Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 29
Stórútsala er hjá Agli Árnasyni um helgina þegar parkett, flísar, hurðir, þiljur, baðtæki og fleira verða á allt að 70% afslætti. Matreiðslu- vefurinn Matseld.is sem nýlega var opnaður vex og dafnar þessa dagna. Margar girni- legar uppskriftir og hugmyndir er að finna á síðunni. Tax free dagur verður á löngum laugardegi á morgun. 15% afsláttur verður veitur af völdum vörum á Laugavegi, Skólavörðu- stíg, Kvosinni og Hverfisgötu. Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Harpa Harðardóttir, söngkona og -kennari, er dugleg við að baka brauð heima hjá sér í stað þess að hlaupa út í bakarí. „Fyrir nokkru síðan þurfti ég að hætta að borða hveiti, ger og sykur þannig að ég vandist á að nota önnur hráefni. Í dag er miklu minna mál að nálgast þær vörur, þær fást meira að segja í Bónus,“ segir Harpa og bætir við að þegar maður sé einu sinni búinn að kaupa öll hráefnin sé lítið mál að skella í brauð hvenær sem er. „Maður á hvort eð er allt inni í skáp og á þeim tíma sem tekur að hugsa um hvort maður eigi að nenna út í bakarí er hægt að baka brauðið. Gerlaust brauð tekur nefni- lega mun skemmri tíma að bakast og ég skelli deiginu í form með margnota bökunar- pappír í þannig að ég þarf ekki einu sinni að þrífa formið.“ Harpa notar alltaf sömu grunnuppskrift- ina en bætir svo ýmsu við eftir tilefni eða því sem er til í skápunum. „Stundum set ég sólblómafræ, kókosmjöl eða ávexti. Það er best að nota þroskaða ávexti og þá er komið hálfgert kökubrauð. Núna gerði ég ítalskt panini-brauð sem er gott með mat, en þá bæti ég við panini-kryddi frá Pottagöldrum og pota ólífum ofan í deigið,“ segir Harpa og bætir við að einnig sé gott að rista brauð- ið daginn eftir. „Hvort sem það eru kökur, pönnukökur eða brauð er alltaf hægt að nota speltið sem staðgengil. Bitarnir verða svolítið matarmeiri, þykkari og ekki nærri því eins loftmiklir, fyrir utan það að vera einfaldlega hollari.“ Uppskrift Hörpu að speltbrauði er á síðu 2. erlabjorg@frettabladid.is Fljótleg hollusta Harpa Harðardóttir söngkona segir brauðbaksturinn taka í mesta lagi fimmtán mínútur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HAFRAGRJÓN Í SMÁPAKKNINGUM OG MEÐ BRAGÐEFNUM ERU NÝLEGA KOMIN Í VERSLANIRNAR. Hafragrauturinn getur tekið stökkbreytingum eins og annað í veröldinni. Nú eru komin á markaðinn hafragrjón með bragðefnum. Þau eru auk þess í neytendaumbúðum þannig að innihald hvers smápakka er ætlað fyrir einn. Gert er ráð fyrir að blanda það með tæpum tveimur desilítrum af vatni og sjóða í örbylgjuofni í rúmar tvær mínútur. Niðurskorin epli og kanill fara vel saman og gefa grautnum góðan keim. Hægt er líka að fá hafragrjón með berjum og ávöxtum í sams konar umbúðum. Bragðbætt hafragrjón Hafragrautur með kanil- og eplabragði er góð tilbreyting frá hinum hefðbundna. BRUNA MEÐ LJÚF- FENGA RÉTTI Foodtaxi.is býður yfir sextíu rétti á heimsendingarmatseðli sínum. MATUR 2 GÓÐAN DAG! Í dag er föstudagurinn 1. september, 244. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 6.09 13.28 20.44 Akureyri 5.48 13.12 20.35 Heimild: Almanak Háskólans VERTU EINS OG HEIMA HJÁ ÞÉR Á kaffihúsinu Babalú á Skólavörðustíg er tekið á móti gestum eins og heimamönnum. LANGUR LAUGARDAGUR 6 ALLT HITT [ TILBOÐ MATUR LANGUR LAUGARDAGUR ]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.