Tíminn - 30.07.1978, Side 28
28
Sunnudagur 30, jiill 1978
Anthon Mohr:
Árni og Berit
PERÐALOK barnatíminn
Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku
þau undruðust hand-
bragðið. Og ekki minnk-
aði undrun þeirra, er
Wilson sagði þeim, að
allt væri þetta unnið
með steinaldartækjum,
þvi að Inkarnir hefðu
hvorki þekkt jám né eir.
Verkfærin voru úr eins-
konar tinnusteini, sem
Inkarnir höfðu kafað
eftir niður á sjávarbotn
og gert sér úr honum
verkfæri. „Hvilik vinna!
Hvilik þolgæði!” hugs-
aði Berit.
Einkennilegust af öllu
voru þó „slönguholin” i
musterisveggina. í
þessum smugum ólu
prestarnir slöngur, sem
voru þó frjálsar að
skriða út og afla sér
fæðu. Allir prestarnir
voru æfðir i slöngueldi
og með ferð þeirra.
Á efstu hæðinni i
borginni hafði staðið
musteri sólarinnar.
Sólarklukkan, sem taldi
timann fyrir hinar
trúarlegu hátiðir var
ennþá óskemmd og hinn
merkilegasti fomgripur.
Borgin Machu Picchu
hefur verið reist á þeim
stað, sem mjög erfitt er
til uppgöngu, en þó hafa
Inkarnir viggirt borgina
með háum múrveggjum
og djúpum gryfjum.
Veikastar voru frá
náttúrunnar hendi vig-
girðingarnar að sunnan,
þar sem þeir leiddu
vatnið inn til borgarinn-
ar, en þar höfðu þeir þvi
haft múrveggina ennþá
hærri og bvkkari. Viða
hafði frumskógurinn
smeygt rótum sinum
undir hina þykku múr-
veggi og sprengt þá og
hulið þá kjarrskógi, en
svo mikið stóð þó af
þessum merkilegu
mannvirkjum forn-
þjóðarinnar, að hægt
var að sjá hvilikt
hernaðarvirki borgin
hafði verið.
7.
Um kvöldið reistu þau
tjöld i gömlum
musterisrústum.
Veggirnir stóðu enn að
miklu leyti. Berit var i
tjaldi með Lindu. Báðar
voru þær dauðþreyttar
eftir daginn og sofnuðu
strax og þær lögðu
höfuðið á kocklann. Berit
svaf fast og draumlaust
eins og hún var vön, en
undir morguninn vakn-
aði hún við það, að henni
fannst einhver þungi á
brjóstinu á sér. Þegar
hún greip hendinni um
brjóstið, þá snerti hún
eitthvað kalt og hált,
sem rann undan hend-
inni. Jafnframt heyrði
hún sérkennilegt hljóð,
skröltkennt. Berit rak
upp skerandi vein, sem
vakti bæði Lindu og
karlmennina i næsta
tjaldi. Þeir komu hlaup-
andi með vasaljósin
tendruð og sáu um
tveggja metra langa
skellinöðru (skröltorm)
skriðandi meðfram
múrveggnum, leitandi
að útgöngudyrum. Clay
lyfti stafnum en varð of
seinn. Slangan hafði
fundið eitt opið, sem
gömlu Inka-prestamir
höfðu útbúið fyrir mörg-
um öldum fyrir
musteris-slöngumar. í
sama bili var slangan
horfin út i myrkrið.
Allt hafði þetta skeð
svo fljótt, að Berit hafði
varla áttað sig á þvi, hve
óttaslegin hún varð.
Ósjálfrátt hafði hún rek-
ið upp þetta skerandi óp.
En nú fyrst náði hræðsl-
an tökum á henni. Hún
skalf eins og laufblað og
gat varla stöðvað tára-
flóðið, sem fyllti augun.
Og enn hræddari varð
hún, er Clay skýrði fyrir
henni, hve ægilegri
hættu hún hefði verið i.
„Suður-Ameriku
skellinaðran (Crotalus
terrificus) er eitruðust
af öllum eiturslöngum,
sem þekkjast i heimin-
um”, sagði dr. Clay. Bit
slöngunnar er banvænt
og ekkert móteitur
þekkist við þvi”. Það
var álit Clay, að þetta
hræðilega öskur, sem
Berit rak upp, hefði
bjargað lifi hennar.
Slangan hefði orðið
hrædd við þetta skyndi-
lega óþekkta hljóð.
Enginn gat sofnað það
sem eftir var nætur. í
fyrstu skimu var lagt af
stað niður af fjallinu.
Litlu betra var að
komast niður en upp, en
þó voru þau heldur fljót-
ari. Að lokum voru þau
komin að bænum, þar
sem múlasnarnir voru
geymdir. Þá fannst öll-
um það hvild að setjast á
reiðskjótana.
8.
I tíu daga héldu þau
ferðinni áfram, fyrst
niður með Uru-
bamba-fljótinu, og svo
niður með Ucayali-fljót-
inu eftir að fljótin koma
saman. Fyrstu dagana
voru þau ýmist á múl-
ösnum eða gangandi, en
eftir að fljótið fór að
dýpka og minna var um
flúðir og fossa, þá
ferðuðust þau niður
fljótið á sérkennilegum
bátum, sem nefnast
„kanoar”.
Indiánarnir smiða
sjálfir þessa báta. Þeir
eru oft um 9 metrar á
lengd og gerðir úr trjá-
stofni — oft stofn af ma-
hogni-tré. Trjástofninn
er holaður að innan.
Þessir bátar eru þvi ein-
faldir að gerð og mjög
sterkir.
Þeir eru lika ódýrir.
Mest veltur á þvi að hafa
i höndum þá hluti, sem
Indiánar kunna að meta,
þvi að venjulegir pen-
ingar eru þeim litils
virði. Þessir frum-
skóga-Indiánar eru likir
frummönnum að þvi
leyti að meta einskis
venjulega peninga, mót-
aða mynt og seðla. Það
eru allt aðrir hlutir, sem
verðmætir eru i þeirra
augum, svo sem litaðar
glerperlur, speglar og
allskonar ódýrt skraut.
Fyrir nokkra spegla og
eina lúku af perlum fékk
Grainger einn af þeirra
beztu fljótabátum.
Venjulega eru sex
ræðarar á slikum bátum
og sá sjöundi stýrir. Um
miðjan bátinn var reist
sóltjald, og i skjóli þess
sátu allir hvitu ferða-
mennirnir. Ef þeir sváfu
i bátnum, var steypt ut-
an yfir tjaldið flugna-
neti, sem náði alveg nið-
ur að yfirborði vatnsins.
Þessi ferð niður fljótið
á eintrjáningsbátnum,
var Árna mjög að skapi.
Mest þótti honum gam-
an, er þau lentu i
straumkasti, þar sem
farvegurinn var þröngur
og báturinn flaug áfram.
En þegar flug var á
bátnum, botninn grýttur
og lausir trjábútar á
reki i vatninu, þá var
vandi að stýra og varna
þvi að bátnum hvolfdi
eða rækist i árbakkana.
Allt var þó bamaleik-
ur á móti siglingunni
niður straumsvelginn,
sem nefndur er: Pœigo
de Mainique. (þ.e.
þrönga leiðin). Áin er
þarna um 50 fet á breidd
og veltur fram á milli
lóðréttra hamraveggja.
Á stöku stað er straum-
kastið svo mikið, að það
likist meira fossi en
straumiðu.
Siðustu dagana hafði
rignt látlaust og var þvi
fljótið vatnsmikið.
Löngu áður en þau komu
að þrengslunum heyrðu
þau dyninn af vatns-
flaumnum.
Berit heyrði það, að
margir af þeim, sem I
bátnum voru kviðu ferð-
inni niður þrengslin.
Stýrimaðurinn fór sjálf-
ur á land, er þau komu
að þrengslunum, og
gekk niður með fljótinu
og athugaði straumfall-
ið. Er hann kom aftur,
sagði hann ekki neitt, en
settist i sæti sitt og gaf
ræðurunum merki. Er
báturinn kom út á fljót-
ið, hreif straumurinn
hann og fleygði honum
með ógn'arafli niður i
gljúfrin. Ræðararnir
lögðu árarnar inn, þvi að
engin leið var að ná ára-
taki. Allt valt á stýri-
manninum, leikni hans
og kjarki, er báturinn
skautzt eins og ör niður
fljótið.
Dynurinn af straum-
fallinu var svo gifurleg-
ur að engin tök voru að
tala saman, enda gat
fólkið litið um slikt
hugsað, þvi að allir áttu
nóg með að halda sér i
bátinn, svo að þeir
köstuðust ekki útbyrðis.
Berit fannst sem bátur-
inn fleytti kerlingar ofan
á straumbárunum og
snerti ekki nema ein-
staka bárufald. Hún
bjóst við að báturinn
myndi þá og þegar rek-
ast á klettadranga i
fljótinu eða brotna eins
og sprek við hamra-
veggina.
Þrengslin voru varla
nema tveir kilómetrar á
lengd, en þau voru
krókótt og hættuleg, og
þess vegna fannst öllum
þau löng og leið. Leikni
stýrimanns var undra-
verð. öruggt og rólega
stýrði hann eintrján-
ingsbátnum hjá klettum
og klettanibbum, en ekki
gat hann varið bátinn
fyrir ágjöfum og var
hann oft hálffullur af
vatni, en stundum rann
það út aftur. Stundum
virtist sem bátnum væri
að hvolfa, en alltaf tókst
stýrimanninum að halda
honum á réttum kili.
Smátt og smátt dró úr
straumkastinu, og er
þau beygðu fyrir kletta-
nef, sem skagaði út i
fljótið, komu þau út i
lygna og djúpa vik, og
var ákveðið að leggjast
þar fyrir festum um
nóttina. Þéttur frum-
skógúrinn lá alveg að
vikinni. Bátnum var
þannig fest, að grönnu
tré var rennt niður I
gegnum gat á stefninu
og rekið með sleggju
niður i árbakkann, rétt
við landið. Gatið var svo
rúmt að báturinn gat
hækkað og lækkað, eftir
þvi, hvort vatnið óx eða
fjaraði og var þá engin
hætta að bátnum
hvolfdi.
9.
í vikinni var vatnið
svo kyrrt og tært, að
Árni fékk ákaflega löng-
un til að baða sig. Dag-
urinn hafði verið heitur
og erfiður og eftir slikan
dag var unaðslegt að
fara i bað. Hann hafði
lokið við að klæða sig úr
og ætlaði að fara að
stinga sér i vatnið,
þegar stýrimaðurinn
komauga á hann, greip i
handlegginn á honum og
kippti honum inn i bát-
inn. Hann hristi höfuðið,
benti ofan i ána og æpti:
„Piraya! Piraya!”
Wilson hrökk við, er
hann herði þetta og
sagði:
„Gættu þin, Árni!
Gættu þin! Piraya er
hættulegasti ránfiskur,