Fréttablaðið - 09.09.2006, Síða 23

Fréttablaðið - 09.09.2006, Síða 23
SÖFNUNARSÍMINN 907 2020 Tomma finnst skemmtilegast þegar hann má velja í leikskólanum. Þá velur hann að kubba eða leika með pleimó. Tommi ætlar að verða flugmaður þegar hann verður stór. Tommi gengur til góðs í dag með pabba sínum og systur. Tómas Schalk Sóleyjarson, 4 ára 101 Ráðhús Reykjavíkur 103 Austurver 104 Laugardalslaugin 105 Kjarvalsstaðir 107 Vesturbæjarlaugin 109 Félagsmiðstöðin Hólmasel 110 Árbæjarlaug 111 Breiðholtslaug 112 World Class Spönginni 112 Grafarvogslaug 113 Ingunnarskóli 170 Sundlaug Seltjarnarness 200 Sjálfboðamiðstöð Kópavogs- deildar, Hamraborg 11 200 Snælandsskóli 200 Digranesskóli 200 Sundlaug Kópavogs 200 Sundlaugin Versalir 200 Smárinn – íþróttahús Breiðabliks 210 Garðabæjardeild RKÍ, Garðatorgi 220 Sjálfboðamiðstöð Hafnarfjarðar- deildar, Strandgötu 24 Uppl‡singar um söfnunarstö›var á landsbygg›inni í síma 570 4000 og á www.redcross.is Sjálfbo›ali›ar: Muni› eftir persónuskilríkjum! Söfnunarstö›var á höfuðborgarsvæðinu opna kl. 10.00 Lucias missti móður sína fyrir skömmu úr alnæmi og býr hjá afa sínum og ömmu. Hann kemur í leikskólann þegar hann getur, en stundum er hann of veikur til að mæta. Lucias finnst allt sem hann lærir í skólanum skemmtilegt. Lucias Mafukeni, 4 ára Freyja Sól gefur mömmu sinni stundum bleikan koss á morgnana. Henni finnst best að vera heima að púsla eða leika við Sigrúnu Freyju, vinkonu sína, og hún ætlar að verða hafmeyja þegar hún verður stór. Freyja Sól og mamma hennar ætla að ganga til góðs í dag. Freyja Sól Kjartansdóttir, 3 ára Patricia missti báða foreldra sína úr alnæmi árið 2001 og hefur búið hjá móðursystur sinni síðan. Hún er frekar feimin, en finnst gaman að vera í leikskólanum með öllum hinum börnunum. Patricia ætlar að verða kennari þegar hún verður stór. Patricia Katalwa, 6 ára Bjarni býr með mömmu sinni og pabba og litlu systur í Grafarvoginum. Honum finnst Batman betri en Superman og ætlar að verða slökkviliðs- maður eða leikari þegar hann verður stór. Bjarni gengur til góðs með fjölskyldu sinni í dag. Bjarni Björnsson, 6 ára Maria missti móður sína úr alnæmi árið 2001 og hefur búið hjá ömmu sinni síðan. Henni finnst skemmtilegast að læra, dansa og syngja og fer fyrir leikskólasystkinum sínum í leik og starfi. Maria ætlar að verða læknir þegar hún er orðin stór svo hún geti hjálpað öðrum sem eiga um sárt að binda. Maria Charles, 6 ára Úlfari Smára þykir skemmtilegast að klifra í trjám og vera í ævintýra- leikjum eins og risaeðluleik. Hann ætlar að verða slökkviliðsmaður þegar hann verður stór. Úlfar Smári ætlar að ganga til góðs í dag með mömmu sinni og bróður. Úlfar Smári Jónsson, 5 ára Chikumbutso missti pabba sinn úr alnæmi en býr með mömmu sinni og systkinum. Hann langar að verða lögreglumaður þegar hann verður stór. Chikumbutso Stafford, 5 ára Landssöfnun Rauða kross Íslands 9. september 2006 Í dag stendur Rauði kross Íslands fyrir landssöfnun undir kjörorðunum „Göngum til góðs“. Fjöldi sjálfboðaliða munu ganga í öll hús á landinu og safna framlögum. Söfnunin er tileinkuð börnum í sunnanverðri Afríku, sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. Söfnunarféð verður nýtt óskert til að bæta líf þeirra. Rauði krossinn biður um aðstoð þína í dag. Þátttaka þín getur verið með þrennum hætti: Gakktu til góðs Húsin á landinu eru mörg – því þarf marga sjálfboðaliða, til að ganga í hús í einn eða tvo klukkutíma. Verum viðbúin heimsókn Öll framlög eru vel þegin. Hringdu í 907 2020 Ef þú verður ekki heima í dag, eða hefur ekki handbært fé þegar sjálfboðaliði heimsækir þig, getur þú hringt í Söfnunarsímann 907 2020. Þá færist 1.200 kr. framlag á næsta símareikning. 2 3 1 Hólmfríður vann lengst af sem framkvæmdastjóri stéttarfélaga en settist nýverið á skólabekk og nemur nú sagnfræði við Háskóla Íslands. Hólmfríður hefur alla tíð haft brennandi áhuga á öllu sem viðkemur mannréttindum og umhverfisvernd og verið virk í margvíslegu félagsstarfi því tengdu. Hún ætlar að ganga til góðs í dag ásamt nokkrum afkomenda sinna. Hólmfríður Árnadóttir, 67 ára GÖNGUM TIL GÓÐS Í DAG Helga er sjálfboðaliði í Kópavogsdeild Rauða kross Íslands, svokallaður heimsóknarvinur. Í vetur heimsótti Helga eldri konu vikulega og langveik börn í Rjóðrinu í Kópavogi í sumar. Helga er að læra hjúkrunarfræði og fyrir tveimur árum var hún sjálfboðaliði á barnaspítala í Höfðaborg í Suður-Afríku. Hún stefnir að því að vinna við hjálparstörf í framtíðinni. Helga ætlar að ganga til góðs með vinkonu sinni í dag. Helga Guðmundsdóttir, 23 ára Rose gekk í Rauða krossinn fyrir 4 árum og er umsjónarkona með heimahlynningu í þorpinu Nkalo þar sem hún heldur utan um hóp sjálfboðaliða. Faðir Rose lést úr alnæmi fyrir nokkrum árum og hún býr með systur sinni. Rose þurfti að hætta í skóla en er ákveðin í að byrja aftur núna þegar hún hefur efni á að borga skólagjöld. Hallgrími finnst skemmtilegast að leika sér í frímínútunum í skólanum, en líka í heimilisfræði og tölvum. Hann ætlar að verða hnífagerðarmaður í Sviss eða Afríku þegar hann verður stór. Hallgrímur gengur til góðs með fjölskyldu sinni í dag. Rose M’manga, 23 ára Hallgrímur Kjartansson, 7 ára Jean býr í þorpinu Nkalo og er formaður sjálfshjálparhóps Rauða krossins fyrir alnæmissmitaða. Hún missti eiginmann sinn úr alnæmi árið 2003 og stuttu síðar greindist hún sjálf jákvæð. Jean hefur unnið að því að eyða fordómum í garð alnæmissmitaðra og að sem flestir fari í alnæmispróf til að fá aðgang að lyfjum ef þeir þurfa. Jean Macheso, 45 ára F í t o n / S Í A F I 0 1 6 1 7 7 Samskip kosta birtingu auglýsingarinnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.