Tíminn - 30.07.1978, Side 31
Sunnudagur 30. júli 1978
31
ALHEIM-
URINN OG
TÍMINN
Um hálfrar aldar skeið hefur
sú kenning verið mestu ráðandi
meðal stjörnufræðinga, að al-
heimurinn væri að þenjast út.
Otþenslukenningin hefur fallið
vel aö kenningum Einsteins og
menn hafa talið, að hún skýrði
margvislég fyrirbæri I stjörnu-
þokum og vetrarbrautum.
Bandariski stjörnufræðingur-
inn Steven Weinberg hefur lýst
þvi yfir, sem gerðist að mati
þeirra, sem aðhyllast kenning-
una um útþensluna. I bók, sem
hann nefnir „Fyrstu þrjár
minútur alheimsins” lýsir hann
upphafi útþenslunnar. Fyrir
fimmtán milljörðum ára var
allt efni alheimsins saman-
komið i einum massa. Þá varð
gifurleg sprenging, ,,hái
hvellurinn” eins og sumir kalla
það, og ljósiðfórum alla veröld.
Hitinn var ótrúlegur, nokkur
hundruð milljarða stiga. Hitinn
lækkaði þó snögglega. Tiu
sekúndum eftir fyrsta hvellinn
hófust keðjusprengingar,
óreglulegar fyrst i stað, en svo
stöðugri. Eftir þrjár minútur
fylltist allt af helium og tólf
minútum eftir fyrstu sprenging-
una voru öll grunnefni orðin til.
Gasið þéttist þegar það kólnaði,
þyngdarlögmálið hélt kjörnun-
um saman og sólkerfin urðu til.
Alheimurinn var skapaöur. En
ekki voru sólkerfin eða vetrar-
brautinar fyrr sköpuð en þau
fjarlægðust hvert annað.
.Alheimurinn þandist út.
Þetta er i fáum orðun kjarn-
inn i kenningunni um útþenslu
alheimsins. Veröldin er enn að
springa, eða réttara sagt áhrifa
frumsprengingarinnar gætir
ennþá. Sánnanir fyrir útþenslu
alheimsins eru einkum tengdar
mælingum á litrófi fjarlægra
sólkerfa. Radióstjörnukikjar
taka myndir af fjarlægum sól-
kerfum. Ljósið sem berst getur
hafa verið milljónir ára á leið-
inni til jarðar. Það er þvi verið
að skoða það, sem var fyrir
milljónum ára. Þessi sólkerfi
gefa vitneskju um ástand al-
heimsins fyrir milljónum ára.
Hvi' þá ekki að hugsa sér, að
unnt væri að sjá upphaf al-
heimsins, ef við hefðum nægi-
lega sterka radióstjörnukikja?
Fyrir rúmlega hálfri öld fann
bandariskur stjörnufræðingur,
Hubble að nafni, að breytingar
verða á litrófi stjarna eftir þvi
hve langt þær eru i burtu.
Ekki eru þó allir stjörnufræð-
ingarsammála um útþenslu al-
heimsins. Meðal þeirra, sem
andmælt hafa þessari kenningu
eru Fred Hoyle, mjög þekktur
breskur stjörnufræðingur, og
Hannes Alfvén, nóbelsverð-
launahafi i eðlisfræði, sænskur
aðkyni. Alfvéntelur hina mestu
fjarstæðu, að heimurinri þenjist
stöðugt út. Hann hefur látið svo
um mælt, að engum höfundi vis-
indaskáldsagna hefði dottið i
hug, að bera slika kenningu á
borð fyrir lesendur sina.
Alfvén telur, að heilbrigö
skynsemi mæli eindregiö á móti
þessari kenningu. Fleiri rök
beinast að visu i sömu átt.
Bandarlski stjörnufræðingurinn
Halton Arp hefur myndað ýmsa
hluta geimsins frá stjörnuat-
hugunarstöðinni miklu á
Palomar-fjalli. Hann hefur ný-
lega birt niðurstöður, sem feng-
ist hafa við myndatökur af
tveimur nálægum vetrarbraut-
um. Kemur þar greinilega
fram, að mikill munur er á lit-
rófi þeirra, og ætti sú vetrar-
brautin, sem nær er að vera
fjær, ef kenningin um útþenslu
hefði við rök að styöjast.
Ef svo fer, að kenningin um
frumsprengjuna og útþenslu al-
heimsins verður að vikja fyrir
öðrum hugmyndum um alheim-
inn, þá hefur timinn aldrei byrj-
að, og er endalaus, i báða enda,
afturi fortiðinaog inn i framtíð-
ina. Hannes Alfvén segir hins
vegar, að engin kenning sé til
um alheiminn: hann er eins og
hann er, timinn er endalaus,
efnið hefur alltaf verið til og
verður alltaf til.
Oatan uni alheiminn, rúm og tima hefur um óraaldur
haldiö vöku fyrir mönnum.Varö alheimurinn til á örfáum
andartökum þegar allt efni hans splundraðist, og gætir enn
áhr.ifa þessarar fyrstu sprengingar, sem varð fyrir a.m.k. 15
milljöróum ára? F.ða hefur alheimurinn „alltaf” veriö eins
og hann er nu?
Geimferðir á undanförnum árum hafa svarað furöu fáu af
þeim spurningum . sern helst hafa þvælst fyrir mönnum. Viö
erum litlu froöari um stjörnuþokur eins og þær sem sjást viða
um geimiitn.
Bændur — Bændur
Við framleiðum nælonhólka
í ótal stærðum
fyrir heyblásara.
Póstsendum um allt land.
£eglager<iht
Eyjagötu 7
Símar: 1-33-20 og 1-40-93
Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar
óskar eftir að ráða tvo framkvæmda-
stjóra.
Annan til að annast rekstur fiskiðjuvers
og togara, hinn til að annast fjármál og
skrifstofustjórn.
Umsóknir skulu sendar fyrir 15. ágúst til
útgerðarráðs, pósthólf 120, Hafnarfirði.