Fréttablaðið - 20.08.2006, Side 70

Fréttablaðið - 20.08.2006, Side 70
30 20. ágúst 2006 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is 9. HVER VINNUR. FRUMSÝND 18. ÁGÚST SENDU SMS SKEYTIÐ JA FLW Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UN NIÐ! VINNINGAR ERU: BÍÓMIÐAR FYRIR TVO • DVD MYNDIR VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI OG MARGT FLEIRA V in n in ga r ve rð a af h en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t er tu k om in n í S M S kl ú bb . 99 k r/ sk ey ti ð. Víkingur eða KR? Í dag er það Víkingur. Jeff Who eða Bubbi? Bubbi er kóngurinn. Maggi Gylfa er... nettur. Vesturbærinn er... west is the best. Fótboltasögur eru... mjög góðar. Skólinn er... aukafrí frá vinnu. Hverjir verða Englandsmeistarar? United, mitt lið. Uppáhalds skyndibiti? Búlluborgarinn. Hvernig fer gegn Val? 3-0 fyrir okkur. Hver er mesti húmoristinn í Víkingi? Andri Gunnars. Hver er besti leikmaður heims? Hef alltaf verið hrifnastur af Zidane. Hvenær kemst landsliðið á stórmót? Það verður seint. MEÐ JÖKLI ELÍSABETARSYNI > Ísland féll niður í B-deild Íslenska U16 landslið pilta í körfubolta féll úr A-deild Evrópumótsins gær þegar það tapaði fyrir Portúgölum með 84 stigum gegn 70 á mótinu sem fram fer á Spáni. Örn Sigurðarson var stigahæstur íslenska liðsins í leiknum með tuttugu stig og níu fráköst. Pétur Jakobsson skoraði 16 stig og Snorri Sigurðsson 13. Samkvæmt heimasíðu KKÍ voru það vítaskotin sem voru banabiti strákanna í leiknum í gær en þeir töp- uðu öllum leikjum sínum á mótinu. Síðasti leikur Jökuls Jökull Ingi Elísabetarson, miðjumaður Víkings, er á leið út til Bandaríkjanna og mun leikurinn gegn Val í kvöld því verða hans síðasti leikur fyrir félagið í bili. Hann hefur leikið alla þrettán leiki liðsins í Landsbankadeildinni í sumar og skorað eitt mark. 60 SEKÚNDUR FÓTBOLTI „Þetta fór alls ekki vel og alls ekki eins og við ætluðum okkur. Liðið var búið að undirbúa sig gríð- arlega vel og svo lendum við í því að fá á okkur mark strax í byrjun. Við náðum að koma til baka eftir það og þá hélt ég að við næðum að koma okkur betur inn í leikinn. Mér fannst við sterkari í fyrri hálfleik en svo jafna þær með einstaklings- framtaki og voru mun sterkari í seinni hálfleik,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari íslenska kvenna- landsliðsins eftir að það tapaði 2-4 fyrir Tékklandi í gær. Leikurinn fór fram á Laugar- dalsvellinum og var hluti af undan- keppni fyrir heimsmeistaramótið 2007. Leikið er í riðlum en eftir þetta tap er ljóst að íslenska liðið á ekki möguleika á því að komast í lokakeppni HM á næsta ári. „Varn- arleikur liðsins var í molum og við vörðumst engan veginn eins og við lögðum upp með. Við þurfum að gera mun betur en þetta ef við ætlum ekki að fá skell gegn Svíþjóð um næstu helgi. Við þurfum að verj- ast vel gegn þeim sænsku því þær hafa mun sterkara lið en þetta sem við vorum að mæta í dag,“ sagði Jörundur eftir leikinn í gær. Tékkneska liðið komst yfir strax á fyrstu mínútu eftir hornspyrnu en markið var mjög slysalegt. Íslenska liðið var ekki lengi að jafna sig á þessu og Ásthildur Helgadóttir jafnaði með hnitmiðuðum skalla eftir góða aukaspyrnu Guðrúnar Gunnarsdóttur. Margrét Lára Við- arsdóttir átti stangarskot áður en hún náði að koma Íslandi 2-1 yfir með marki af stuttu færi á 35. mín- útu. En stuttu eftir markið jafnaði besti leikmaður Tékklands, Pavlina Scasna, með skoti fyrir utan teig. „Viljinn og baráttan var þeirra megin og það gerði gæfumuninn,“ sagði Jörundur en Tékkar skoruðu eina markið í viðureign liðanna ytra. Tékkland var betra liðið í síð- ari hálfleiknum í gær og tók for- ystuna á 59. mínútu og eftir gott samspil barst boltinn á Alexöndru Mouchova sem renndi knettinum í netið. Rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok braut Málfríður Erna Sigurðardóttir klaufalega af sér innan teigs og réttilega var dæmd vítaspyrna en Þóra B. Helgadóttir varði glæsilega í markinu. Stuttu síðar innsigluðu gestirnir sigur sinn þegar boltinn lak inn eftir hornspyrnu en það var sjálfs- mark Katrínar Jónsdóttur. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir að Ísland hafi klárlega átt að fá víta- spyrnu á lokakaflanum en ekkert var dæmt. Tékkland vann 4-2 og ljóst að ýmislegt þarf að bæta fyrir síðasta leik Íslands í riðlinum. sem er gegn Svíþjóð eftir tæpa viku. „Við eigum erfitt verkefni fyrir höndum og ég vona svo sannarlega að við náum að nýta vikuna og laga það sem miður fór í þessum leik,“ sagði Jörundur Áki. elvargeir@frettabladid.is MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR Skoraði jöfnunarmark Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Varnarleikurinn í molum Í gær fauk draumur íslenska kvennalandsliðsins um að komast í lokakeppni heimsmeistaramótsins út í veður og vind þegar það tapaði gegn Tékklandi. FÓTBOLTI Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska liðsins, var hundsvekkt eftir leikinn í gær. „Það er erfitt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli, þá er nánast vonlaust að vinna leikinn. Fyrsta markið sem við fengum á okkur var furðulegt en við náðum að snúa þessu okkur í hag en svo breyttist allt. Mörkin sem við fengum á okkur voru í ódýrari kantinum,“ sagði Ásthildur. „Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og sóttum ágætlega upp vængina. Af einhverjum ástæðum sást það hins vegar ekki í seinni hálfleik. Það þarf aldeilis að laga varnarleikinn fyrir Svíaleikinn. Tékkneska liðið var mun betra en við í þessum leik en með fullri virðingu fyrir þeim er Svíþjóð með mun sterkara lið. Það er því margt sem þarf að laga.“ Eftir úrslitin er ljóst að sá draumur íslenska liðsins að kom- ast í lokakeppni HM er horfinn. „Þetta er ansi svekkjandi, sérstak- lega fyrir okkur eldri sem höfum lengi átt þann draum að komast á stórmót. Við höfum oft verið nálægt því og það á einnig við um þetta skipti,“ sagði Ásthildur en hún hlakkar þó til að mæta Sví- þjóð næstkomandi laugardag. „Ég á góða félaga í sænska liðinu og það verður óneitanlega gaman að fá þær í heimsókn.“ - egm ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Var óánægð með leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir tapið gegn Tékkum: Það er margt sem þarf að laga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.