Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 32
[ ] Reynsluakstur Jeep Grand Cherokee Limited frá Sparibíl. Talsvert mikið er lagt upp úr því að sameina kosti innanbæjarbíls og utanbæjarjeppa með hinum nýja Jeep Grand Cherokee Limit- ed. Þegar sest er upp í bílinn og hurðinni lokað er fátt sem gefur til kynna að maður aki jeppa, fyrir utan það hversu hátt maður situr. Leðuráklæðin, steríógræjurnar og lúgan gera bílinn ríkmannlegan að innan, og á maður jafnvel erfitt að sjá fyrir sér annað en konur í dragt og menn í jakkafötum aka um á slíkum bíl. það er þó mikil blekking því bíllinn er fyrst og fremst jeppi sem kemur manni nánast hvert sem er. Og þegar fólk hefur skipt út sparigallanum yfir í fjalldressið er meðal annars hægt að taka upp gólfið á skottinu og snúa teppalögðu hliðinni niður og grófri plasthlið upp, svo að menn geti óhræddir hent þangað inn blautum skóm og eða drullugum útivistarbúnaði án þess að hafa áhyggjur af því að rústa teppið. Quadra drive II, skynvæna sídrifið, er tölvustýrt og sér til þess að bílinn eigi ekki í nokkrum vandræðum með að keyra á ólíku undirlagi, auk þess sem hann er búinn spólvörn og stöðugleika- kerfi. Í bílnum er 218 hestafla 3,0 L Mercedes Benz dísilvél, og þó ekki sé komist hjá því að í henni heyrist, fer lítið fyrir henni og lætur hún ekki mikið á sér kræla nema gefið sé vel í. Auðvelt er að skipta yfir í lága drifið og vélin erfiðaði ekki mikið þótt ekið væri upp bratta og grýtta brekku eða í djúpum blautum sandi. Getur maður því ímyndað sér að hann ætti auðvelt með að klifra upp stærri og meiri brekkur, eða vera með hjólhýsi eða kerru í togi. Und- irvagn bílsins er vel varinn með góðum hlífum, ekki einu sinni minnsti smásteinn ætti að komast þar inn. Sem er nokkuð gott því það bætir fyrir hversu lágur bíll- inn er, miðað við aðra jeppa. Að innan er bíllinn allur mjög smekklegur og þægindi mikil. Rými í aftursæti er gott og er auð- velt er að koma börnum þar fyrir í bílstól og sjá þau vel út. Eitt af því sem blaðamaður var sérstak- lega hrifinn af, var að hægt er að stilla hæð pedalanna, svo að lág- vaxnir þurfi ekki að sitja næstum klesstir við stýrið til að ná niður. Auk þess er hægt að forstilla sæti og pedala og geyma í minni bíls- ins, og jafnvel tengja það við minni bíllykilsins. Þannig að þegar bílinn er opnaður með lykl- inum, fer sætið í þær stillingar sem lykillinn segir til um. Ekki var þó auðvelt að átta sig á því hvernig átti að stilla þetta, og þarf að styðjast við leiðbeiningar frá framleiðanda. Bíllinn er útbúinn skriðstilli, sem hentar sérstaklega vel þegar ekið er út fyrir bæinn. Afar auð- velt er að nota það í akstri og léttir það mjög á bensínfætinum þegar ekið er eftir löngum vegi án þess að stoppa. Stýrisvörun var nokkuð góð og helst bíllinn mjög vel á veg- inum, jafnvel þegar ekið er niður Kambana á góðum hraða. Enda fjöðrunin lipur og mjúk. Fyrir jeppa af þessari stærð, er Jeep Grand Cherokee Limited á sanngjörnu verði. Hann er örugg- ur og þægilegur jaxl sem nýtist við ólíkar aðstæður og hentar bæði einstaklingum og fjölskyldu- fólki vel. kristineva@frettabladid.is Öruggur og þægilegur jaxl Bíllinn er sérstaklega fallegur og alls ekki of stór. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gott rými er í skottinu og mikið af krók- um svo hægt sé að festa hluti. Auk þess er hægt að snúa botninum við ef flytja á drulluga eða blauta hluti. Fimm þrepa sjálfstýringin er afar þægi- leg og svörun hennar góð. Hægt er að kaupa 6 diska geislaspilara með bílnum , sem fellur vel að allri innréttingu. Stýrið er létt og þægilegt og auðvelt að stilla sætin í rétta hæð. Minkaðu bensín og/eða dísel kostnaðinn um 7-14 % með MPG-CAPS töfl um. Hafa verið notaðar í USA í um 40 ár og kosta 1/3 af verðum hér á landi. Stykkið kostar aðeins 130 kr ísl. Stærri töfl ur eru notaðar á trukka, rútur, vörubíla, vinnuvélar og stærri tæki. Töfl urnar smyrja vélarnar á sérstakan hátt þannig að þær endast mun lengur. Einnig er til sérstakur vökvi sem sparar 10% af eldsneyti. Upplýsingar í síma: 897-2853 e-mail: great4car@hotmail.com Veffang: miracle4u.myffi .biz Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef- hjól á kerrur. Bílamottur. Opið virka daga 8-18 Góð mynstur á dekkjum eru bráðnauðsynleg í rigningunni. REYNSLUAKSTUR JEEP GRAND CHEROKEE LIMITED Vél: 3,0 L CRDI Túrbó dísil/510 Nm Eyðsla, bl.akstur: 10,2 L/100 km 0-100 km/klst: 9 sek. Þyngd: 2.210-2.310 Farangursrými: 978 - 1.909 lítrar Plús Þægilegur í akstri Öruggur Mjög gott sídrif Pedalar og sæti stillanleg í hæð Mínus Afturendanum hættir að renna til á hörðu og grýttu undirlagi Erfitt að setja sætisstilllingar í minni án leiðbeininga Verð á prufubíl: 5.490.000 kr.- 5.790.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.