Fréttablaðið - 20.08.2006, Síða 69

Fréttablaðið - 20.08.2006, Síða 69
Á toppnum í 22 vikur Andri Snær Magnason Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason hefur setið óslitið á toppi metsölulista PE frá útkomu í mars. 7. prentun er komin í verslanir og hefur bókin þá verið prentuð í 14 þúsund eintökum. edda.is „Þessi bók á erindi við okkur öll á Íslandi, hvaða skoðun sem við kunnum að hafa á því hvernig atvinnuvegum okkar skal háttað. Draumalandið hans Andra Snæs vekur til umhugsunar með því að segja okkur ýmislegt sem við vissum ekki og höfum því ekki haft tök á að hugleiða og ræða opinskátt.“ – Vigdís Finnbogadóttir „Allt það sem stjórnvöld vildu að þú fengir ekki vita, færðu að vita í þessari bók. “ – Bubbi Morthens „XXXX - Snilld! “ – Dr. Gunni (this.is/drgunni) „Sjaldan hef ég lesið bók sem hefur snert mig jafn sterkt. Hún er vel skrifuð, full af fróðleik, en jafnframt magnaðri kímni. “ – Þorkell Sigurlaugsson, Viðskiptablaðið FRÉTTIR AF FÓLKI Ungstirnið Christina Aguilera hefur ákveðið að héðan af vilji hún vera kölluð „Baby Jane“. Söngkonan hefur skipt snarlega um ímynd, sagt skilið við leðurfötin og líkamslokka sem áður voru hennar ær og kýr, og tekið upp alvarlegra yfirbragð sem minnir helst á sjötta áratug síðustu aldar. Áður vildi Christina vera kölluð „Xtina“ en söngkonan telur gamla viðurnefnið ekki henta fyrir nýju plötuna sína. Enfremur leggur Christina mikla áherslu á að fólk noti nýja nafn- ið hennar, enda sé hún ný og breytt manneskja. Christina Aguilera hefur einnig talað vel um gamla keppinautinn sinn, Britney Spears, en eins og margir muna and- aði köldu á milli stallsystranna um nokkurn tíma. Haft hefur verið eftir Cristinu að henni þyki Britney vera á sérstökum stað í lífi sínu núna. „Hún er móðir og mér finnst það alveg frábært,“ sagði Christina. Ekki fer fyrir efa-semdum um eigin hæfni hjá Paris Hilton sem er sannfærð um að tónlistar- hæfileikar sínir eigi eftir að vinna hug og hjörtu heimsins. „Ég get skilið fordóma fólks en tónlistin talar fyrir sig,“ sagði Paris Hilton í samtali við dagblaðið The Chicago Tribune. Hún segist þekkja inn á tónlistina og vita þess vegna að nýja platan hennar eigi eftir að slá í gegn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.