Tíminn - 05.03.1978, Qupperneq 10

Tíminn - 05.03.1978, Qupperneq 10
Sunnudagur 5. tnarz 1978 10 Tíminn heimsækir Bolunarvík Bolungarvik. Blaðamanni var sagtað jafnan væri mikið um að fólk opinberaði trúlofun sina i byrjun þorra i Bolungarvík. Astæðan er sú,að áþorrablótið fær aðeins gift fólk eða trú- lofað að fara og allar konur mæta þar i Islenskum búningi. 't ’f Háar tekjur og mikil fólksfjölgun Mikill vöxtur 1 bæjarfélaginu og atvinnuleysi óþekkt Ráöhúsið i Bolungarvik. » ■ *■ Mikið kapp var i þessum ungu mönnum og þeir létu kuldann ekkertá sig fá. Mikið er um hús byggingar i bænum og þessi hús hafa öli verið byggð á siðustu árum. Siðasta ár var hagstætt bæði fyrir sveitarfélagið, fyrirtæki og einstaklinga sagði Giiðmundur Kristjánsson, bæjarstjóri i Bolungarvik er blaðamaður Timans leit þar við á dögunum. Héreru tekjur einstaklinga með þvi hæsta á landinu og hér er mikil atvinna og atvinnuleysi óþekkt. Mikill vöxtur hefur verið i bæjarfélaginu hin siðari ár og fólksfjölgun hér mjög mikil. NU eru ibúar Bolungar- vikur 1188 og fjölgaði þeim um 54 á siðasta ári. A siðasta ári var unnið fyrir um 70 millj. kr. i gatnagerð i Bolungarvik. Nú er búið að leggja bundið slitlag á um 70% af gatnakerfi bæjarins og á þessu ári er áformað að ganga frá kantsteinum og gangstéttum þar sem þvi verki er ekki þegar lokið. bað var árið 1975 sem hafizt var handa um lagningu bundins slitlags á göturnar en áður hafði hluti af aðalgötunni i bænum verið steyptur. Nú er heilsugæzlustöð í smiðum i Bolungarvik og sam- kvæmt verksamningum á henni að vera lokið 15. april. betta er 360 fermetra hús. Jafnframt er Bolungarvik aðili að byggingu sjúkrahUssins sem nú er verið að reisa á ísafirði og er fyrir- hugað að langlegusjúklingar liggi þar. Sjúkraskýli er hins vegar rekið i Bolungarvik og hefur svo verið siðan 1955. bar geta nokkrir sjúklingar legið og i framtiðinni á að byggja legu- deild við heilsugæzlustöðina. 1 Bolungarvik er læknir með fastri búsetu og á svo að vera samkvæmt lögum um heilsu- gæzlu. Ráðgert er að byggja ibUðir fyrir aldraða á lóð heilsugæzlu- stöðvarinnar. Óskað hefur verið eftir fyrirgreiðslu frá HUsnæðis- málastjórn til að byggja sex ibúðir fyrir aldraða og er ráðgertaðframkvæmd hefjistá þessu ári. Ekki hefur fram- kvæmdahraði verið ákveðinn en ' von er til að útboðsgögn verði tilbúin i marz. Ákveðið er að i ár verði byrjað á byggingu leikskóla i Bolungarvik og verður sú fram- kvæmd i samvinnu við félaga- samtök i bænum. A siðasta ári var unnin ýmiskonar undir- búningsvinna vegna þessarar byggingar. Leikskóli hefur verið rekinn i gamla barna- skólanum i nokkur ár. bar er rúm fyrir tvisvar sinnum tuttugu börn. A fjárlögum rikisins i ár var varið 77 millj. kr. til hafnar- framkvæmda i Bolungarvik. Aætlað er að byggja 60 mlangan löndunar- og viðlegukant og er hann m.a. hugsaður sem löndunaraðstaða fyrir loðnuflot- ann og skuttogarana. Einnig er nauðsynlegt að dýpka höfnina. Ekki verða hafnarmál Bolvik- inga þó leyst að fullu með þess- ari framkvæmd. Sérstaklega er nauðsynlegt að fá aukið legu- rými fyrir bátana en bátum sem gerðir eru út frá Bolungarvik hefur fjölgað mjög siðari árin, jafnframt þvi sem þeir hafa stækkað. Hins vegar er höfnin i Bolungarvik orðin trygg fyrir bátana en er hins vegar ótrygg fyrir s tærri s kip eins og skutto g- arana. Af öðrum framkvæmdum sem fyrirhugað er að ráðast i á Bolungavik á þessu ári má nefna að ráðgert er að endur- nýja og endurbyggja aðstöðu fyrirbæjarbókasafn.M.a. á þar að koma upp lesstofu. bá er á fjárlögum þriggja milljón kr. fjárveiting til byrjunarfram- kvæmda við iþróttahús. bað á að byggja áfast við sundlaugina sem tekin var i notkun I byrjun árs 1976. Teikningar eru tUbún- ar en enn er óráðið hvenær iþróttahúsið verður fullbúið. Á siðasta ári bárust 39 þúsund lestir af fiski á land i Bolungar- vik. bar af voru tæp 30 þúsund lestir af loðnu. Bolfiskaflinn og rækjuaflinn var svipaður og árið áður, en loðnan var nær þriðjungi meiri en árið 1976. MÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.