta vel í sólskálann eða sum-
arhúsið. Einnig fást þar fágaðri
húsgögn sem hæfa hvaða heimili
sem er. Hægt er að skoða úrvalið á
síðunni www.signature.is. „Sumt
eigum við á lager og annað sér-
pöntum við,“ sagði Böðvar Frið-
riksson verslunareigandi. -gg
Brasilískur viður, tágar og bast
Tágahúsgögnin bera með sér framandi blæ.
Skenkur úr brasilískri furu og basti. Í honum eru bæði skúffur og skápar með hillum.
Góð aðferð til þess að ná erfiðum
blettum úr dökkum viðarhúsgögnum
er að nudda þá með með majonesi
í tusku og láta það liggja á blettinum
í nokkrar mínútur. Að því er segir
á vefsíðum á netinu, þar sem fólk
skiptist á húsráðum sem þessum er
majones sérstaklega gott gegn vatns-
blettum sem myndast hafa í dökkum
viði. Eftir að majonesið hefur verið
þurrkað af á bletturinn að dofna
verulega. Samkvæmt vefsíðunum
virðast fjölmargir hafa reynt þetta
frumlega húsráð og verið ánægðir
með árangurinn.
Majones á blettina