Fréttablaðið - 20.08.2006, Side 14

Fréttablaðið - 20.08.2006, Side 14
ÞÓRA KARÍTAS 20. ágúst 2006 SUNNUDAGUR14 Þóra Karítas er með B.A. gráðu í guðfræði og starfaði meðfram náminu við sjónvarps- þætti á SkjáEinum. Nú er hún nýkomin heim úr leiklistarnámi í London en heldur þang- að aftur á næstunni til að reyna fyrir sér í leik- listinni. Sigríður Hjálm- arsdóttir átti samtal við Þóru, þar sem hún segir meðal annars frá ævin- týrum sínum í London. Ég komst að því fyrir tilviljun að ég er með breskt vega-bréf af því að allir þeir sem eru fæddir í Bretlandi fyrir árið 1981 eru sjálfkrafa breskir ríkis- borgarar og ég er einmitt ein þeirra. Eftir þá uppgötvun sagði ég upp vinnunni og sagðist vera farin til London í leiklistarnám. Það hefur verið draumur sem mig hefur alltaf langað til að láta ræt- ast,“ segir Þóra en hún byrjaði á að fara á tungumálanámskeið í Cambridge þar sem hún var hálf- smeyk við enskuna til að byrja með. „Síðan sótti ég um skóla og það gekk sem betur fer bara vel. Þetta var allt saman svo mikil heppni að mér fannst bara eins og þetta væri eitthvað sem ætti að gerast.“ Þóra fékk inngöngu í Webber Douglas Academy of Dramatic Art en þar fer mjög gott orð af íslensk- um nemendum. Meðal þeirra sem lokið hafa námi þaðan eru þekktar leikkonur eins og Þórunn Lárus- dóttir, Þórunn Clausen og Álfrún Örnólfsdóttir. „Nú er því miður búið að loka skólanum en ég var í síðasta árganginum sem var útskrifaður. Það var rosalega skrítið að vera í síðasta hópnum. Við vorum náttúru- lega mjög fá og það var rosalega vel hlúð að okkur. Síðan þegar útskrift- in var þá voru allir saman í partíi,“ segir Þóra og hlær. „Það mátti sjá skólastjórann og alla kennarana dansa uppi á sviði um miðja nótt. Síðan brutumst við inn í leikhúsið aftur af því að við vissum að það átti bara eftir að brjóta hann niður hvort eð var. Þannig að þetta var alveg frábært.“ Opin fyrir öllu Þóra gerir stuttan stans hér á landi því hún fer aftur út í lok mánaðar- ins. Hún útskrifaðist fyrir þremur vikum og ákvað að koma aðeins heim til að draga andann, eins og hún orðar það. „Annars er ég opin fyrir öllu ef einhver hefur skemmtilegt hlutverk handa mér, enda snýst þetta bara um það,“ segir Þóra og bætir við: „Daginn áður en ég fór heim þá höfðu tveir umboðsmenn samband við mig og vildu gera við mig samning. Ég ætla að hitta þá um leið og ég kem út aftur og gera síðan upp við mig hvorn ég vil gera samning við. Mig langar að vera í harkinu í London í einhvern tíma, meðal annars vegna þess að mig langar að búa þar lengur.“ Þóra segist hafa verið ótrúlega heppin með skólafélaga í leiklist- arnáminu. „Við vorum sex stelpur saman í bekk og tengdumst alveg rosalega vel. Fjórar þeirra komu meira að segja með mér hingað til Íslands um verslunarmannahelg- ina í fyrra. Við fórum í Bláa lónið, á hestbak, bak við Seljalandsfoss og að sjálfsögðu á djammið. Þetta var alveg æðisleg ferð hjá okkur. Það er mjög misjafnt hvað bekkir mynda mikil tengsl en minn bekk- ur varð ofboðslega samheldinn. Krakkarnir sögðust meira að segja ætla að sækja mig í þyrlu ef ég festist hér heima,“ segir Þóra brosandi og bætir því við að það sé frábært að eiga svona samfélag þarna úti sem sé eins og lítil fjöl- skylda. Lærði að anda Að sögn Þóru er það ótrúleg þjálf- un að fara í leiklistarnám. „Þegar maður byrjar finnst manni maður ekki kunna neitt af því það er byrj- að á að kenna manni alla hluti upp á nýtt. Okkur var kennt að labba upp á nýtt, tala og meira að segja að anda, sem við töldum okkur nú kunna nokkuð vel. Það var reynd- ar dálítil glíma til að byrja með að ná enskunni almennilega þar sem hún er náttúrulega ekki mitt fyrsta tungumál.“ Eitt af því sem nemendurnir þurftu að læra var sviðsbardagi með æfingasverðum. „Ég átti að taka próf í því ásamt vini mínum sem hafði fótbrotnað og þess vegna frestaðist alltaf prófið hjá okkur. Við ákváðum síðan að hitt- ast bara utan skólans til að æfa okkur og fórum í almenningsgarð skammt frá heimili hans. Atriðið sem við áttum að æfa var úr mynd- inni War of the Roses. Atriðið var með hjónaerjum og bardaga milli hjónanna. Við vorum náttúrlega ægilega metnaðargjörn við æfing- arnar og börðumst eins og ljón með æfingasverðunum okkar í garðinum. Síðan tókum við okkur pásu, lögðumst í grasið og duttum í djúpar samræður. Þegar við litum upp úr samræðunum sáum við fimm vopnaða lögreglumenn með tvo lögguhunda, standandi yfir okkur. Þeir höfðu fengið útkall í garðinn vegna árásar á unga konu. Þarna lágum við með sverð- in okkar og máttum gjöra svo vel að útskýra fyrir þeim að þetta væri nú ekki alvöru bardagi held- ur værum við að æfa okkur fyrir próf í leiklist. Það fór svo þannig á endanum að þeir trúðu okkur enda sáu þeir að við vorum ekkert með alvöru sverð. Við sáum að við værum alveg örugglega tilbúin fyrir prófið fyrst þetta var svona sannfærandi hjá okkur,“ segir Þóra og hlær að þessarri fárán- legu uppákomu. Vingaðist við betlara Þóra Karítas lærði guðfræði í Háskóla Íslands áður en hún hélt út í leiklistina og má velta því fyrir sér hvort þessi tvö áhuga- svið eigi eitthvað sammerkt. „Það má segja að það hafi verið af nákvæmlega sama áhuga sem ég fór í guðfræðina og leiklistina,“ útskýrir Þóra. „Það er vegna þess að það sem heillar mig er glíman við lífið. Mannlegur áhugi. Ég lendi oft í því þegar ég sit á kaffi- húsi eins og núna að ég fæ rosa- legan áhuga á einhverri ákveðinni manneskju sem ég sé og langar bara alveg rosalega að kynnast henni. Meira að segja langar mig jafnvel til að prófa að vera hún. Þar má segja að leiklistin komi inn í þetta.“ Vegna þessa mikla áhuga á fólki segir Þóra að það hafi veitt henni gríðarlegan innblástur að koma til London því þar er svo ótrúlegt litróf af fólki og margt sem ekki sést hér á landi. „Fyrsta manneskjan sem heillaði mig sér- staklega í Notting Hill var betlari sem sat alltaf á sama stað í hverf- inu. Smám saman fór ég aðeins að kynnast honum því ég spjallaði svo oft við hann þegar ég labbaði framhjá honum. Þá kom í ljós að hann átti sér alveg stórmerkilega sögu. Hann hafði búið í stóru húsi í Notting Hill, sem er eitt ríkasta hverfið í London. Þegar konan hans féll síðan frá þá tókst honum ekki að höndla sorgina betur en svo að hann er búinn að missa aleiguna og býr núna á götunni í poka, eða eitthvað. Hann hafði verið þekktur ballettdansari og dansað í öllum stærstu leikhúsun- um í London. Ég leitaði meira að segja stundum til hans þegar ég var stressuð fyrir einhverjar sýn- ingar í skólanum því hann var svo rosalega sviðsvanur að hann gat leiðbeint mér með það hvernig ég ætti að ná að slaka á fyrir sýning- arnar. Fólk kemur manni svo oft á óvart þegar maður fer að spjalla við það og á sér jafnvel hina ótrú- legustu sögu.“ Fjölbreytt áhugasvið Þóra segir drauminn í dag vera að rækta með sér það sem hún hefur verið að byggja upp síðustu tvö árin. „Það væri frábært að komast í þá aðstöðu að geta tekið að mér fjölbreytt og spennandi verkefni. Ég hef bæði áhuga á að vera í kvik- myndum og á leiksviði en líka að skrifa, sem ég held að bjargi mér dálítið af því maður veit aldrei hvað gerist í þessu fagi. Kannski koma sex mánuðir þar sem ekkert er að gera og síðan aðrir tímar þar sem úr nógu er að moða. Það er kannski ein ástæðan fyrir því að það tók mig svo langan tíma að ákveða að ég vildi gera þetta af því að ég vildi vera viss um hvað ég væri að fara út í. Maður veit aldrei hvað gerist í lífinu og núna held ég að það gildi mest að vera opin fyrir öllu. Kannski kem ég bara til með að búa á mörgum stöðum í framtíðinni enda er heim- urinn orðinn svo lítill að það er ekkert svo mikið mál. ■ Glíman við lífið heillar „Þegar við litum upp úr samræðunum sáum við fimm vopnaða lögreglumenn með tvo lögguhunda, standandi yfir okkur.“ Útskrifaður leikari frá Webber Douglas Academy of Dramatic Art. B.A. í guðfræði frá Háskóla Íslands. Stúdent úr stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík. Hjartsláttur á ferð og flugi. Hjartsláttur í strætó. Hjartsláttur. Háskólaþátturinn Pensúm. Skrifta í kvikmyndinni Kaldaljós. FJALLKONAN FRÍÐ Þóra var fengin til að vera fjallkona á 17. júní hátíðahöldunum í sumar og var hæstánægð með hlutverkið. KOM HEIM TIL AÐ ANDA Það eru þrjár vikur síðan Þóra útskrifaðist úr leiklistinni í London og ákvað að koma heim í nokkra daga til að ná andanum eftir stíft nám. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HJARTSLÁTTUR Stöllurnar Þóra Karítas og Maríkó Margrét sáu um þáttinn Hjartslátt tvo vetur í röð á SkjáEinum. Fyrst var Hjartsláttur í strætó og síðan Hjartsláttur á ferð og flugi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.