Fréttablaðið - 20.08.2006, Side 25
ATVINNA
SUNNUDAGUR 20. ágúst 2006 5
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
A
LC
3
37
87
08
/2
00
6
Búðareyri 3
730 Reyðarfjörður
Sími 470 7700
www.alcoa.is
Þitt tækifæri
100 ný og vel launuð störf
Umsækjendur eru
vinsamlega beðnir að sækja
um störfin á heimasíðu IMG
Mannafls-Liðsauka,
www.mannafl.is og láta
ferilskrá fylgja með.
Frekari upplýsingar fást á
www.alcoa.is og hjá
Sigurlaugu Þorsteinsdóttur
(sigurlaug@img.is) og Helgu
S. Guðmundsdóttur
(helgas@img.is) hjá IMG
Mannafli-Liðsauka.
Almennar kröfur
sem gerðar eru
til allra starfsmanna:
•Færni í mannlegum
samskiptum
•Vilji til að starfa í teymum
með jafningjum
•Jákvæðni og virðing fyrir
öðrum
•Vilji til að leita stöðugra
endurbóta
•Frumkvæði og sjálfstæði
í vinnubrögðum
•Vilji til að takast á við
fjölbreytt og krefjandi
verkefni
Við leitum að góðu fólki í fjölbreytt framleiðslustörf sem felast meðal annars í stjórnun
framleiðslutækja, framleiðslukerfa og farartækja. Unnið er samkvæmt verkferlum í teymum
á mismunandi vinnustöðvum. Framleiðslustarfsmenn munu jafnframt vinna við ýmis konar
stoðferli. Unnið verður á vöktum þegar álframleiðsla hefst.
Þegar framleiðslustarfsmaður hefur fengið þjálfun og vottun til að vinna sjálfstætt á tilskildum
fjölda starfsstöðva eru viðmiðunarlaun yfir árið um 4.032.258 kr. fyrir fullt starf í vaktavinnu.
Viðkomandi þurfa að geta hafið störf í október 2006 eða síðar.
Umsóknarfrestur er til og með 3. september.
Störfin henta jafnt konum sem körlum
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá Alcoa Fjarðaáli.
Starfsumhverfi er hannað þannig að öll störf henta jafnt báðum kynjum og stefnt er að
góðri aldursdreifingu starfsmanna.
Framleiðslustarfsmenn: 4.032.258 kr. í árslaun
Nánari upplýsingar um launakjör á heimasíðu Alcoa Fjarðaáls, www.alcoa.is – undir starfsmannamál.
Fossaleynir 17 (Grafarvogi), 112 Reykjavík
www.studlar.is mru@studlar.is
Viljum ráða starfsmenn á
meðferðardeild Stuðla.
Vilt þú taka þátt í krefjandi og spennandi starfi með
unglingum?
Starfið felst í beinni meðferðarvinnu og tómstundastarfi
og einstaklingsbundnum stuðningi við unglingana í
meðferð í samvinnu deildarstjóra, og sálfræðinga. Nýir
starfsmenn fá fræðslu og stuðning til að takast á við
starfið.
Menntunar- og hæfniskröfur. Við erum að leita að fólki
sem hefur reynslu af vinnu með unglinga t.d. í tómstun-
dastarfi eða íþróttastarfi eða hafi aðra þá starfsreynslu
eða menntun sem að mati forstöðumanns nýtist í starfi.
Umsækjendur þurfa að hafa hæfni í mannlegum sam-
skiptum og áhuga á meðferðarstörfum. Þeir þurfa að
vera stundvísir, geta farið eftir verklagsreglum og jafn-
framt sýnt frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Um
er að ræða vaktavinnu.
Með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun
og fyrri störf ásamt sakavottorði. Laun skv.
kjarasamningum opinberra starfsmanna. Öllum
umsóknum verður svarað að ráðningum loknum.
Umsóknir berast til Stuðla – Meðferðarstöðvar
ríkisins fyrir unglinga, Fossaleyni 17, 112 Reykjavík
eigi síðar en 3. september n.k.
Nánari upplýsingar veita forstöðumaður, yfirsálfræðingur
og deildarstjóri meðferðardeildar og í síma
530-8800.
Forstöðumaður.
Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is
Framtíðarstörf hjá Norðuráli
Hvaða kröfur gerum við?
● Sveinspróf í vélvirkjun
● Góð samskiptahæfni, geta til að vinna
sjálfstætt og starfsáhugi
● Reynsla af vinnu í iðnaðarumhverfi eða
við sambærileg störf er æskileg
Hvað veitum við?
● Góður aðbúnaður hjá fyrirtæki
í stöðugri sókn
● Kraftmikill og góður hópur samstarfsfólks
● Starfsþjálfun og símenntun
● Atvinnuöryggi, traustar tekjur og laun
að hluta árangurstengd
Umsókn
Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir
4. september n.k. Þú getur sótt um á vef
fyrirtækisins, www.nordural.is, sent umsókn
þína á netfangið umsókn@nordural.is eða
póstlagt umsóknina, merkta: Atvinna.
Við förum með umsókn þína sem trúnaðarmál.
Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veita Rakel Heiðmarsdóttir
framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, og
Lárus Hjaltested, vaktstjóri á rafgreiningasviði
í síma 430 1000.
Vegna stækkunar Norðuráls óskum við eftir að ráða vélvirkja
til starfa í vaktavinnu. Um framtíðarstörf er að ræða og æskilegt
er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Um þessar mundir er unnið að stækkun Norðuráls sem felur í sér að framleiðslugeta
álversins verður aukin í 260.000 tonn á næsta ári. Hjá okkur starfar fjöldi
iðnaðarmanna sem sinna eftirliti og viðhaldi á búnaði í öllum deildum. Áhersla er
lögð á jafnan rétt kvenna og karla til starfa.
VÉLVIRKJAR