Fréttablaðið - 09.09.2006, Síða 67
LAUGARDAGUR 9. september 2006
Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefn-
ast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem
glímt hefur verið við að undanförnu eru: Hvernig fer könguló að því að festa
þráð nánast lárétt milli tveggja stoða, fæðumst við með hitaeinangrun sem
við missum síðan með aldrinum, hvaðan kemur nafngiftin Bíldudalur, hvers
vegna stífna vöðvar upp við áreynslu, hver er munurinn á örlögum og forlög-
um, hafa alltaf verið svona margir máfar við tjörnina og er þrælahald einhvers
staðar leyft? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum
öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
�������������
���������������
Sú frétt barst nýlega að ástralski
kvikmyndagerðarmaðurinn
Steve Irwin hefði látist af sárum
sem hann hlaut af völdum sting-
skötu. Stingskötur finnast ekki
við Íslandsstrendur og eru því
flestum Íslendingum lítt kunnar.
Um 70 þekktar tegundir
Innan ættar stingskatna (Dasy-
atidae) eru þekktar um 70 teg-
undir sem skiptast í 9 ættkvíslir.
Rúmlega helmingur allra stings-
kötutegunda tilheyrir ættkvísl-
inni Dasyatis. Þar á meðal eru
flestar af stærstu stingskötum
heims. Sem dæmi má nefna hina
svokölluðu mjúku stingskötu (e.
Smooth stingray, Dasyatis brevi-
caudata), sem getur orðið allt að
4,3 metrar á lengd, 2 metrar í
þvermál og vegið allt að 350 kg.
Hitabeltisfiskar í sjó og fersku
vatni
Stingskötur eru fyrst og fremst
hitabeltisfiskar og eru heim-
kynni þeirra um og við miðbaug.
Tegundir af ættkvíslinni Dasyat-
is eru aðallega sjávarfiskar en
einnig eru til stingskötur sem
lifa í ferskvatni. Þar má nefna
tegundir af ættkvíslunum Pota-
motrygon, Paratrygon og Plesio-
trygon sem lifa í ám Suður-
Ameríku og að minnsta kosti 26
tegundir af ættkvíslinni Him-
antura lifa í ám og vötnum í
suður- og austurhluta Asíu.
Ránfiskar
Stingskötur eru ránfiskar líkt og
langflestir aðrir brjóskfiskar.
Sjónin gagnast þeim illa við veið-
ar þar sem augun eru efst á haus-
num en munnurinn á neðra borði.
Þær nota því fyrst og fremst
lyktar- og rafsegulskyn til að
staðsetja og hremma bráð sína
líkt og frændur þeirra hákarlarn-
ir. Tanngerð stingskatna er vel
aðlöguð því að bryðja skeljar og
eru krabbadýr (Crustacea) og
lindýr (Mollusca) meginuppi-
staðan í fæðu þeirra en ýmsir
smærri fiskar geta líka endað
ævina í kjafti þeirra.
Eitraðir broddar
Stingskötur geta reynst mönnum
hættulegar, eins og dauðsfall
hins fræga kvikmyndagerðar-
manns sannar. Á hala skötunnar
eru broddar eða gaddar sem eru
ekki einungis tiltölulega stórir
heldur einnig eitraðir og valda
oft svipuðum sviða og stingfrum-
ur marglyttna. Fiskifræðingar
nefna slíka gadda einnig húð-
tennur þar sem þeir eiga sér
uppruna í húð fiskanna.
Stingskötur eru þó yfirleitt
ekki árásarhneigðar, þvert á
móti synda þær í langflestum til-
fellum í burtu sé þeim ógnað. Ef
stórir ránfiskar ráðast hins
vegar á þær spenna þær upp hal-
ann með hinum ógnvænlegu
broddum. Stórir hákarlar þola
stungurnar nokkuð vel en þær
geta reynst minni hákörlum ban-
vænar og reyna þeir því fyrir
alla muni að forðast gaddana.
Stingskötur verða ekki mörgum
mönnum að bana
Það er helst flóttaviðbragð sting-
skötunnar sem getur reynst
mönnum lífshættulegt. Sköturn-
ar synda yfirleitt snöggt í burtu
þegar þær eru truflaðar og þá er
hætta á að halinn með göddunum
sláist til og rekist í menn. Slys af
völdum stingskatna eru tiltölu-
lega algeng í Asíu og Eyjaálfu en
dauðsföll eru þó sjaldgæf. Ein-
ungis er vitað um 17 dauðsföll á
tímabilinu 1996-2005. Í slíkum
tilfellum hafa gaddarnir farið
inn í brjóst- eða kviðarhol fólks-
ins og þá farið saman lífshættu-
legur skaði á líffærum, blóðmiss-
ir og eituráhrif. Þar sem
dauðsföll af völdum stingskatna
eru eins fátíð og raun ber vitni
læðist sá grunur að höfundi að
Steve Irwin hafi ekki farið sér-
lega varlega að þessum dýrum.
Þeir sem hafa séð sjónvarps-
þætti hans vita að hann gat verið
æði glannalegur í umgengni við
hin hættulegustu dýr. Það er rétt
að árétta það að flest villt dýr
geta reynst mönnum hættuleg
og því ætti alltaf að sýna aðgát í
umgengni við þau.
Slys af völdum stingskatna
Algengustu slysin af völdum
stingskatna verða þegar fólk
stígur í ógáti á sköturnar eða
gaddarnir strjúkast við fótleggi
þess þegar þær synda framhjá.
Af þessu geta hlotist afar slæmir
skurðir og blóðmissir í kjölfarið,
auk eitrunaráhrifanna sem valda
iðulega miklum sviða í sárinu.
Yfirleitt gengur sviðinn yfir á
tveimur sólarhringum; hann er
verstur fyrsta klukkutímann en
eftir það dregur fljótt úr honum.
Aðrir algengir fylgikvillar
eitrunarinnar eru höfuðverkur,
svimatilfinning, uppköst og hiti.
Þekkt húsráð í Ástralíu við eitrun
af völdum stingskatna (og marg-
lyttna) er að láta heitt vatn renna
yfir sárið. Hitinn veldur því að
efnasambönd eitursins brotna
niður og verða skaðlaus. Sem
betur fer þurfum við ekki að til-
einka okkur slík húsráð þar sem
sjávardýr við Ísland eru öllu
skaðlausari en þau sem synda
umhverfis Ástralíu.
Vinsæl dýr
Þrátt fyrir að orðspor stingskatna
hafi nú beðið umtalsverðan
hnekki hafa þær verið, og verða
sjálfsagt áfram, afar vinsæl dýr
meðal sportkafara. Víða í Karíba-
hafi, svo sem við Cayman-eyjar
og Antígva, safnast mörg hundr-
uð skötur saman og draga að sér
fjölda sportkafara sem víla ekki
fyrir sér að synda innan um þær
og jafnvel mata þær á fisk-
úrgangi. Stingskötur eru einnig
meðal vinsælustu fiska í sædýra-
söfnum víða um heim.
Jón Már Halldórsson,
líffræðingur
Eru stingskötur
virkilega banvænar?
STEVE IRWIN OG FRÚ Krókódílar voru
hans ær og kýr.
NÝTT&
FERSKARA
BLAÐ
KEMUR ÚT ALLA FIMMTUDAGA
Ellý í Q4U
er ekki vond manneskja
Glæsilegustu stjörnupörin
í ítarlegri umfjöllun
Þröstur Jóhannesson
gefur út sína fyrstu sólóplötu