Fréttablaðið - 10.08.2006, Side 72

Fréttablaðið - 10.08.2006, Side 72
52 10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÁGÚST 7 8 9 10 11 12 13 Fimmtudagur ■ ■ LEIKIR  19.00 Þrír leikir í 1. deild karla. Víkingur Ó.-KA, Fram-Haukar og HK- Þróttur.  19.15 Fjórir leikir í Landsbanka- deild karla. ÍA-Valur, Grindavík- Breiðablik, Víkingur-ÍBV og FH-Fylkir. ■ ■ SJÓNVARP  08.40 EM í frjálsum á RÚV.  19.00 Landsbankadeildin á Sýn. Leikur Víkings og ÍBV í beinni.  22.25 Landsbankadeildarmörkin á Sýn.  23.20 Fótboltakvöld á RÚV. Indriði Sigurðsson gekk í fyrrakvöld til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og náði því ekkert að leika með KR-ingum í sumar en hann fékk leikheimild með liðinu í síðustu viku. Samningur hans við belgíska félagið Genk rann út í vor og ákvað hann að koma heim í KR í lok júlí en hefur nú samið við Lyn til loka tímabilsins 2008. Áður en Indriði lék í Belgíu var hann á mála hjá Lilleström í þrjú ár og þekkir því vel til norsku úrvalsdeildarinnar. Fyrir hjá Lyn er félagi Indriða í íslenska landsliðinu, Stefán Gíslason. „Ég er mjög ánægður með þetta enda hörkugóður leikmaður,“ sagði Stef- án. „Við höfum líka verið í vandræðum með þá leikstöðu sem hann mun leysa, vinstri bakvörðinn, og hann gæti einnig nýst vel sem miðvörð- ur. Að því leytinu til er þetta hið besta mál.“ Indriði verður áttundi Íslend- ingurinn í norsku úrvalsdeildinni, auk eins sem leikur í 1. deildinni. Íslendingarnir hafa flestir verið mjög áberandi í deildinni í ár en Stefán þykir til að mynda hafa staðið sig mjög vel með Lyn. Þá er markahæsti leikmaður deildarinnar Veigar Páll Gunnarsson og varnartvíeyk- ið Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hjarta varnarinnar hjá toppliði Brann. „Veigar fær mikla athygli fyrir að skora öll þessi mörk en Kristján hefur einnig fengið mikla og verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. Hann er svo gífurlega fljótur að Brann getur leyft sér að vera mjög framarlega með varnarlínu sína og ef einhver sleppur í gegn nær Kristján iðulega að hlaupa viðkomandi uppi og stöðva sóknina,“ sagði Stefán. Næsti leikur Lyn verður gegn Stabæk og því aldrei að vita nema að Indriði fái það erfiða verkefni að hafa gætur á Veigar Páli, markamaskínunni sjálfri. STEFÁN GÍSLASON: ÁNÆGÐUR MEÐ NÝJAN ÍSLENSKAN LIÐSFÉLAGA Í LYN Indriði mun styrkja lið okkar mikið Annar leikur Blikastúlkna Kvennalið Breiðabliks leikur í dag sinn annan leik í Evrópukeppni félagsliða en leikið er í Austurríki. Eftir 4-0 sigur í fyrsta leik er komið að heimaliðinu Neulengbach í dag en það lið vann sinn fyrsta leik 5-1 og því má reikna með hörkuleik. > ÍBV farið að safna liði Kvennalið ÍBV í handbolta hefur fengið liðsstyrk því Valentina Radu, 25 ára örvhent rúmensk skytta, hefur samið við félagið en hún á nokkra A-lands- leiki að baki. Á síðasta ári lék hún með Rulmentul Brasov sem varð meistari í heimalandi hennar auk þess sem það vann Áskorendakeppni Evrópu. Samkvæmt heimasíðu ÍBV er fleiri frétta af leikmannamálum og þjálfaramálum hjá félaginu að vænta næstu daga enda hefur það misst mikið frá síðasta tíma- bili. Nú síðast var það hin efni- lega Ester Óskarsdótt- ir sem ÍBV missti en hún mun spila á Akureyri á kom- andi tímabili. KÖRFUBOLTI U16 ára landslið kvenna í körfubolta tapaði í gær með fjórtán stiga mun, 59-73, fyrir Írlandi í fyrsta leik sínum í milli- riðli B-deildar Evrópumótsins. Írska liðið hafði forystuna allan tímann. Íslensku stelpurnar hafa því tapað öllum fjórum leikjum sínum á mótinu til þessa en í dag leika þær gegn Finnlandi sem vann Írland 63-57 á þriðjudag. Lilja Ósk Sigmarsdóttir skoraði nítján stig og var stigahæst íslenska liðsins í gær en fyrirliðinn Hafrún Hálfdánardóttir var kosin besti leikmaður Íslands af mótshöldur- um en hún var með átján stig og fimm fráköst í leiknum. - egm U16 landslið kvenna: Fjórða tap Ís- lands í röð FÓTBOLTI Lokaspretturinn í Lands- bankadeild karla er hafinn en í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Með þeim lýkur þrettándu umferð- inni og þá verða aðeins fimm umferðir eftir. FH hefur örugga forystu í deildinni en þar fyrir neðan er pakkinn þéttur og nær öll lið deildarinnar geta fallið. Íslandsmeistarar FH taka á móti Fylki í kvöld en þeir unnu viðureign þessara liða á Fylkis- velli 2-1 með mörkum frá Tryggva Guðmundssyni og Ármanni Smára Björnssyni. Nú er Ármann kom- inn í landsliðið líkt og Sigurvin Ólafsson og markvörðurinn Daði Lárusson sem einnig leika með FH, sem gerir þennan leik óneit- anlega enn athyglisverðari. Þá er Leifur Garðarsson, þjálfari Fylk- is, Hafnfirðingum að góðu kunnur eftir að hafa verið aðstoðarþjálf- ari Fimleikafélagsins síðustu ár. Skagamenn eru enn í fallsæti en eru líklega staðráðnir í að breyta því þegar þeir taka á móti Valsmönnum í kvöld. Valsmenn eru þó funheitir þessa dagana og hafa ekki tapað leik síðan í fimmtu umferð en í síðustu viku unnu þeir 5-0 stórsigur á ÍBV. Valur vann fyrri viðureign liðanna í sumar með naumindum en ÍA verður án Igor Pesic og Hjartar Hjartarson- ar í kvöld þar sem þeir taka út leikbann. Sjónvarpsleikurinn á Sýn verð- ur viðureign Víkings og ÍBV en það verður fyrsti leikur Eyja- manna eftir að Heimir Hallgríms- son tók við stjórnartaumunum. Liðið er í botnsætinu og ljóst er að ekkert verður gefið eftir í þessum leik. Síðast en ekki síst leikur Breiðablik gegn Grindavík í kvöld en illa hefur gengið hjá Suður- nesjamönnum eftir að þeir burst- uðu KR í áttundu umferð. Annað er á teningnum hjá Breiðabliki sem ekki hefur tapað leik síðan Ólafur Kristjánsson tók við. Bak- vörðurinn Stig Krohn Haaland leikur ekki með liðinu í kvöld vegna leikbanns. - egm Þrettándu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með fjórum leikjum: Fjórir mikilvægir leikir í kvöld LOKASPRETTURINN HAFINN Valsmenn unnu Skagamenn fyrr í sumar en þeir gulklæddu eru líklega staðráðnir í að snúa dæminu við í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshópinn sem mætir Tékklandi laugardaginn 19. ágúst. Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2007 og er Ísland, sem stendur í þriðja sæti riðilsins, með jafnmörg stig og Tékkar. Einn nýliði er í hópnum en það er Katr- ín Ómarsdóttir. Þá kemur fyrirlið- inn Ásthildur Helgadóttir aftur inn í liðið en hún var í leikbanni í síðasta leik gegn Portúgal. Þóra B. Helgadóttir úr Breiða- bliki og Guðbjörg Gunnarsdóttir úr Val voru valdar sem markverð- ir en aðrir leikmenn eru: Guðlaug Jónsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Erna Sigurðardóttir, Ólína Viðarsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðabliki. Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Málfríður Sig- urðardóttir, Ásta Árnadóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir úr Val. Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríð- ur Magnúsdóttir úr KR. Ásthildur úr Malmö og Erla Steina Arnar- dóttir úr Mallbackens. - egm Íslenska kvennalandsliðið: Ásthildur aftur inn í hópinn Í ÞRIÐJA SÆTI Íslensku stelpurnar eru í þriðja sæti riðilsins eftir fimm leiki. FÓTBOLTI Viktor Unnar Illugason hefur vakið verðskuldaða athygli með liði Breiðabliks í Landsbanka- deildinni í sumar en hann er yngsti leikmaður deildarinnar, varð sex- tán ára fyrr á þessu ári. Laugar- daginn 20. maí síðastliðinn lék hann sinn fyrsta leik í efstu deild þegar hann kom inn sem varamað- ur á lokamínútunni í leik gegn ÍBV á Kópavogsvellinum. Viktor var aðeins búinn að vera á vellinum í tvær mínútur þegar hann náði að skora sitt fyrsta mark. „Það var mjög ljúf tilfinning og gaman að ná að skora þetta mark, ég slapp bara einn í gegn og renndi boltanum framhjá markverðin- um,“ sagði Viktor Unnar. Síðan Ólafur Kristjánsson tók við Breiða- bliksliðinu hefur Viktor alltaf verið í byrjunarliðinu en hann getur spil- að í fremstu víglínu og einnig á kantinum. „Ég get ekki verið annað en mjög ánægður með þau tæki- færi sem ég hef fengið.“ Viktor er nýkominn heim frá Færeyjum, þar sem hann spilaði lykilhlutverk með U17 landsliði Íslands á Norðurlandamótinu. Strákunum gekk ekki vel, þeir höfnuðu í fimmta sæti, en Viktor skoraði tvö mörk á mótinu. Hann hefur farið þónokkrum sinnum erlendis til reynslu. „Ég hef farið til reynslu hjá Feyenoord í Hol- landi og Reading og Ipswich á Eng- landi. Ég fékk tilboð frá báðum ensku liðunum en hef tekið þá ákvörðun að fara til Reading eftir að tímabilinu hér heima lýkur,“ sagði Viktor en enn á þó eftir að ganga frá örfáum lausum endum. „Það er að skapast hefð fyrir íslenskum leikmönnum hjá Reading og þá er mjög jákvætt að ég fæ að klára tímabilið hérna heima. Ég hlakka mikið til,“ sagði Viktor, en aðallið Reading vann sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Með félaginu leika íslensku landsliðsmennirnir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson og þá er hjá liðinu annar íslenskur unglingalandsliðs- maður, Gylfi Þór Sigurðsson. „Ég hafði nánast ekkert séð til Viktors þegar ég tók við en hann er með mjög góðan vinstri fót og er nokkuð sterkur líkamlega miðað við aldur. Þá hefur hann fína tækni og er með nef fyrir markinu og hefur verið að skapa sér færi. Hann getur þó bætt sig mikið því hann er líkamlega sterkur frá nátt- úrunnar hendi en er nokkuð óþjálf- aður og ýmislegt sem hann getur bætt. Þá á hann það til að detta út úr leikjum en það er eðlilegt miðað við að þetta er hans fyrsta tímabil með meistaraflokki,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Ólafur er þó ekki fullviss um að það væri rétt skref fyrir Viktor að fara út strax. „Að spila með ungl- ingaliði Reading er nokkuð langt frá því að vera fullorðinsfótbolti en þetta er hans val. Ég þekki ekki vel til unglingastarfs Reading en almennt séð skil ég oft á tíðum ekki hvað ungum leikmönnum liggur á að komast út.“ elvargeir@frettabladid.is VIKTOR UNNAR ILLUGASON Er á leið til Englands í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fer líklega til Reading Yngsti leikmaður Landsbankadeildarinnar, hinn sextán ára gamli Viktor Unnar Illugason hjá Breiðabliki, heldur að öllum líkindum til Englands í haust.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.