Fréttablaðið - 10.08.2006, Síða 78
10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR58
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
opið alla laugardaga 11-14
Stór humar, túnfiskur
og úrval fiskrétta á grillið
LÁRÉTT 2 orðagjálfur 6 rykkorn 8
fiskur 9 segi upp 11 hætta 12 fiskilína
14 lúkar 16 í röð 17 niður 18 tímabil
20 guð 21 bæli.
LÓÐRÉTT 1 þungi 3 samþykki 4 veit
allt 5 rá 7 óstöðuglyndur 10 knæpa
13 tangi 15 hástétt 16 frestur 19 í röð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 fjas, 6 ar, 8 áll, 9 rek, 11 vá,
12 girni, 14 káeta, 16 tu, 17 suð, 18 öld,
20 ra, 21 flet.
LÓÐRÉTT: 1 farg, 3 já, 4 alvitur, 5 slá, 7
reikull, 10 krá, 13 nes, 15 aðal, 16 töf,
19 de.
„Ég hef nú alltaf verið tvöfaldur
karakter, hef bæði starfað í mark-
aðsmálum og í skemmtanabrans-
anum. En það rétt, nú er ég kom-
inn í PR-ið,“ segir plötusnúðurinn
og athafnamaðurinn Baldur Bald-
ursson, sem hóf nýverið störf hjá
almannatengslafyrirtækinu Inn-
taki. Baldur hefur getið sér gott
orð hjá yngri kynslóðinni sem
umsjónarmaður Fönkþáttarins á
X-inu 977, plötusnúður á
skemmtistöðum og í skipu-
lagningu viðburða á
skemmtistöðum. Þar að auki
var Baldur, eða Balli eins
og hann er jafnan kall-
aður, einn stofnenda
og eigenda tímarits-
ins Vamm og þar áður
var hann markaðsstjóri Undir-
tóna. Auk nýja starfsins er Baldur
orðinn sendiherra Reyka vodka á
Íslandi og sér um kynningu á þeim
íslenska drykk hérlendis.
„Ég er búinn að vera hjá Inn-
taki í tvo mánuði. Þetta er að
mörgu leyti svipað því sem ég hef
verið að gera, bara á öðruvísi for-
sendum,“ segir Baldur, sem hefur
alls ekki skipt alfarið um ham þó
hann sé farinn að vinna hjá
virðulegu fyrirtæki. „Nei,
þeir sögðu við mig að ég
ætti bara að vera ég sjálfur. Þeir
vildu alls ekki að ég reyndi að vera
eitthvað sem ég er ekki. Það vant-
aði einhvern yngri mann í fyrir-
tækið og ég hef auðvitað mikla
reynslu úr afþreyingarheimi yngri
kynslóðarinnar.“
Athygli vekur að Baldur er
þegar farinn að klæða sig í sam-
ræmi við nýja starfið. Sá klæðnað-
ur passar ekki beint við Balla
fönk, útvarpsmann og plötusnúð,
sem þó er vissulega enn við lýði.
„Maður varð auðvitað að „súta“
sig upp. Manni væri nú varla vel
tekið á fundum úti í bæ ef maður
færi að mæta í Stüssy-bol,“ segir
Baldur Baldursson, markaðsmað-
ur, plötusnúður og útvarpsmaður.
- hdm
Fönkkóngurinn orðinn fullorðinn
BALDUR BALDURSSON Plötusnúðurinn og
útvarpsmaðurinn er búinn að kasta Stüssy-
bolnum fyrir jakkaföt. Baldur er farinn
að vinna hjá almannatengslafyrirtækinu
Inntaki. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
BALLI FÖNK Í dag er
sjaldgæft að sjá hann
með derhúfuna en hann
stjórnar þó Fönkþættin-
um enn og er plötusnúð-
ur um helgar.
HRÓSIÐ
... fá Guðrún Margrét Guðmunds-
dóttir og aðrir aðstandendur
árlegrar kertafleytingar til
minningar um fórnarlömb
kjarnorkusprenginganna í Japan,
en kertafleytingin var haldin í 22.
sinn í gærkvöld.
VEISTU SVARIÐ
1. Forgangsréttarákvæði.
2. 41.
3. Cafe Amsterdam,
Gaukur á Stöng og The Dubliner.
Eyrún Huld Haraldsdóttir og Mar-
inó Bjarni Magnason, unnusta og
sonur Magna Ásgeirssonar, vöktu
mikla athygli áhorfenda sjón-
varpsþáttanna Rock Star: Super-
nova í fyrrakvöld. Eins og frægt
er orðið flugu þau til Los Angeles
til að vera með Magna, íslenska
keppenda þáttanna, og fylgjast
með honum keppa.
„Kvöldið var auðvitað dálítið
súrrealískt en ótrúlega skemmti-
legt,“ segir Eyrún Huld og Marinó
tekur undir það í bakgrunninum
með ánægjulegu hjali. Hún segir
að mestur tími hennar hafi þó farið
í að halda Marinó góðum enda hafi
hann verið orðinn dálítið þreyttur
undir lokinn. „Ég þurfti auðvitað
að labba með hann inn og út enda
voru svo mikil læti þarna inni að
það var ekki hægt að hafa hann
þar allan tímann.“
Þau voru þó að sjálfsögðu í saln-
um á meðan Magni flutti Dolphin‘s
Cry með hljómsveitinni Live með
eftirminnilegum hætti. „Þetta var
auðvitað alveg geggjað flott og
hann var alveg á meðal þeirra
þriggja bestu,“ segir Eyrún, greini-
lega ánægð með sinn mann.
Myndatökumenn sjónvarps-
þáttanna sýndu myndir af Eyrúnu
Huld og Marinó og er mál manna
að þau hafi tekið sig vel út á skján-
um. „Ég þurfti aðeins að leika við
Marinó til að reyna að láta hann
brosa í myndavélarnar,“ segir
Eyrún Huld og hlær. Hún er ekki
viss um að Marinó hafi þekkt
pabba sinn á meðan hann var á
sviðinu, enda var það langt í burtu
frá þeim. „Marinó fylgdist samt
vel með öllum hljóðunum og ljós-
unum og var eiginlega bara heill-
aður af þessu.“
Á meðan á dvöl Eyrúnar Huldar
og Marinó stóð fengu þau að heim-
sækja setur keppendanna í tvær
klukkustundir og færðu þeim háls-
men með íslenskum rúnum.
„Maður labbar eiginlega inn í ein-
hvern draumaheim, með mynda-
vélar og mæka í kringum okkur
allan tímann.“ Eyrún segist ekki
hafa kynnst dómnefnd raunveru-
leikaþáttanna að ráði heldur bara
séð þeim bregða fyrir. „Ég hitti
bara Tommy Lee aðeins og hann
bauð mig velkomna.“
Aðspurð segist Eyrún Huld ekki
búast við að fara aftur út til að
fylgjast með Magna keppa. „Þetta
er auðvitað mjög langt ferðalag og
ég held ég treysti mér ekki aftur
með hann með mér. Ekki nema það
sé úrslitaþátturinn, þá veit maður
aldrei.“ annat@frettabladid.is
EYRÚN HULD HARALDSDÓTTIR: SÁ UNNUSTANN Í ROCK STAR: SUPERNOVA
Í draumaheimi í LA
EYRÚN HULD OG MARINÓ ÁSAMT MAGNA Mæðginin fylgdust með Magna keppa í Rock
Star: Supernova og segir Eyrún Huld að Marinó hafi verið heillaður af lokakvöldi keppninn-
ar þótt aðeins hafi þurft að leika við hann til að kalla fram bros fyrir myndavélarnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FEÐGARNIR SAMAN Eyrún hélt ekki að Marinó hefði þekkt pabba sinn á sviðinu, enda var
það langt í burtu. Fjölskyldan átti þó góðar stundir á meðan Eyrún og Marinó voru úti hjá
Magna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
FRÉTTIR AF FÓLKI
Líkamsræktarátak rapparans og
útvarpsmannsins
Halldórs Halldórssonar,
Dóra DNA, gengur að
óskum. Eins og kom fram
hér fyrir skemmstu æfir
Dóri undir stífri leið-
sögn Egils Gillzen-
eggers Einarssonar
og hann er þegar
farinn að uppskera.
Dóri hefur lést um heil fimm kíló á
tæpum þremur vikum og er bara rétt að
byrja. Hann stefnir á að losa sig við allar
óþarfa byrðar og styrkja sig umtalsvert.
Dóri mun einhvers staðar hafa lýst því
yfir að hann ætli sér að verða eins og
The Rock og ekki verður af honum tekið
að hann fer vel af stað.
Rokkhljómsveitin Reykjavík! leggur
hönd á plóginn í
réttindabaráttu sam-
kynhneigðra í tilefni af
Gay Pride hátíðinni um
helgina. Sveitin hefur
sett í útvarps-
spilun lagið All
Those Beautiful
Boys en texti
þess er að mestu
saminn af Guðmundi Birgi Halldórssyni
gítarleikara. Guðmundur er að öllum
líkindum eini homminn í íslensku rokki
um þessar mundir. Textinn fjallar um
sjálfsmynd trúhneigðs homma sem
finnst hann settur út í kant af einstreng-
ingslegri túlkun bókstafstrúarmanna á
boðskap Krists. Reykjavík kórónar svo
þetta framlag sitt til Hinsegin daga með
því að koma fram á Lækjartorgssviðinu
á laugardag. Þar lofa piltarnir óvæntum
uppákomum.
F riðrik Weisshappel og félagar hans fagna
nú tveggja ára afmæli
The Laundromat Café
í Kaupmannahöfn. Vel
hefur gengið með
rekstur kaffihússins á
þessum tíma, svo vel
að annað útibú þess
hefur nú verið opnað
á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Eins og
Fréttablaðið greindi frá við opnunina er
nýja kaffihúsið meira fyrir fjölskyldur, er
barnvænna en það fyrra, og grænn litur
er áberandi í hönnum staðarins. Íslend-
ingar búsettir í borginni eru fastagestir
á Laundromat og íslenskir ferðamenn
gera sér margir ferð á staðina tvo. Minna
hefur farið fyrir þessari útrás Íslendinga
í Danaveldi en fjölmiðlarekstri og kaup-
um á stórverslunum. Það dregur ekki
úr Friðriki og hans fólki, þeir eru sagðir
stefna á opnun fleiri kaffihúsa í borginni
innan tíðar. - hdm
Stúlkunni sem Margrét Gauja
Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Sam-
fylkingarinnar, átti í anddyrinu
heima hjá sér fyrir rúmri viku var
gefið nafnið Rósa.
„Ég á mjög kæra vinkonu sem
heitir Elínrós en er kölluð Rósa.
Rósa litla heitir því í höfuðið á
henni enda er þetta rosalega
fallegt nafn,“ segir Margrét
Gauja, stolt af yngri dóttur sinni.
„Kannski á Oddur bróðir minn líka
sinn þátt í nafninu því hann vildi
ekki bekenna nafnið á eldri dóttur
okkar, Björk, og kallaði hana Rósu
hálft ár á eftir. Kannski nafnið
hafi síast inn þá.“
Eins og fram kom í Fréttablað-
inu fyrir skömmu lá Rósu litlu svo
rosalega á að komast í heiminn að
hún fæddist í forstofunni heima
hjá sér. Davíð Arnar Stefánsson,
pabbi Rósu litlu, tók á móti henni
en hann naut dyggrar aðstoðar frá
Neyðarlínunni.
Magrét Gauja segir að Rósa
litla dafni vel. „Hún er alveg yndis-
leg og það gengur allt eins og í
sögu. Annars er Rósa kannski líka
skírð í höfuðið á Rósu Guð-
bjartsdóttur, því
hún á dóttur sem
heitir Margrét.
Það má því
segja að við
séum kvittar,“
segir Margrét
Gauja hlæj-
andi. - kh
Dóttir bæjarfulltrúans skírð Rósa
RÓSA DAVÍÐSDÓTTIR Litla stúlkan dafnar
vel og er alveg yndisleg. Hún er barnabarn
Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns.
MARGRÉT GAUJA
Er búin að jafna
sig eftir þessu
óvenjulegu
fæðingu.
1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2