Fréttablaðið - 20.08.2006, Side 66

Fréttablaðið - 20.08.2006, Side 66
 20. ágúst 2006 SUNNUDAGUR26 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST HLAUPARAR! TIL HAMINGJU MEÐ ÁRANGURINN Í REYKJAVÍKUR- MARAÞONI GLITNIS. ÞÖKKUM FRÁBÆRA ÞÁTTTÖKU OG SJÁUMST Á NÆSTA ÁRI! Starfsfólk Íþróttabandalags Reykjavíkur > Bók vikunnar Plötusnúður Rauða hersins eftir rússneska rithöfundinn Wladimir Kam- iner. Ekki hefðbundin þroskasaga en einstök tíðarandafrásögn. Nú haustar að Einhverja nóttina koma skógarþrestirnir að tína reyniber af trjánum áður en þeir leggja í langferðina yfir hafið, en það eru ekki þeir sem koma með haustið það gera lítil börn með skólatöskur. Úr ljóðabókinni Laufið á trjánum eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur sem kom út hjá Heimskringlu árið 1960. Skapandi endurvinnslu kvik- myndaiðnaðarins á skáldverkum linnir vart og bíógestir eiga nú von á að sjá óbermi á borð við Jean-Baptiste Grenouille úr Ilminum eftir Patrick Süskind og hinn lánlausa Lionel Essrog úr skáldsögu Jonathans Lethem, Motherless Brooklyn, á hvíta tjaldinu. Þýski leikstjórinn Tom Tykwer sem er máski þekktast- ur fyrir mynd sína Lola rennt, leikstýrir Ilminum og skartar hún stjörnufans - þar á meðal Dustin Hoffmann og Alan Rickman. Leikarinn Edward Norton mun hins vegar vera bæði leikstjóri, handritshöfundur og aðalleikari Motherless Brooklyn. Einnig er búið er að sverma fyrir sögu Paulo Coelho, Ellefu mínútum en nýlega var hætt við gerð myndar eftir frægustu sögu hans, Alkemistanum, sem stórleikarinn Laurence Fishburne ætlaði að stýra. Ástardoðranturinn The History of Love eftir Nicole Krauss hefur líka verið kenndur við kvikmyndamóg- úla þó ekki sé það staðfest en sagan Extremely Loud and Incredibly Close eftir Jonathan Safran Foer, eiginmann Krauss, hefur líka verið seld í hendur framleiðenda og er handritshöfundurinn Eric Roth bendlaður við það verkefni en hann hefur meðal annars skrifað handrit að stómyndun- um Forrest Gump, The Insider og Munich. Bókmenntunum tjaldað menning@frettabladid.is METSÖLULISTINN KILJUR 1 FLUGDREKAHLAUPARINN KHALED HOSSEINI 2 VETRARBORGIN ARNALDUR INDRIÐASON 3 SKREFI Á EFTIR HENNING MANKELL 4 LEYNDARDÓMUR BÝFLUGNANNA SUE MONK KIDD 5 VERONIKA ÁKVEÐUR AÐ DEYJA PAULO COELHO 6 SKUGGI VINDSINS CARLOS RUIZ ZAFÓN 7 TÍMI NORNARINNAR ÁRNI ÞÓRARINSSON 8 ÞRIÐJA TÁKNIÐ YRSA SIGURÐARDÓTTIR 9 NAFN RÓSARINNAR UMBERTO ECO 10 4. JÚLÍ JAMES PATTERSON Listinn er gerður út frá sölu dagana 09.08.06 - 15.08.06 í Pennanum Eymunds- son og Bókabúð Máls og menningar. Gítarleikar- inn Símon H. Ívarsson leik- ur á næstsíð- ustu Stofutón- leikum sumarsins á Gljúfrasteini í dag kl. 16. Símon leikur blóðheita og suðræna tóna, ættaða frá Andalús- íu á Spáni. Verkin á efnisskránni eru eftir nokkur af helstu tón- skáldum Spánverja, þá Gaspar Sanz, E. Granados, Manual de Falla og Isack Albeniz. Símon hefur leikið inn á nokkr- ar hljómplötur, þar á meðal plöt- una „Glíman við Glám“ þar sem hann lék tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson en platan var til- nefnd til Íslensku tónlistarverð- launanna sem plata ársins 2004. Gítarmúsík á Gljúfrasteini SÍMON H. ÍVARSSON Breska stríðsljóðskáldið Robert Graves er þekktast á Íslandi fyrir sögulegu skáldsöguna Ég, Kládíus. Hann eyddi drjúgum hluta ævi sinnar í fjallaþorpinu Deia á Mæjorka og nú geta aðdáendur hans sem leggja leið sína þangað skoðað heimili hans sem hefur ver- ið breytt í safn. Tomas Graves er yngsti sonur skáldsins og býr í nágrenni við hús föður síns. „Ég fæddist í Palma og ólst upp í Deia en var sendur í nám til Englands. Ég lít samt miklu frekar á mig sem Mæjorkabúa en Englending. Mæjorka er mitt heimaland og ég bý til skiptis í Deia og í Palma. Ég fer sjaldan til Englands enda þarf ég þess ekki vegna þess að það koma allir hingað,“ segir Tomas. Börn skáldsins hafa unnið náið að opnun Graves-safnsins með bæj- aryfirvöldum í Deia en bæjar- stjórninni var mjög annt um að opna húsið almenningi enda eru eyjaskeggjar ákaflega stoltir af því nafntogaða fólki sem hefur kosið að setjast að á Mæjorka og nægir í því sambandi að nefna að þeir líta á kvikmyndaleikarann Michael Douglas sem sinn helsta sendiherra en hann hefur um ára- tugabil átt hús á afviknum stað á milli fjallaþorpanna Valldemossa og Deia. Sótti gull í greipar Rómarkeisara Graves skrifaði Ég, Kládíus í Deia og bókin kom út árið 1934. „Faðir minn var ekki stoltur af bókinni enda leit hann alltaf fyrst og fremst á sig sem ljóðskáld. Hann skrifaði hana til þess að borga fyrir byggingu þessa húss. Kládíus var því bara skrifaður fyrir pen- ingana og hann gaf vel af sér. Bókin naut til dæmis mikilla vin- sælda á Spáni. Ég held að Kládíus hafi höfðað til Spánverja vegna þess að söguþráðurinn féll að vissu leyti að stjórnmálaástandinu á Spáni og það má skoða Juan Carlos Spánarkonung og valda- bröltið í kringum hann sem ákveðna hliðstæðu Kládíusar keis- ara. Þá byggði pabbi líka persón- urnar á eyjarskeggjum þannig að þær hafa ýmis spænsk einkenni.“ Sjónvarpsþættirnir sem byggðu á sögunni komu út árið 1976 og nautu meðal annars mikilla vin- sælda á Íslandi og þjóðin saup hveljur yfir sukksömu líferni Rómarkeisarana þegar Ríkissjón- varpið sýndi þættina. „Fjölskyld- an græddi nú ekki mikið á þáttun- um þar sem pabbi hafði selt sjónvarpsréttinn áður en þættirn- ir fóru í framleiðslu.“ Í útlegð á Mæjorka „Faðir minn flutti frá Englandi og settist að í Deia árið 1929 meðal annars til þess að flýja kjaftasög- ur sem fóru á kreik eftir að það komst upp að hann átti í ástarsam- bandi við skáldkonuna Lauru Riding,“ segir Tomas um búferlafutning föður síns. „Þetta var mjög erfitt mál sem tók mikið á föður minn, eiginkonu hans og ástkonuna sem reyndi að fyrirfara sér með því að stökkva út um glugga. Faðir minn skildi við eig- inkonu sína og fór af landi brott með Lauru sem vildi fá frið og ró.“ Graves barðist í fyrri heimsstyrj- öldinni þar sem hann særðist alvarlega og náði sér aldrei að fullu og þekktustu ljóð hans eru byggð á biturri stríðsreynslunni. „Hann gerði svo upp við stríðið, spillingu innan hersins og enskt samfélag sem hann hafði fengið sig fullsaddan af í endurminning- um sínum Goodbye to all that. Bókin vakti hörð viðbrögð og kost- aði hann marga vini en hann fór af landi brott áður en hún kom út og það má segja að með bókinni hafi hann kvatt England.“ Tomas segir að lungnaskaði sem faðir hans varð fyrir í stríðinu hafi orðið til þess að hann þurfti að setjast að í heitu loftslagi. „Hann setti stefnuna á Norður-Spán en kom við í Frakklandi á leiðinni og þar benti Gertrude Stein honum á að Mæjorka væri miklu heppilegri staður fyrir hann ef hann gæti þolað fásinnið og þar sem fásinni var einmitt það sem hann var að sækjast eftir settist hann að hér í Deia.“ Graves þurfti að yfirgefa Mæjorka árið 1936 þegar borgarastyrjöldin braust út á Spáni og hann átti ekki afturkvæmt fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. Hann hafði þá skilið við Lauru og tekið saman við Beryl Hodge, móður Tomasar. Í fótspor föðurins Robert Graves hélt sig að mestu á Mæjorka eftir að hann sneri aftur að stríðinu loknu enda taldi hann sig ekki hafa mikið að sækja til föðurlandsins. Hann var níutíu ára þegar hann lést í Deia árið 1985 og liggur grafinn við hlið Beryl í litlum kirkjugarði í hæð- unum yfir þorpinu. Tomas hefur fetað í fótspor föður síns, hefur gefið út þrjár skáld- sögur og lifir rólegu lífi á Mæjorka þar sem hann skrifar, málar og semur tónlist. thorarinn@frettabladid.is Húsið sem Kládíus byggði HÚS SKÁLDSINS Bæjarbúar eru rígmontnir af Robert Graves sem eyddi drjúgum hluta ævi sinnar í Deia og hafa nú gert hús hans að safni en afkomendur skáldsins lögðu áherslu á að gengið yrði frá húsinu eins og rithöfundurinn skildi við það. TOMAS GRAVES Fæddist á Mæjorka og ólst upp í húsinu sem faðir hans byggði fyrir pen- ingana sem sögulega skáldsagan Ég, Kládíus aflaði honum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.