Fréttablaðið - 09.09.2006, Side 8

Fréttablaðið - 09.09.2006, Side 8
8 9. september 2006 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL „Ég ætla að sækjast eftir fyrsta sætinu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og varaformaður flokksins. Þorgerður skipaði fjórða sæti listans við kosningarnar 2003 en setur nú stefnuna á fyrsta sætið. Árni M. Mathiesen skipaði það sæti í síðustu kosningum en hann hefur afráðið að færa sig í Suðurkjördæmi. Gunnar I. Birgisson var í öðru sæti í síðustu kosningum, Sigríður Anna Þórðardóttir í þriðja og Bjarni Benediktsson í fimmta sætinu. Gunnar hvarf af þingi þegar hann varð bæjarstjóri í Kópavogi og tók Sigurrós Þorgrímsdóttir sæti hans. Sigurrós sagðist í samtali við Fréttablaðið búast við að stefna á áframhaldandi þingmennsku. „Ég stefni að því að fara fram,“ sagði hún en hefur ekki ákveðið eftir hvaða sæti hún muni falast. Sigríður Anna Þórðardóttir sagðist enn vera að hugsa málið. „Það hefur ekkert annað komið til greina en að ég haldi áfram,“ sagði hún og tók fram að enn væri nægur tími til stefnu til að ákveða sig. Bjarni Benediktsson lýsti í Fréttablaðinu í gær yfir áhuga á að sækjast eftir aukinni ábyrgð í stjórnmálum þó hann hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um framboð. - bþs 1 Forsætisráðherra hvaða lands tilkynnti í fyrradag að hann myndi hætta innan árs? 2 Hvað heitir eina íslenska tölvuleikjafyrirtækið? 3 Hver sækist eftir fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurkjördæmi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 SIGRÍÐUR ANNA Hreyfing komin á framboðsmál Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður stefnir á efsta sætið EFNAHAGSMÁL Ísland er í níunda sæti á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða samkvæmt nýrri skýrslu sem mælir að hvaða marki stefnu- mið og stofnanir ríkja styðja efna- hagslegt frelsi. Ísland, sem var í 13. sæti list- ans í fyrra, fær nú einkunnina 7,9 af 10 mögulegum og hækkar úr 7,7 frá síðasta ári. Að sögn Birgis Tjörva Péturssonar, framkvæmda- stjóra RSE, eru grunnatriði efna- hagslegs frelsis eignarréttur og frjáls viðskipti með hann. „Hér hefur verið gengið langt í að auka frjálsræði í samfélaginu sem er að skila sér. En það þarf að skoða skýrsl- una út frá því hvað við getum bætt. Til dæmis með afnámi viðskiptahindr- ana, tolla og vörugjalda í landbúnaði. Sama á við um afnám hindrana á fjár- festingum útlendinga í íslensku samfélagi, í sjáv- arútvegi og hvar þar sem slíkar hindranir eru fyrir hendi.“ Hong Kong heldur efsta sæti listans með 8,7 í ein- kunn, Singapúr er í öðru sæti með 8,5 og Nýja-Sjá- land, Sviss og Bandaríkin deila þriðja til fimmta sæti með 8,2. Skýrslan er birt á vegum Samstarfsnets um efnahags- legt frelsi, sem í eru óháðar rannsóknar- og fræðslustofn- anir í meira en sjötíu ríkjum. Þar á meðal er Rannsóknar- miðstöð um samfélags- og efnahagsmál, RSE, sem gefur skýrsluna út á Íslandi. Upplýsingar um 130 þjóðir fyrir árið 2004 voru bornar saman en það eru nýjustu til- tæku upplýsingar af þeirri gerð sem notast er við. Einkunnir ríkja eru reiknaðar út frá fimm lykilþáttum vísitöl- unnar um efnahags- legt frelsi sem eru umsvif hins opin- bera, lagalegir innviðir og vernd eign- arréttar, aðgangur að traustum gjaldmiðli, alþjóðaviðskipti og reglusetning. Einkunn Íslands hækkar út frá umsvifum hins opinbera og reglusetningu en lækkar lítillega í hinum þremur flokkunum. Í skýrslunni kemur fram að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða þar sem mest hefur áunnist í innleiðingu efnahagslegs frelsis síðan 1985. Flestar þær þjóðir sem lægsta einkunn hafa eru frá Afríku, Suður- og Mið-Ameríku og fyrrum kommúnistaríkjum. Í niðurstöðum skýrslunnar er sagt að efnahagslegt frelsi sé mun áhrifaríkara en ríkisstyrkt þróunarað- stoð við að hjálpa fátækum þjóðum að flýja fátækt- ina. Segir einn höf- unda skýrslunnar að krafan um þróunar- aðstoð sé venjulega gerð í fjarveru allra raunverulegra sönnun- argagna um að hún sé til hagsbóta fyrir þær þjóðir sem taka á móti henni og án þess að spurt sé hvort aðrar betri leiðir séu færar til að draga úr fátækt, sem alþjóða- samfélagið gæti stutt. sdg@frettabladid.is Ísland situr í níunda sæti Ísland hækkar sig á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Eignaréttur og frjáls viðskipti grunnatriði, segir framkvæmdastjóri RSE. BIRGIR TJÖRVI PÉTURSSON Efnahagslegt frelsi þjóða efstu tíu sæti á lista 1. sæti Hong Kong 8,7 2. sæti Singapúr 8,5 3.-5. sæti Nýja-Sjáland 8,2 3.-5. sæti Sviss 8,2 3.-5. sæti Bandaríkin 8,2 6.-7. sæti Bretland 8,1 6.-7. sæti Írland 8,1 8. sæti Kanada 8,0 9.-10. sæti ÍSLAND 7,9 9.-10. sæti Lúxemborg 7,9 Einkunn gefin á skalanum 0-10. FRELSISSTYTTAN Á LIBERTY ISLAND. Banda- ríkin eru í 3.-5. sæti á lista yfir ríki sem búa við mesta efnahagslegt frelsi. Ísland færist ofar á listann samhliða því að hagsæld eykst. VEISTU SVARIÐ? HÚSNÆÐI Húsnæði Háskólans í Reykjavík stækkaði um 6.000 fermetra í gær þegar skólinn tók í notkun Kringluna 1. Þar hafði Morgunblaðið aðsetur áður en það flutti upp í Hádegismóa. Húsnæðið fékk háskólinn afhent í sumar og segir Guðfinna Bjarnadóttir rektor að búið sé að gera fyrstu og aðra hæð hússins tilbúnar. Rektor fagnar þessum breyt- ingum og nefnir sem dæmi um hinn mikla vöxt sem hefur verið í skólanum frá því hann var stofn- aður árið 1998 að þá hafi þrjú hundruð nemendur verið við nám. Í haust hafi 1800 manns sótt um að komast að við skólann eða tvisvar sinnum meiri fjöldi en skólinn hefur tök á að taka á móti. Eftir þrjú ár er þó áætlað að Háskólinn flytji í Vatnsmýrina. - kdk Háskólinn í Reykjavík flytur í gamla Morgunblaðshúsið: Fjöldinn hefur nær tífaldast frá stofnun ÞORGERÐUR KATRÍN SIGURRÓS AFGANISTAN Yfirmenn innan Atlantshafsbandalagsins hafa hvatt aðildarríki til að útvega liðsauka í baráttunni gegn skæruliðum talíbana í suðurhluta Afganistans að því er kemur fram á vefsíðu BBC. Framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, Jaap de Hoop Scheffer, gagnrýnir sum aðildar- ríki fyrir aðgerðaleysi. Æðsti yfirmaður herafla bandalagsins, Gen James Jones, segir að styrkur andstöðunnar komi þeim nokkuð á óvart. En hann hefur trú á því að þeim muni takast að ná stjórn á ástandinu bráðlega. - sdg Hörð barátta við skæruliða: Liðsauka vant- ar í Afganistan ALNÆMI Flestir nýsmitaðra alnæmissjúklinga á Norðurlönd- unum eru ungir karlmenn, hommar eða tvíkynhneigðir. Ingi Rafn Hauksson, formaður alnæmissam- takanna, segir áberandi kæruleysi hérlendis hjá ungu fólki. Hann hefur áhyggjur af því að Ísland rati sömu leið ef ekkert verður að gert. Þetta kom fram í sjónvarps- fréttum NFS í gær. Ingi segir að í kynningarstarfi í skólum landsins fari ekki á milli mála að þekkingu ungs fólks á sjúkdómnum og afleiðingum hans sé verulega ábótavant. - sþs Alnæmissamtökin: Ungt fólk of kærulaust INGI RAFN HAUKSSON NÝTT HÚSNÆÐI Guðfinna Bjarnadóttir rektor tók á móti nemendum og starfs- fólki í Kringlunni 1 í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.