Fréttablaðið - 20.08.2006, Side 16
Óróleg sambúð jarðhita og íss í megineldstöðinni í Kverkfjöllum hefur, sam-
kvæmt jarðvísindalegum rann-
sóknum jarðfræðinganna Kristj-
áns Sæmundssonar og Hauks
Jóhannessonar á framkvæmda-
svæðinu við Kárahnjúka, haft
áhrif á sprungumyndun og jarð-
hreyfingar á svæðinu.
Kristján og Haukur rannsök-
uðu jarðfræði framkvæmdasvæð-
isins í júlí og ágúst í fyrra, og kom-
ust að því að misgengi og sprungur
liggja nær framkvæmdasvæðinu
en áður var talið. Fyrri rannsóknir
bentu til þess að sprungubelti lægi
tólf kílómetrum vestan við Kára-
hnjúkastíflu, en rannsókn Kristj-
áns og Hauks þykir sýna ótvírætt
að misgengi og sprungur liggja í
gegnum framkvæmdasvæðið við
Kárahnjúka, eins og sýnt var
myndrænt í öðrum hluta þessarar
umfjöllunar 13. ágúst síðastliðinn.
Áhrif Kverkfjalla
Raunvísindamenn hafa deilt um
alvarleika niðurstaðna rannsókn-
anna á síðum Fréttablaðsins, og
hafa jarðvísindamennirnir Har-
aldur Sigurðsson og Grímur
Björnsson sagt nauðsynlegt að
nýtt áhættumat óháðra aðila fari
fram á framkvæmdasvæðinu.
Talsmaður Landsvirkjunar, Sig-
urður Arnalds, hefur sagt Lands-
virkjun hafa brugðist við niður-
stöðum skýrslunnar með
aðgerðum sem miðuðu að því að
styrkja stoðir virkjunarinnar og
auka öryggi.
Óvíða á Íslandi eru andstæður
jarðhita og kulda jafn fagurlega
skreyttar og á svæði Kverkfjalla,
en hundruð ferðamanna sækja
þau heim árlega. Efasemdir þeirra
sem óttast jarðfræðilegar aðstæð-
ur á Kárahnjúkasvæðinu byggja
öðru fremur á áhrifum megineld-
stöðvarinnar í Kverkfjöllum á
jarðsprungur á svæðinu við Kára-
hnjúka. Þessi vinsæli og fagri
ferðamannastaður er að þessu
leyti talinn ógnvekjandi af sumum
og gæti mögulega haft áhrif á
jarðhreyfingar á framkvæmda-
svæðinu, segja þeir sem efasemd-
ir hafa um stíflustæðið.
Kverkfjöll hluti af heildarmynd
— mat á framkvæmdasvæðum
En umræða raunvísindamanna,
sem meðal annars hefur farið
fram á síðum Fréttablaðsins, um
grundvallargildi og starfsreglur
athugana á framkvæmdasvæðum,
hefur enn ekki verið til lykta
leidd.
Á vísindamönnum hvílir sú
skylda að leiða umræðu um skýr-
ar starfsreglur athugana í tengsl-
um við opinberar framkvæmdir
til lykta. Athugasemdir og við-
brögð við þeim, sem Fréttablaðið
hefur gert grein fyrir, benda til
þess að enn séu óvissuþættir of
margir.
Vísindaleg gildi í hávegum höfð?
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, gerði grein fyrir
sjónarmiði Landsvirkjunar er
varðaði viðhorf til vinnu við mats-
skýrslu á framkvæmdasvæðinu, í
sjónvarpsviðtali á Stöð 2 þann 5.
nóvember 2002. Þar kom hann inn
á grundvallargildi vísinda. „Þá
síðan kemur að því, og þetta er
kjarni málsins, að setja upp mats-
skýrsluna sjálfa, þá er hún auðvit-
að unnin af framkvæmdaaðila eða
þeim sem framkvæmdaaðili felur
verkið. Og þá auðvitað stillir hann
upp málinu með þeim hætti sem
hann telur eðlilegt og þetta er allt
sent skipulagsstjóra ... Fram-
kvæmdaaðilinn býr til einkunn-
irnar,“ sagði Friðrik.
Ekki verður með ábyrgum hætti
framhjá því horft, að vísindamenn
sem vinna að rannsóknum á fram-
kvæmdasvæðum mannvirkja sem
fjármagnaðar eru með opinberu
fé, geta með skýrum rökum talið
þessi orð Friðriks stríða í grund-
vallaratriðum gegn meginstoð hug-
sjóna að baki vísindastarfi. Það er,
frelsi til að meta aðstæður á grund-
velli viðurkenndra starfsaðferða,
en ekki hvata kostunaraðila rann-
sóknanna. Ekki er úr vegi að álykta
sem svo, að einungis þannig sé
mögulegt að komast að niðurstöðu
sem telst með sanni vísindalega
viðurkennd. Með einföldum orðum
þá á ekki að vera hægt að kaupa til-
teknar niðurstöður rannsókna,
heldur verða þær alltaf að vera
rökrétt afleiðing af rannsókna-
vinnu. Á þeim forsendum getur
það talist umdeilanlegt að fram-
kvæmdaaðili skuli stilla „upp mál-
inu með þeim hætti sem hann telur
eðlilegt“.
Jarðvísindamenn þurfa að tak-
ast á við það mikilvæga verkefni
að rannsaka ítarlega svæðið
umhverfis Vatnajökul, eins og
Magnús Tumi Guðmundsson bend-
ir á í viðtali við Fréttablaðið. Hröð
bráðnun Vatnajökuls, sem er ekki
ólíkleg, getur haft afgerandi áhrif
á eld- og skjálftavirkni, sem óhjá-
kvæmilega getur haft áhrif á
mannvirki á svæðinu. Megineld-
stöðvar, þar með talin Kverkfjöll,
geta orðið virkari við þessar breyt-
ingar, eftir því sem Magnús Tumi
greinir frá, og það hlýtur að vera
verðugt viðfangsefni að rann-
saka.
20. ágúst 2006 SUNNUDAGUR16
OPIÐ:
Í DAG 10.00 - 13.00
OG 20.00 - ?
Kverkfjallaeldstöð — stafar ógn af henni?
KVERKFJÖLL Á myndinni sést greinilega virkt jarðhitasvæði Kverkfjalla en þar eru andstæðurnar hiti og kuldi augljósar. Í fjarska sést glitta í
Kárahnjúka. FRÉTTABLAÐIÐ/RAGNARTH
Rannsóknir á framkvæmdasvæðinu við Kára-
hnjúka sýna ótvírætt að Kverkfjallaeldstöðin hafi
áhrif á sprungumyndun og misgengi á fram-
kvæmdasvæðinu. Í þriðju greininni um niðurstöð-
ur jarðvísindalegra rannsókna á svæðinu skoðar
Magnús Halldórsson Kverkfjallaeldstöðina og gildi
vísindalegra rannsókna.
Magnús Tumi Guðmundsson, jarð-
eðlisfræðingur og dósent í jarðfræði
við Háskóla Íslands
„Kverkfjöll eru ein af stóru megin-
eldstöðvunum á Íslandi. Aðrar stórar
megineldstöðvar eru til dæmis Askja
í Dyngjufjöllum, Katla í Mýrdalsjökli,
Torfajökulssvæðið, Hekla og Grímsvötn.
Á þessum stöðum hefur gosið ótal
sinnum yfir tímabil sem gæti verið yfir
hundruð þúsundir ára. Kverkfjöll eru
hluti af eldstöðvakerfi. Einn hluti þess er
sjálf megineldstöðin, sem oft getur verið
fimmtán til tuttugu kílómetrar í þvermál,
og síðan sprungusveimar sem ganga út
frá eldstöðinni.
Í tilfelli Kverkfjalla er þessi sprungu-
sveimur mjög langur til norðurs.
Nýjustu rannsóknir, sem m.a. hefur verið
fjallað um í Fréttablaðinu, sýna að þessi
sprungusveimur teygja sig inn á fram-
kvæmdasvæðið við Kárahnjúka. Í Kverk-
fjöllum er mjög mikill jarðhiti, en svæðið
er eitt mesta jarðhitasvæði Íslands. Hins
vegar er ekki staðfest að gosið hafi í Kverk-
fjöllum á sögulegum tíma. Á tuttugustu
öld er ólíklegt að raunveruleg eldgos hafi
orðið í Kverkfjöllum.
Árið 1929 sást strókur við norðurjaðar
Vatnajökuls, sem menn héldu að hefði átt
upptök í Kverkfjöllum en það er líklegra
að gosið hafi verið sunnan Öskju. Á fjórða
áratugnum hefur lagst gjóskulag yfir nokk-
urt svæði í Kverkfjöllum. Hvort að það er
merki um eldgos í Kverkfjöllum, gjóskulag
frá Grímsvötnum 1934 eða mikið áfok
er ekki vitað. Árið 1959 varð töluvert
umrót á svæðinu og Gengissigið varð til í
núverandi mynd., Því fylgdi sprengivirkni
en miðað við þau ummerki sem fundust
er sennilegt að þarna hafi orðið öflugar
gufusprengingar, en óvíst að kvika hafi
komið við sögu. Síðan hefur ekki mikið
gerst í Kverkfjöllum.
Gufustrókar sáust vel úr flugvél 1968
og komust í blöð, en slíkir gufustrókar
eru algengir og ekki er vitað til þess að
umbrot af neinu tagi hafi fylgt gufu-
virkninni 1968 og það er engin ástæða
til þess að tengja hana eldgosi, því að
eldgos í jökli skilur eftir sig ummerki.
Slíku gosi fylgir jökulhlaup og ekkert slíkt
hlaup varð. Eldgos sem ekki verður undir
jökli skilur eftir sig hraun eða gjósku og
engin slík ummerki fundust. Þá hafa
engin öskulög frá því eftir landnám með
vissu verið rakin til Kverkfjalla. Þau gos
sem menn héldu áður að hefðu orðið
í Kverkfjöllum, hafa reynst eiga upptök
sín vestar, meðal annars í Dyngjuhálsi
og vestarlega í Dyngjujökli. Staðreyndin
er því sú að eldgosasaga Kverkfjalla, yfir
sögulegan tíma, hefur rýrnað mjög eftir
því sem rannsóknum hefur fleygt fram en
það er einkum Guðrún Larsen sem hefur
sinnt þeim rannsóknum. Fyrir landnám
urðu hins vegar eldgos í Kverkfjöllum og
þaðan hafa komið veruleg jökulhlaup á
síðustu árþúsundum. Nýlegar rannsóknir
sýna að það hafa komið endurtekin
jökulhlaup úr Kverkfjöllum en tímasetn-
ing þeirra liggur ekki nákvæmlega fyrir.
Þessi hlaup hafa farið í Jökulsá á Fjöllum.
Í Jökulsá á Fjöllum koma hlaup vegna
eldgosa í Kverkfjöllum og vegna eldvirkni
í Bárðarbungukerfinu. Þess vegna er hún
ein mesta jökulhlaupaá landsins þó
Skeiðará hlaupi vissulega mun
oftar vegna tengsla við
Grímsvötn.
Íssjármælingar
sem unnar hafa verið á
síðustu tuttugu árum
af raunvísindastofnun
Háskóla Íslands og Lands-
virkjun leiddu í ljós hvernig
landslagið er háttað undir
norðanverðum Vatnajökli,
þar á meðal við Kerkfjöll.
Það er staðfest að í
Kverkfjöllum eru tvær
öskjur. Meginaskjan
virðist vera sú syðri,
en hún er nánast
alveg undir jökli.
Frá Kverkfjöllum
teygja sig hryggir til
suðvesturs og svo
er langt hryggjakerfi
sem teygir sig frá
Kverkfjöllum beint
í suður í áttina til
Esjufjalla. Það virðist
sem þarna sé hnykkur á gosbeltinu til
suðurs. Hversu gamlir þessir hryggir eru, er
ekki vitað. En í mesta lagi eru þeir nokkur
hundruð þúsund ára gamlir, ef til vill miklu
yngri. En hvort þarna hefur gosið eftir að
ísöld lauk fyrir 10 þúsund árum vitum við
ekki. Hvernig sem litið er á málin með
Kárahnjúkavirkjun þá eru líkurnar á því
að eldvirkni trufli þá virkjun miklu minni
heldur en til dæmis virkjanir á Þjórsárs-
væðinu. Af framangreindu verður þó að
draga þá ályktun að svæðið milli Esjufjalla
og Kverkfjalla tilheyri virka gosbeltinu en
vatnasvið Jökulsár á Dal nær þangað.
Það er því ekki rétt ef sagt er að
Jökulsá á Dal sé alfarið utan eldvirkra
svæða.
Eitt atriði varðandi jarðfræðina, sem
ekki snertir sérstaklega Kárahnjúkavirkjun
en gæti haft áhrif á virkjanir, eru hugsan-
leg áhrif þess ef Vatnajökull bráðnar hratt
vegna loftslagsbreytinga. Það er mögulegt
að við það að jökulfarginu léttir af landinu
aukist eldvirknin verulega. Þá gætu orðið
gos utan helstu megineldstöðva, auk mik-
illa gosa í þeim sjálfum. Þetta er eitthvað
sem mögulega gæti gerst á næstu 100 til
200 árum. Einnig geta fargbreytingar sem
þessar framkallað stóra jarðskjálfta. Það
væri skynsamlegt að skoða betur þessa
þætti í framtíðinni, varðandi framkvæmd-
ir á svæðum í kringum Vatnajökul.
Eðlilegast væri að taka rannsóknir á þess
háttar breytingum inn í áhættu-
mat vegna virkjana og
annarra mannavirkja
á áhrifasvæðum
Vatnajökuls.“
Vatnajökulll verði rannsakaður nánar
MAGNÚS TUMI
GUÐMUNDSSON
Telur rannsóknir
á jarðfræðiþátt-
unum umhverf-
is Vatnajökul
mikilvægar í
framtíðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
FRAMKVÆMDASVÆÐIÐ Kárahnjúkar og nágrenni, áður en framkvæmdir hófust á svæð-
inu, sjást vel á þessari mynd. Hálslón fer yfir stóran hluta landsvæðisins.
FRÉTTABLAÐIÐ/RAGNARTH