Tíminn - 30.07.1978, Qupperneq 2
Sunnudagur 30. júli 1978
Dufgus: fljjj 1
Hægrí og vinstrí HM p T w \ ÉH • - ,;•« 1 v X ?>v oVjinV
eru marklaus llSPffl
hugtök
Siðast liðinn sunnudag hafnaði ég algerlega
hugtökunum hægri og vinstri í stjórnmálum
sem markleysu. Ef vit á að vera í stjórn-
málum og þau eiga að hafa einhver mark-
mið fólki til farsældar, verða öll hugtök að
vera skýr og merkingin að vera Ijós. Hitt er
svo annað mál að hægt er að nota ódýr og
óljós slagorð til blekkinga og hefur það
jafnan verið nauðsynlegt fyrir þá sem
vinna að markmiðum sem illa þola dags-
birtu. En Framsóknarf lokkurinn getur eng-
an hag haft af því að tala óskýrt. Þvert á
móti. Hann á allt undir því að tala skýrt.
Hér á eftir verður farið yfir frumhugtök í
stefnu Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar-
flokksins og Alþýðubandalagsins í örfáum
orðum. Alþýðuflokknum er sleppt hér af
ástæðum sem getið er um í fyrri grein.
Frumhugmyndir
Frumhugmyndir í stefnu flokkanna eru
allar miklu eldri en flokkarnir sjálfir. Þær
eiga rót i þeim miklu breytingum á tekju- og
eignaskiptingu sem urðu í kjölfar iðnbylt-
ingarinnar. Þær byggjast á erlendum
kennisetningum, nema hugmyndir Fram-
sóknarf lokksins. Þær byggjast ekki á neinu
erlendu kennisetningakerf i. Hugmyndir
Framsóknarflokksins eiga sér vissulega
bakgrunn t reynslu vestrænna þjóða, en
Framsóknarf lokkurinn aðlagaði þær þegar
i upphafi islenskum aðstæðum og hafa þær
aldrei verið felldar í kerfi kennisetninga.
Sjálfstæðisflokkurinn er eignaréttar-
flokkur. Grundvallaratriði í stefnu hans er
frjálst framtak, þ.e. að dugnaður og hæfi-
leikar fái að njóta sín óheft eftir þeim tæki-
færum sem bjóðast. „
Stefna Framsóknarflokksins byggist
einnig á eignarétti og miðar að því að gera
öllum kleift að öðlast fjárhagslegt sjálf-
stæði. Menn sameinast í frjálsum félags-
skaptil þessað leysa þau verkefni, sem ein-
staklingum eru ofviða, og sem að öðrum
kosti yrðu ekki leyst nema á grundvelli
óhefts einkagróða eða ríkisrekstrar. Tæki-
færi skulu öllum mönnum lögð i hendur með
þeim jöfnuði sem kosfur er á, en dugnaður
og hæfileikar ráði úrslitum um hvernig
menn nýta tækifærin.
I þeim frumhugmyndum sem Alþýðu-
bandalagið byggir á er einkaeign hafnað.
Rikið skuli vera eigandi allra gæða og þegn-
arnir fá i sinn hlut frá þjóðfélaginu til
neyslu eftir þörfum en leggja á móti fram
vinnuafl og hugvit eftir getu hvers og eins.
Aðstæður og
hljómgrunnur
Grundvallarsjónarmið Framsóknar-
f lokksins standa ennþá óhögguð.Hins vegar
hafa þjóðfélagslegar aðstæður breytst á
margan hátt og flokkurinn hefur þurft að
taka af stöðu til nýrra viðhorfa en f rumhug-
myndir f lokksins eru enn þann dag í dag svo
i takt við tímann að alltaf er hægt að taka
mið af þeim.
Kommúnistaf lokkurinn/Sósíalistaf lokk-
urinn/Alþýðubandalagið hef ur aftur á móti
stöðugt færst lengra og lengra frá frum-
hugmyndum sínum, þar sem reynslan
hef ur sýnt að fólk vill almennt ekki aðhyll-
ast þær, enda hef ur reynslan af þeim verið
slæm alls staðar þar sem þær hafa verið
reyndar. Hins vegar hafa f jölmargir í for-
ystuliði flokksins ekki fallið frá þessum
hugmyndum þó að rétt þyki að hafa ekki
hátt um það í bili. Ég hygg að þeir telji það
vera ,,sögulega nauðsyn" að þegja og bíða
betri tima. Slagorðið „söguleg nauðsyn"
verður betur rætt síðar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig færst
æði langt frá þeim frumhugmyndum sem
stefna flokksins er byggð á. Engu að síður
eiga þær hugmyndir mikinn hljómgrunn í
flokknum og birtast stundum í slagorðum
eins og „báknið burt". Innan flokksins er
það ein veigamesta gagnrýni á f lokkinn að
hann hafi hneigst óhæfilega til framsókn-
armennsku. Hins vegar þora menn illa að
leggja til atlögu við framsóknarmennsk-
una, því að það er hún sem á hljómgrunn
með þjóðinni. Ef „báknið burt" yrði
skilgreint af nákvæmni og gert að höfuð-
stefnumáli flokksins, yrði Framsóknar-
f lokkurinn ekki lengi minnsti f lokkur lands-
ins. Hins vegar þjónar „báknið burt"
sem marklaust slagorð án skilgreiningar
vel þeim draumi sem margir sjálfstæðis-
menn hafa um íhald.
Hér er ekki rúm til þess að ræða grund-
vallarstef nur og f ramkvæmd þeirra til hlít-
ar. Þess vegna verður látið nægja að taka
dæmi. Dæmið er um þá þróun sem orðið
hefði i húsnæðismálum þjóðarinnar eftir
því hvaða stefna hefði fengið að ráða og er
þá átt við grundvallarstefnu. Samkvæmt
stefnu Sjálfstæðisflokksins byggju menn
almennt í leiguhúsnæði í eigu sérajóna.
Húsnæði þetta gæti verið misgott, enda væri
leigan í samræmi við það. Hins vegar er
varla við því að búast að það væri almennt
betra en hliðstæðir leigukumbaldar í öðrum
löndum. Samkvæmt stefnu Alþýðubanda-
lagsins byggju menn einnig í leiguhúsnæði.
Þetta húsnæði væri eins og reynslan sýnir
misvont en leigan ekki í samræmi við það.
Þar sem þessi stefna hefur verið tekin upp
að einhverju marki er reynslan að algeng-
ast er að slíkar íbúðir séu eins til tveggja
herbergja með sameiginlegu eldhúsi fyrir
nokkrar fjölskyldur. í báðum þessum til-
fellum skortir það nauðsynlegasta til þess
að gefa lífinu gildi, gleðina. I þessu tilfelli
gleðina við að hlúa að sínu, gleðina við að
búaaðsínu og því öryggi sem fylgir f jár-
hagslegu sjálfstæði.
Allir hafi tækifæri
Samkvæmt stefnu Framsóknarflokksins
ber hins vegar að gefa öllum tækifæri til
þess að eiga sitt eigið húsnæði. Hér á landi
hef ur þróunin sem betur fer verið á þennan
,veg. AAeð þessu er ekki sagt að Framsókn-
arf lokkurinn eigi allan heiður af því að það
hef ur orðið.Allir f lokkar hafa stutt að þessu
í framkvæmd og sumir dyggilega. Hins
vegar hafa þeir allir sveigt frá grundvall-
arstef nu sinni í þessum ef num, í átt til sjón-
armiða Framsóknarflokksins.
En þó að Alþýðubandalagið haf i sveigt til
f ramsóknarstef nu í þessu og mörgu öðru og
sósíaldemókratískrar stefnu á mörgum
sviðum,er það ennþá meginhugmynd á bak
við starfsemi flokksins að ríkið eigi að sjá
fyrir þörfum mannsins og hirða afrakstur-
inn af starf i hans og að hann skuli ekki vera
frjáls að neinu. Viðhorf flokksins til
mannsins er að hann sé sauðkind og að það
sé smalinn sem viti hvað honum er fyrir
bestu. Þetta kemur glöggt fram á ýmsum
sviðum. Ég ætla aðeins að nefna eitt dæmi.
Allir frjálshuga menn líta á orlofsrétt sem
mikilvægan rétt frjálsra manna, en að það
sé hverjum einum í sjálfsvald setthvernig
hann notar þennan rétt. Alþýðubandalags-
menn líta öðru vísu á þennan rétt. Þeir vil ja
gera réttindin að skyldu. Árum saman hafa
þeir barist fyrir því að koma því á að orlof
væri skylda sem enginn gæti komist undan,
hvort sem honum líkaði betur eða verr.
Ég fæ ekki séð hvernig er hægt með
skýrri hugsun að flokka þá f lokka, sem hér
að framan hafa verið nefndir, undir eitt-
hvert sérstakt vörumerki eins og hægri eða
vinstri. Þeir hafa allir sín séreinkenni. Og
það er nauðsynlegt að menn geri sér grein
fyrir þessum séreinkennum, þvi að það er
öllum fyrir bestu að velja sér þann flokk
sem er í mestu samræmi við lífsskoðanir
þeirra. Framsóknarf lokkurinn þarf að
skýra sín sjónarmið í glöggu máli, slagorð
hæfa ekki stefnumiðum hans. Enda hefur
hann ekki beitt þeim að ráði. Hins vegar
þjóna slagorð Alþýðubandalaginu vel. Þau
eru vel til þess fallin að dylja hin raun-
verulegu markmið. Ég verð víst að halda
áfram næsta sunnudag og ræða nokkur
slagorð.