Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2006, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 09.09.2006, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 9. september 2006 5 Kemur á markað eftir fjögur ár hið minnsta, kannski með 300 hestafla vél. Samkvæmt fréttum frá Þýska- landi stendur BMW hugur til að setja á markað blæjusportbíl, minni og ódýrari en Z4. Ætlunin er að taka við markaðsráðandi stöðu lítilla blæjubíla af Mazda MX-5. Smáatriðin eru óljós en innan- búðarmenn segja að fyrst sé von- ast bílnum, sem mun vera kallað- ur Z2, eftir fjögur ár, eftir útkomu nýs Z4 sem er áætluð 2009. Líkt og tilfellið er með Z4 mun Z2 líklega notast að hluta til við íhluti sem þegar eru til fyrir 1- og 3 línurnar til að auðvelda hönnun- ina og halda kostnaði niðri. Því verður Z2 líklega framleiddur á sama stað og Z4, í Spartanburg í Suður-Kaliforníu. Vélaúrval mun að öllum líkind- um einskorðast til að byrja með við 1800- og 2000-mótora en í þróun er ný 2 lítra túrbóvél sem á að skila 300 hestöflum og ef hún gefur góða raun er líklegt að hún rati í sportbílana. Z2 gegn MX-5 BMW Z4 var stefnt á móti Porsche Boxster þegar ný útgáfa var sett á markað. Nú er komið að því að ráðast á Mazda. Metanökutæki eru til sýnis á opnu húsi í dag ásamt Volvo nýrra og liðinna tíma. Á tíu ára afmæli Borgarholts- skóla, hinn 2. september síðastlið- inn, skrifuðu fulltrúar Metan hf. og Borgarholtsskóla undir sam- komulag þess efnis að skólinn kæmi upp kennslu í vélfræðum metanvéla. Er stefnt að því að kennsla geti hafist á vorönn 2007. Samkomulagið felur meðal ann- ars í sér að kennarar við bíliðnað- arbraut skólans munu afla sér þekkingar erlendis á slíkum vélum og mun Metan hf. standa straum af ferðakostnaði. Einnig munu Borgar- holtsskóli og Metan hf. koma upp búnaði til notkunar við kennsluna auk þess sem viðhlítandi kennslu- efni verður útbúið. Hluti kennslunnar mun felast í því að breyta venjulegum bensín- bíl í metanbíl og mun Metan hf. útvega ökutæki og búnað til slíks. Stefnt er að því að skólinn breyti að minnsta kosti einum bíl á hverju misseri og mun fyrsta ökutækið verða á vegum skólans og meðal annars ætlað til kennslu. Síðan er ætlunin að Metan hf. útvegi ökutæki og búnað til breyt- inga, skólanum að kostnaðar- lausu. Með þessu móti verða nemend- ur bílaiðnaðarbrautar virkir þátt- takendur í þróun íslensks sam- félags í átt að nýju eldsneyti. Verkefnið er styrkt af þróunar- sjóði menntamálaráðuneytisins og Orkusjóði. Í tilefni af opnu húsi í Borgar- holtsskóla í dag, milli klukkan 14 og 15, verða nokkur metanöku- tæki til sýnis á staðnum. Þar verða líka til sýnis nýr Volvo XC90 jeppi og nýjasta gerð af bilanagreini, sem dæmi um nýjustu tækni og tölvubúnað til viðgerða. Til sam- anburðar hefur verið fenginn að láni Volvo 244 árgerð 1988, sem ekinn er 280.000 km, sem verður sýndur við hliðina á þeim nýja. Vélfræði metanvéla kennd í Borgarholtsskóla Á opnu húsi í dag verða metanökutæki til sýnis í Borgarholtsskóla en þar hefst á næstu önn kennsla í vélfræðum metanvéla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Frumsýndur síðar í mánuðin- um, nær óbreyttur frá hug- myndaútgáfu. Á bílasýningunni í París, sem hefst 28. september, mun gestum gefast kostur á að berja augum fram- leiðsluútgáfu nýrrar Hondu Civic R-Type, sem var sýnd sem hug- myndabíll fyrr á þessu ári. Vélin verður sú sama og í fyrri útgáfunni, 197 hestöfl, en yfirbygg- ingin verður splunkuný Civic. Enn hafa ekki verið birtar myndir af endanlegri útgáfu en myndirnar sem hér sjást eru af hugmynda- útgáfunni og munu vera mjög nærri lagi. Nýr Civic R-Type Yfirbyggingin er sport- leg fyrir en R-Type útgáfan er algjör þota. R-Type er með 197 hestafla vél og ýmsum auðkennum til að greina hann frá venjulegum Civic, eins og vindskeið- um og svo auðvitað rauða „R“-inu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.