Fréttablaðið - 25.09.2006, Page 36

Fréttablaðið - 25.09.2006, Page 36
 25. september 2006 MÁNUDAGUR16 Þrátt fyrir að nærri öll málning sé flögnuð af þessu eyðibýli við Skinnalón á Melrakkasléttu má þar sjá marga liti sem gefa því dulúðlegan blæ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kindurnar horfa forvitnar á fáséða gesti enda hafa þær haft þetta forláta hús á Langanesi út af fyrir sig í langan tíma. Bærinn Dagverðará á Snæfellsnesi má muna fífil sinn fegri en við hann var kennd refaskyttan og lífskúnstnerinn Þórður Halldórsson. Bærinn Strýta í Djúpavogshreppi hefur eitt sinn verið myndarhús. Djúprauður gafl, grænar dyr og franskir gluggar. Hér hefur ekki verið til sparað á sínum tíma. Reynitréð hallar sér að vini sínum til margra ára. FYRR VAR OFT Í KOTI KÁTT Á ferð um sveitir landsins verður ekki hjá því komist að taka eftir eyðibýlum sem víða standa ein og yfirgefin en misilla farin af veðri og vindum. Kemur þá yfir mann viss angurværð að hugsa til þess fólks sem eitt sinn bjó í þessum húsum. Þar hefur oft verið kátt á hjalla. Íbúar hafa starfað þar og leikið sér og engan hefur órað fyrir því að nokkrum árum eða áratugum seinna yrði ekkert eftir nema hrörlegir útveggir. Eyðibýli geta verið ægifögur en samt sem áður endurspegla þau að vissu leyti brostnar vonir. Þau minna á búskap sem hefur ekki staðið undir sér eða gamalt fólk sem fallið hefur frá án þess að nokkur afkomandi hafi tekið við búinu. Hvað sem því líður voru eyðibýli góður efniviður fyrir Vilhelm Gunnarsson ljós- myndara, sem fangaði augnablik hins liðna á ferð sinni um landið í sumar. - sgi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.