Fréttablaðið - 09.09.2006, Page 96

Fréttablaðið - 09.09.2006, Page 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ���������� ��������� ��������������� Ég fór á völlinn á miðvikudaginn og horfði á Ísland tapa fyrir herraþjóðinni eina ferðina enn, í þetta skiptið með tveimur mörkum gegn engu. Sjálfur hafði ég spáð því að leikurinn færi 14-2 fyrir Ísland, en það hefði orðið skáldlega fögur niðurstaða í ljósi sögunnar. Mér fannst fyrir löngu vera kom- inn tími til að Íslendingar veittu Dönum ærlega ráðningu. Einok- unarverslunin með sínu maðkaða mjöli var Íslendingum til ama um áratuga skeið og bara það brask allt saman ásamt djúpstæðri ólund danskra kaupsýslumanna gagnvart íslenskum athafnamönnum undan- farið hefði átt að leiða til stór- sigurs, og þar með fullkominnar hefndar, Íslendinga á Dönum. EN svo fór ekki. Reyndar vil ég meina að ég hafi spáð 50% rétt, þar sem ég spáði jú því að Danir myndu skora tvö mörk, sem þeir gerðu. Hins vegar brást spádóms- gáfan hvað varðaði markafjölda Íslendinga. Þeir skoruðu ekki 14 mörk heldur ekkert. En auðvitað má segja að fyrst þeir skoruðu ekki 14 mörk var alveg eins gott að þeir skoruðu ekki neitt. Slíkt er í anda speki Snæfríðar Íslandssól- ar, sem alla jafna kaus verstu nið- urstöðuna frekar en þá næstbestu. Ekkert hefði verið varið í það að vinna Dani 13-2 eða 12-2. Fjórtán eða ekkert, segi ég. EITT vakti athygli mína á leikn- um, burtséð frá markaleysi Íslend- inga, og hefur þetta tiltekna atriði reyndar vakið athygli mína oft áður þegar ég hef farið á lands- leiki. Ég get ekki varist því þegar ég sit á landsleikjum, þögull en spenntur í stúkunni, að Íslendingar, og þar á meðal ég, séu arfaslakir stuðningsmenn. Á leiknum á mið- vikudaginn leið mér persónulega eins og fólk myndi almennt telja mig hálfvita ef ég stæði nú upp og öskraði hvatningarorð. Ég hefði allt eins búist við bergmáli. VINUR minn öskraði stundum. Háttvirtur menntamálaráðherra sá ég líka að hrópaði í heiðursstúk- unni, enda íþróttakona á árum áður. Þar stökk forseti KSÍ stund- um líka á lappir og bölvaði en að öðru leyti var allt með kyrrum kjörum. Ég veitti því líka eftirtekt að allar tilraunir til þess að búa til svokallaða bylgju í stóru stúkunni strönduðu undantekningarlaust í heiðursstúkunni. ÞAÐ er engu líkara en Íslending- ar skammist sín fyrir hvatningar- orðin sem þeim er uppálagt að kalla á landsleikjum. Ég skil það vel. „Áfram Ísland!“ og „Ísland, Ísland!“ eru eiginlega bara hálf kjánalegar upphrópanir, sem þjóðarsálin fílar greinilega ekki. Úr þessu þarf að bæta hið snar- asta ef við ætlum okkur einhvern tímann að vinna Dani 14-2. Á vellinum 50 02 .V .B s met sy S AE KI re tn I © 490,- Sænskar kjötbollur með kartöflum, týtuberjasultu og rjómasósu (10 stk.) Njóttu þess að slaka á 14.900,- LYCKSELE svefnstóll með MIXDALA marglituðu áklæðill li l i PARODI vasi H70 cm 2.990,- FREJA LAMM púði 40x60 cm 1.990,- TINDRA ilmjurtakassi ýmsir litir 295,- TINDRA ilmkerti H11 cm 495,- KÄGLA kertastjaki H26 cm 895,- H37 cm 995,- BETTAN púðaver 72x72 cm RIBBA rammi 13x18 cm FIXHULT 3ja sæta leðursófi 198x88x85 cm 49.900,- DALFORS sjónvarpsbekkur 113x42 cm Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 20:00 | www.IKEA.is OBSERVATÖR sjónvarpsveggfesting f/flatskjái 2.490,- KLUBBO innskotsborð 3 stk. 7.990,- 495,- SKYAR lampar 3 stk. H172,5 cm / H52 cm 2.990,- 695,- IVÅS sófaborð 120x70x45 cm 13.950,- 4.990,- BESTI VINURINNEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR GÓÐUR VINUR Á GÓÐRI STUND 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.