Fréttablaðið - 10.08.2006, Side 51
FIMMTUDAGUR 10. ágúst 2006
Dagur stærstu niðurlægingar
fyrir íslenska þjóð nálgast. Mestu
umhverfisspjöll Íslandssögunnar
af mannavöldum eru í nánd. Eftir
örfáar vikur verður vatni hleypt
yfir 57 ferkílómetra af hálendi
Austurlands og Hálslón verður til.
Umfang lónsins samsvarar því að
Hvalfjörður væri settur niður á
hálendið. Gróðurbreiður, tugir
fossa og gljúfra, dýrmætt varp-
land gæsa og beitar- og burðar-
svæði hreindýra hverfa fyrir fullt
og allt. Einstakt og óbætanlegt
landsvæði á hálendi Íslands verð-
ur botninn á miðlunarlóni erlends
álrisa. Á mannsaldri fyllist lónið af
framburði jökulánna og er þá líf-
tíma lónsins og þar með Kára-
hnjúkavirkjunar lokið. En eyði-
leggingarmáttur Hálslóns mun
halda áfram og umhverfisáhrifin
eru óafturkræf. Hvernig er hægt
að réttlæta slíka gjörð?
Ég skammast mín fyrir aðför
stjórnvalda að óbyggðum Íslands.
Ég skammast mín fyrir að hafa
sofnað á verðinum. Ég skammast
mín fyrir að láta misvitra embætt-
is- og stjórnmálamenn telja mér
trú um að stóriðja sé leiðin til ham-
ingjunnar.
Stjórnvöld, Landsvirkjun og
Alcoa hafa vanrækt upplýsinga-
skyldu sína gagnvart almenningi
hvað varðar umhvefisskemmdir
og áhættu sem fylgir Kárahnjúka-
virkjun og álveri í Reyðarfirði og
má nefna örfá atriði:
• Stórfellt fok (leir og sandur) úr
Hálslóni yfir gróðurlendi og
byggðarlög.
• Alvarlegar loftslagsbreytingar
sem fylgja stóru jökulvatni.
• Neikvæð áhrif á íslenskt hag-
kerfi; verðbólga eykst, rekstrar-
umhverfi fyrirtækja í sjávar-
útvegi versnar og starfsfólk missir
atvinnu, og hugbúnaðar- og
hátæknifyrirtæki flýja land.
• Lækkun á hitastigi Lagarfljóts
með ófyrirséðum afleiðingum
fyrir lífríkið í vatninu, Hallorms-
staðarskóg og umhverfi Fljóts-
dals.
• Loftmengun; álverið á Reyðar-
firði mun losa jafn mikinn koltví-
sýring (CO2) út í andrúmsloftið og
allur bílafloti Íslendinga. Það er
umhugsunarefni að rekstur fiski-
mjölsverksmiðju hefur ekki verið
leyfður þar að sumarlagi vegna
mengunarhættu.
• Skýrsla Gríms Björnssonar
jarðeðlisfræðings; þar kemur
fram m.a. að „Hálslón ætti að
flokkast sem náttúruvá sem getur
leitt af sér hamfarahlaup. Kára-
hnjúkavirkjun er mikil áhættu-
framkvæmd og í versta falli lífs-
hættuleg þeim sem næst Jöklu
búa“.
Ég skil ekki að Kárahnjúka-
virkjun hafi verið samþykkt á
Alþingi. Einkum þegar fyrir liggur
að fjárhagslegur hagnaður af
virkjuninni verður enginn og
gríðarleg umhverfisspjöll hljótast
af.
Hvernig munu Íslandssögurit-
arar næstu aldar fjalla um mestu
umhverfisspjöll í einni aðgerð af
mannavöldum í Evrópu? Munu
þeir álykta að íslenska þjóðin hafi
verið svo værukær af velsæld að
hún þekkti ekki sinn vitjunartíma?
Að stjórnmálamenn hafi beitt
blekkingum og hræðsluáróðri og
leynt upplýsingum? Að alþingis-
menn hafi ekki kynnt sér mat vís-
indamanna á umhverfisáhrifum
Kárahnjúkavirkjunar áður en
gengið var til atkvæðagreiðslu á
Alþingi? Að hagsmunir verktaka,
verkfræðinga, embættismanna,
fyrirgreiðslupólitíkusa og erlendra
stórfyrirtækja hafi ráðið meiru en
hagsmunir lands og þjóðar? Að
hégómagirnd stjórmálamanna og
þrá eftir að reisa sér minnisvarða
hafi ráðið för? Hafi svo verið þá
eru engir Íslendingar, þrátt fyrir
leit aftur til landnámsaldar, jafn
ólánssamir með valið og fyrrver-
andi umhverfis- og iðnaðarráð-
herrar og má bæta fyrrverandi
forsætisráðherra og stjórnendum
Landsvirkjunar í þann hóp.
Íslensk stjórnvöld hafa ekki
staðið vörð um grundvallarstoðir
mannlegs samfélags s.s. virðingu
fyrir tjáningarfrelsi og tilfinning-
um fólks, virðingu fyrir landinu og
virðingu fyrir lífinu í öllum þess
myndum. Þessi grundvallargildi
hafa lotið í lægra haldi fyrir emb-
ættismannahroka og gróðahyggju.
Á langri afrekaskrá má finna
öryrkjadóminn, lögin um lífeyris-
réttindi alþingismanna, handtökur
friðsamra mótmælenda Falun-
Gong, opinberan stuðning við
stríðsrekstur Bandaríkjamanna í
Írak, lítilsvirðingu við aldraðra og
öryrkja, og síðast en ekki síst lítils-
virðingu við land og þjóð sem krist-
allast í stóriðjustefnu stjórnvalda
og hrokafullri framkomu lögreglu
gegn umhverfissinnum og ferða-
mönnum á Kárahnjúkasvæðinu.
Stjórnarflokkarnir bera ábyrgð
á stóriðjustefnunni og afleiðingum
hennar. Stjórnmálamenn hafa talið
íbúum heilu byggðarlaganna trú
um að virkjanir og stóriðja sé eina
leiðin til að tryggja áframhaldandi
velmegun og ekkert komi í stað-
inn.
Stjórnmálamenn og flokkar
sem enn eru í hlekkjum stóriðju-
hugarfarsins þurfa að breyta
áherslum fyrir næstu kosningar.
Einstaka pólitíkus hefur nú þegar
hrokkið í gang og álítur hag sínum
betur borgið með því að afneita
glæpnum. Fyrrverandi iðnaðar-
ráðherra hóf undanhaldið með
yfirlýsingu þess efnis að hann
væri að framfylgja vilja Alþingis
og landsbyggðarfólks. Núverandi
iðnaðarráðherra er genginn til liðs
við flóttaliðið og heldur því fram
að stóriðja hafi ekki verið á stefnu-
skrá ríkisstjórnarinnar undanfar-
in ár.
Hörðustu virkjunarsinnar viður-
kenna að Kárahnjúkavirkjun hafi
umtalsverð umhverfisáhrif og
fórnarkostnaður sé hár. Æ fleiri
bætast í hóp þeirra sem álíta
fórnarkostnaðinn óásættanlegan.
Náttúrugersemar, ósnortin nátt-
úra sem engan veginn er hægt að
meta til fjár, samábyrgð okkar á
lífríki jarðarinnar og orðspor
okkar sem þjóðar er ógnað, verði
Hálslón að veruleika.
Íslendingar, það er ekki of seint
að hætta við Hálslón. Við látum
ekki hrædda stjórnmálamenn telja
okkur trú um slíkt. Það er mögu-
legt að fresta Hálslóni fram yfir
næstu alþingiskosningar. Þing-
menn og ráðherrar, ég hvet ykkur
til að kynna ykkur betur áhættu og
umhverfisáhrif framkvæmdanna
við Kárahnjúka á grunni vísinda-
legra staðreynda. Ég hvet ykkur
til að hlusta á rödd þjóðarinnar,
virða lögmál lýðræðisins þar sem
virðing fyrir landi og þjóð ræður
för. Ég hvet ykkur til að íhuga
hvort stóriðja færi börnunum
okkar hamingju. Ég hvet ykkur til
að láta af fylgispekt við erlend
gróðafyrirtæki og ganga til liðs
við þann stóra hóp Íslendinga sem
vill vernda einstaka náttúru
Íslands. Saga Íslands og framtíð er
í ykkar höndum.
LOVÍSA BALDURSDÓTTIR
SKRIFAR UM KÁRAHNJÚKA
Hæfileikinn til endurnýjunar er
einn stórkostlegasti eiginleiki
mannsins. Að henda því versta úr
fortíðinni, byggja á því skásta og
bæta splunkunýju við svo útkom-
an er alveg ófyrirséð. Þegar best
tekst til getur hópur hugsandi
fólks í fyrirtækjum, stofnunum og
jafnvel í stjórnmálaflokkum lagt
saman þessa endurnýjunarhæfi-
leika sína svo úr verður algjörlega
ný og óvænt heild.
Nú þegar Framsóknarflokkur-
inn gerir tilraun til gagngerrar
endursköpunar á sjálfum sér er
mikilvægt fyrir flokksmenn að
hafa í huga að hálfvelgja og mála-
miðlanir skemma yfirleitt andann
í góðum boðskap. Þessa sjálfs-
endurnýjun þarf flokkurinn því að
gera með gleði og djörfung.
Framsókn síðustu aldar var
afar afturhaldssamur stjórnmála-
flokkur sem nærðist á sérkenni-
lega blygðunarlausri þjónkun við
sérhagsmuni örfárra á kostnað
allra hinna: Samsölur, kaupfélög
og bændur ásamt SÍS annars
vegar og öll þjóðin hins vegar.
Framsókn síðustu aldar lagði á
ráðin um gríðarlega peningaflutn-
inga úr skattsjóðum hins almenna
borgara til velunnara sinna á bak-
við luktar dyr. Enda líktust emb-
ættismenn, alþingismenn og ráð-
herrar Framsóknar þess tíma
fremur launuðum starfsmönnum
Bændasamtakanna og SÍS heldur
en þjóðarinnar. Þegar SÍS dó bætti
landbúnaðarráðuneytið upp
máttarstólpamissinn og er ennþá
úthlutunarstöð á skattfé almenn-
ings til sérhagsmunahópa.
Kjósendur eru klókir
Allt hugsandi fólk á Íslandi veit að
enn í dag hefur það sem fram fer
innan veggja ráðuneytisins ekki
þjóðarhag að leiðarljósi fyrst og
fremst heldur eitthvað allt annað.
Það veit að „lobbíistarnir“ banka
ekki á dyr ráðuneytisins til að
þrýsta á sérhagsmuni sína heldur
starfar ráðherrann sjálfur fyrir
þá og bara í þykjustunni fyrir
þjóðina. Til að lifa af þarf Fram-
sókn að breyta þessu. Því kjósend-
ur þéttbýlisins eru klókir og engir
kjánar. Þeir sjá í gegnum blekk-
ingar eins og komið hefur fram í
fylgishruni Framsóknarflokksins.
Það besta sem Framsóknar-
flokkurinn gæti gert til að fá inn-
göngu inn í framtíðina á rauðum
dregli er því að verða sjálfur höf-
undur að róttækri uppstokkun og
endurnýjun á þessu eldgamla og
gatslitna peningasóunarkerfi með
skattfé íslenskra borgara. Fyrir
flokkinn væri slíkt mikið gæfu- og
snilldarspor og í raun eina leiðin
til að öðlast aftur traust kjósenda.
Höfundur er
kvikmyndagerðarmaður.
Klaufalegt hálfkák er örlagaríkt
Enn er tími til að fresta
skemmdarverki!
KÁRAHNJÚKAR Eftir örfáar vikur verður vatni hleypt yfir 57 km2 af hálendi Austurlands og
Hálslón verður til.
RAGNAR HALLDÓRSSON
SKRIFAR UM FRAMSÓKNARFLOKKINN