Fréttablaðið - 10.08.2006, Síða 39

Fréttablaðið - 10.08.2006, Síða 39
FIMMTUDAGUR 10. ágúst 2006 9 – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í A Stundum langar mann að breyta til á heimilinu án þess að ráðast í miklar framkvæmdir. Með réttu hlutunum má til dæmis lífga heilmikið upp á eldhúsið og skapa alveg nýtt andrúmsloft. Ómissandi í eldhúsið ÞAÐ ER EKKI FLÓKIÐ AÐ SKAPA NOTA- LEGA STEMNINGU Í ELDHÚSINU Brauðkassi sem er í senn gamaldags og framúrstefnulegur. Eldhúsið fær á sig léttan blæ. Litlu hlutirnir skipta mestu máli. Glasamott- urnar hennar Tinnu Gunnarsdóttur standa alltaf fyrir sínu. Vefurinn uppbod.is er nýr vefur sem sérhæfir sig í uppboðum á antíkmunum, svo sem húsgögnum og málverkum. Kaupendur geta skoðað myndir og fengið nákvæmar lýsingar af sölumunum á vef- síðunni, en einnig geta þeir skoðað mun- ina í sýningarsölum vefjarins sem til- greindir eru nánar í lýsingum á mununum. Nú þegar eru mörg hundruð ólíkir munir til sölu á vefsíðunni. Aðsetur uppbod.is er hjá Antíkmunum, Klapparstíg 40. Uppboðsvefur á antíkmunum Máltíðin bragaðst miklu betur ef hnífa- pörin eru skemmtilega hönnuð. Það er miklu skemmtilegra að hella upp á kaffi ef kaffikannan er dálítið flippuð. Leirtauið frá ömmu kemur sér vel þegar skapa á rólegt andrúmsloft. Kleinur og pönnukökur ætti að sjálfsögðu að bera fram á gömlum diskum og heitt súkkulaði bragðast best úr gömlum postulínsbollum. Rauður eldhússtóll í gamaldagsstíl. Minnir í senn á eldhúsið heima hjá ömmu og afa og gamla amer- íska vegasjoppu. Sápugerð SÁPULEIFARNAR VERÐA AÐ NÝRRI SÁPU. Ávallt er gott að tileinka sér nýtni í búskapnum enda kostar það skild- inginn að versla inn til heimilisins. Hægt er að halda til gömlum haga sápuleifum og geyma í plastpoka. Þegar nóg hefur safnast í pokann til að mynda nýtt sápustykki er honum dýft í heitt vatn. Við hitann rennur innihaldið saman og þegar það hefur gerst er pokanum strax stungið ofan í kalt vatn þar til sápan storknar. Þeir sem vilja leggja metnað í þetta verk geta leikið sér að því að láta sápuna storkna í smámót- um og fá þannig fallegri sápustykki. - jóa húsráð } Hægt er að finna margar gersemar á vefsíðunni uppbod.is, eins og þennan fallega skenk.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.