Fréttablaðið - 09.09.2006, Síða 53
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { heimilið } ■■■■
Á netinu...
13
Þessar flottu flísar frá ítalska fyrir-
tækinu Bisazza myndu sóma sér
vel inni á baðherbergi eða í eld-
húsinu. Flott er að setja þær milli
skápa, á einn vegg eða jafnvel
á borðplötur. Vissulega myndu
þær einnig sóma sér vel á eld-
húsgólfinu og í loftinu, eða hvar
þar sem manni dettur í hug. Þær
fást í mörgum litum og með ólíku
mynstri. Flísarnar koma samsettar
á stórri mottu svo ekki þurfi að
festa hverja og eina flís fyrir sig.
Þær er hægt að sérpanta í Flísa-
búðinni og Vídd.
eldhúsgólf í anda sjötta áratug-
arins eru að koma aftur í tísku.
Svarti liturinn er sérstaklega
vinsæll um þessar mundir og að
sjálfsögðu sómir hann sér vel í
eldhúsinu. Auðvitað er svartur
alltaf langflottastur með hvítum,
þar sem hann verður ekki eins
dimmur.
Margir kannast við að hafa séð
svona eldhúsgólf heima hjá afa
og ömmu í æsku, og nú er kjör-
ið tækifæri að fá smá nostalgíu-
kast og skella hvítum og svörtum
flísum eða gólfdúk á gólfið. Þar
að auki sést ekki mikið á gólfi
með þessu mynstri, sem getur oft
komið sér vel.
rákumst við á hina ótrúlegu fjöl-
breyttu og skemmtilegu diska,
lampa og bakka sem listamað-
urinn John Derian hefur búið til
og hannað. Hann hefur safnað
gömlum prentmyndum af ávöxt-
um, blómum og dýrum sem hann
setur saman á ýmsan máta og fest-
ir á diska, bakka, lampa, vasa og
fleira og glerjar yfir. Munirnir, sem
allir eru handunnir af listamönnum,
eru seldir um víða veröld en þá er einnig
hægt að nálgast á vefsíðunni: www.john-
derian.com.
Mynstraðar flísar
Köflótt..