Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 36
 25. september 2006 MÁNUDAGUR16 Þrátt fyrir að nærri öll málning sé flögnuð af þessu eyðibýli við Skinnalón á Melrakkasléttu má þar sjá marga liti sem gefa því dulúðlegan blæ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kindurnar horfa forvitnar á fáséða gesti enda hafa þær haft þetta forláta hús á Langanesi út af fyrir sig í langan tíma. Bærinn Dagverðará á Snæfellsnesi má muna fífil sinn fegri en við hann var kennd refaskyttan og lífskúnstnerinn Þórður Halldórsson. Bærinn Strýta í Djúpavogshreppi hefur eitt sinn verið myndarhús. Djúprauður gafl, grænar dyr og franskir gluggar. Hér hefur ekki verið til sparað á sínum tíma. Reynitréð hallar sér að vini sínum til margra ára. FYRR VAR OFT Í KOTI KÁTT Á ferð um sveitir landsins verður ekki hjá því komist að taka eftir eyðibýlum sem víða standa ein og yfirgefin en misilla farin af veðri og vindum. Kemur þá yfir mann viss angurværð að hugsa til þess fólks sem eitt sinn bjó í þessum húsum. Þar hefur oft verið kátt á hjalla. Íbúar hafa starfað þar og leikið sér og engan hefur órað fyrir því að nokkrum árum eða áratugum seinna yrði ekkert eftir nema hrörlegir útveggir. Eyðibýli geta verið ægifögur en samt sem áður endurspegla þau að vissu leyti brostnar vonir. Þau minna á búskap sem hefur ekki staðið undir sér eða gamalt fólk sem fallið hefur frá án þess að nokkur afkomandi hafi tekið við búinu. Hvað sem því líður voru eyðibýli góður efniviður fyrir Vilhelm Gunnarsson ljós- myndara, sem fangaði augnablik hins liðna á ferð sinni um landið í sumar. - sgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.