Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 2
2 1. október 2006 SUNNUDAGUR
SPURNING DAGSINS
STJÓRNMÁL Alþingi, hið 133. í röð-
inni, verður sett á morgun. Venju
samkvæmt hefst þingsetningar-
athöfnin á guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni. Séra Dalla Þórðar-
dóttir, prestur í
Miklabæjarprestakalli, predikar
og þjónar fyrir altari ásamt
herra Karli Sigurbjörnssyni,
biskupi Íslands. Forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, setur
þingið en Jóhanna Sigurðardótt-
ir starfsaldursforseti stýrir
fundi og kjöri þingforseta.
Síðar um daginn verður kosið í
fastanefndir þingsins og hlutast
til um sæti þingmanna.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra flytur stefnuræðu sína á
þriðjudagskvöld og í kjölfarið
fylgja umræður um hana. Á mið-
vikudag verður hefðbundinn þing-
fundur og er gert ráð fyrir utan-
dagskrárumræðum. Árni M.
Mathiesen fjármálaráðherra
mælir svo fyrir fjárlagafrumvarpi
ársins 2007 á fimmtudag.
Ráðgert er að þing standi fram
í miðjan mars en verði þá slitið
vegna kosninganna í maí.
Sæunn Stefánsdóttir Fram-
sóknarflokki tekur fast sæti á
þinginu á morgun, hún kemur í
stað Halldórs Ásgrímssonar sem
afsalaði sér þingmennsku fyrir
skömmu. - bþs
Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á þriðjudag. Fjárlög rædd á fimmtudag:
Alþingi verður sett á morgun
FRÁ UMRÆÐUM Á ALÞINGI Jóhanna
Sigurðardóttir er starfsaldursforseti
þingsins.
DÓMSMÁL Persónuvernd og full-
trúar Íslenskrar erfðagreiningar
(ÍE) hittust á fundi á föstudag þar
sem rætt var um aðferðir fyrir-
tækisins við öflun gagna í dóms-
máli sem ÍE hefur höfðað gegn
fimm fyrrverandi starfsmönnum
sínum.
Sigrún Jóhannesdóttir, for-
stjóri Persónuverndar, segir að ÍE
hafi sett sig í samband við Per-
sónuvernd fyrir nokkrum dögum
síðan og áður en fjallað var um
málið í fjölmiðlum. „Þeir settu sig
í samband við okkur símleiðis og
ég lagði til að fulltrúar héðan
færu og ræddu við þá um þessi
mál til að við hefðum ítarlegri
vitneskju um það sem raunveru-
lega gerðist.“
Sigrún segir að fundurinn hafi
ekki verið haldinn fyrr þar sem
hún hafi verið erlendis og ekki
hafi verið talið að hægt væri að fá
nægjanlegar upplýsingar nema
að fara á staðinn og hitta forsvars-
menn ÍE. Hún segir ákvörðun um
frekari framvindu málsins ekki
hafa verið tekna. „En ég get ekki
ímyndað mér að það sé langt að
bíða næstu skrefa. Við höfum
kynnt okkur málið á fundi og
munum fá frekari gögn. Að öðru
leyti eru engin efni til að tjá sig
frekar um afstöðu Persónuvernd-
ar á nokkurn hátt.“
Þórir Haraldsson, lögmaður
ÍE, segir að fyrirtækinu hafi þótt
eðlilegt að hafa samband við Per-
sónuvernd og skýra frá því að
þetta mál hefði komið upp. Hann
sagði að ÍE myndi að sjálfsögðu
veita stofnuninni allar þær upp-
lýsingar sem hún óskaði eftir en
vildi að öðru leyti ekki tjá sig um
efni fundarins.
Sveinn Andri Sveinsson, lög-
maður Jesus Sainz, eins hinna
ákærðu í málaferlum ÍE, staðfesti
í gær að hann myndi kæra með-
ferð ÍE á tölvupóstum umbjóð-
anda síns til Persónuverndar og
að það yrði líklega gert á mánu-
daginn. „Persónuvernd þarf að
grípa inn í og rannsaka þetta. Ekki
bara í tilfelli míns umbjóðanda
heldur almennt hvernig þetta er
stundað hjá fyrirtækinu.“
Farbannsúrskurður yfir Sainz
rann út í gær en Sveinn Andri
segir hann ekki ætla að halda af
landi brott. „Hann ætlar að vera
hérna þangað til hann hefur mætt
þeim ásökunum sem á honum hafa
dunið. Það liggur líka fyrir að það
er búið að ákveða að fara í meið-
yrðamál, bæði á Íslandi og í Banda-
ríkjunum. Í fréttatilkynningum og
viðtölum hafa forsvarmenn ÍE
sagt miklu meira en þeir hafa
getað staðið við.“thordur@frettabladid.is
Persónuvernd og ÍE
funduðu um gögnin
Jesus Sainz ætlar að kæra ÍE til Persónuverndar. ÍE fundaði með Persónuvernd
á föstudag vegna aðferða fyrirtækisins við öflun gagna. Forstjóri Persónuvernd-
ar vill ekki tjá sig um fundinn en segir ekki langt að bíða næstu skrefa.
SIGRÚN
JÓHANNES-
DÓTTIR
SVEINN
ANDRI
SVEINSSON
ÍSLENSK ERFÐAGREINING Fulltrúar fyrirtækisins óskuðu eftir fundi með Persónu-
vernd til að tilkynna um gagnaöflun sína.
KABÚL, AP Tólf létust og yfir
fjörutíu særðust í árás sjálfs-
morðssprengjumanns í Kabúl í
gærmorgun. Árásin átti sér stað
rétt fyrir klukkan átta á fjölfar-
inni göngugötu. Forseti Afganist-
ans, Hamid Karzai, fordæmdi
árásina. Hann kallaði eftir því að
hið alþjóðlega samfélag legðist á
eitt með Afganistan til að stöðva
framgang búða þar sem ungt fólk
er heilaþvegið og þjálfað til að
verða sjálfsmorðssprengjumenn.
Fyrr í mánuðinum létu sextán
manns lífið í annarri stórri sjálfs-
morðssprengjuárás í Kabúl, þar
á meðal voru tveir bandarískir
hermenn. - sun
Mannskæð sprengjuárás:
Tólf látnir eftir
árás í Kabúl
KÍNA, AP Kínversk fréttastofa
greindi frá því í gær að 985
kjúklingar í norðurhluta Kína
hefðu drepist úr H5N1-afbrigði
fuglaflensu. Þetta er í níunda
skipti á árinu sem H5N1-veiran
kemur upp í Kína. Yfirvöld á
svæðinu létu drepa 8.990 kjúkl-
inga til að reyna að stöðva
útbreiðslu veirunnar.
H5N1-veiran hefur orðið
minnst 148 manns að aldurtila á
síðustu þremur árum, þar af
þrettán Kínverjum. Sérfræðing-
ar vara við því að í Kína megi
búast við fleiri dauðsföllum af
völdum fuglaflensu ef ekki tekst
að stöðva faraldurinn í alifugl-
um. - sun
Nýr fuglaflensufaraldur:
985 kjúklingar
dauðir í Kína
SRÍ LANKA, AP Sérsveit lögreglunn-
ar á Srí Lanka sat fyrir hópi
uppreisnarmanna Tamílatígra
sem undirbjó árás á eftirlitsstöð
lögreglunnar. Sérsveitarmenn
skutu sprengjuvörpum og
handsprengjum að hópnum með
þeim afleiðingum að ellefu létust.
Norskur sendifulltrúi er væntan-
legur til Srí Lanka til að eiga
viðræður við stjórnvöld og
leiðtoga Tamílatígra á mánudag,
en Norðmenn höfðu milligöngu
um vopnahléið sem undirritað var
árið 2002. Yfir eitt þúsund manns
hafa fallið í átökunum á Srí Lanka
á síðustu mánuðum. - sun
Átök á Srí Lanka:
Ellefu uppreisn-
armenn látnir
VINNUMARKAÐUR Félagsmönnum
VR með erlent ríkisfang hefur
fjölgað um 60 prósent á tveimur
árum úr 500 í 800 og eru nú 3,2
prósent af félagafjölda.
Að auki eru um 1.200 félags-
menn sem eru af erlendu bergi
brotnir eða fæddir erlendis en
hafa íslenskt ríkisfang. Það eru
rúmlega tvöfalt fleiri en fyrir
tveimur árum.
Um helmingur starfandi
erlendra ríkisborgara á Íslandi
vinnur við þjónustugreinar.
Flestir erlendra ríkisborgara
innan VR eru pólskir eða 76.
Rúmlega 30 koma frá Þýskalandi
og 28 frá Bandaríkjunum. - sdg
Erlendir félagsmenn VR:
Fjölgað um 300
á tveimur árum
STJÓRNMÁL „Ég varð var við að
stórkanónur í pólitíkinni skiptu
sér af þessu,“ segir Smári Geirs-
son sem varð að lúta í lægra
haldi fyrir Halldóri Halldórs-
syni í formannskjöri Sambands
íslenskra sveitarfélaga á föstu-
dag.
Eins og greint var frá í Frétta-
blaðinu í gær snerust vinstri
grænir á sveif með sjálfstæðis-
mönnum og greiddu Halldóri
atkvæði sín. Samfylkingin og
Framsóknarflokkurinn studdu
Smára.
Smári segir vinstri grænum
frjálst að hafa sínar skoðanir.
„Þeir auðvitað gera upp sinn hug
eins og aðrir á þinginu.“ Hann
segist hafa gert sér grein fyrir
að mjótt yrði á munum en aðeins
fjögur atkvæði skildu hann og
Halldór að. „Það sem skiptir
máli núna er að allir taki hönd-
um saman og geri Samband
íslenskra sveitarfélaga að sterku
sambandi þar sem ríkir samhug-
ur.“
„Ég er fyrst og fremst þakk-
látur fyrir þann stuðning sem ég
fékk og hann gengur auðvitað
ekki alveg eftir flokkslínum,“
segir Halldór. „Það er í raun
vinstri grænna að svara fyrir
það hvað þeir hafa gert en flokks-
línur eru aldrei hreinar og klárar
í svona máli.“ - bþs/sþs
Smári Geirsson segir vinstri grænum frjálst að hafa sínar skoðanir:
Stórkanónur skiptu sér af kjöri
STJÖRNUSKOÐUN Erlend viðbrögð
við borgarmyrkvanum síðastlið-
inn fimmtudag hafa verið mikil.
Meðal fjölmiðla sem fjölluðu um
atburðinn eru Reuters, BBC,
Aftenposten og The Washington
Post. Einnig var minnst á
myrkvann í ítölskum, áströlskum
og kínverskum fréttamiðlum.
Á fimmtudagskvöld var slökkt
á öllum götuljósum milli klukkan
tíu og hálf ellefu. Myrkvunin
heppnaðist vel og var að mestu
leyti án óhappa. - sþs
Borgarmyrkvinn á fimmtudag:
Erlendir miðlar
áhugasamir
MYRKVUÐ BORG Tilefnið með borgar-
myrkvanum var að gefa borgarbúum
kost á að skoða stjörnuhimininn.
Björn, hvernig finnst þér þú
taka þig út í búningnum?
„Ég var hissa að sjá, hve búningur-
inn er gamaldags.“
Starfsmenn auglýsingastofunnar Fíton
brugðu á leik á dögunum og hönnuðu
merki og búninga íslenska hersins. Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra var fyrir-
mynd við hönnun búninganna.
MÁLIN RÆDD Smári Geirsson varð að
lúta í lægra haldi fyrir Halldóri Halldórs-
syni í formannskjöri Sambands íslenskra
sveitarfélaga á föstudag.
DANMÖRK Fimmtíu og þrjú
prósent Dana telja það hafa verið
rétta ákvörðun hjá Jótlandspóst-
inum að birta skopmyndirnar af
Múhameð spámanni síðastliðið
haust. Tæp fjörutíu prósent segja
ákvörðunina hins vegar ranga
samkvæmt frétt blaðsins í gær.
Þegar hugur Dana til teikning-
anna var kannaður áður en
mótmælin vegna þeirra blossuðu
upp var fjórðungur þjóðarinnar
þeim andsnúinn. Fjölgun and-
stæðinga skopmyndanna er helst
rakin til þess að töluvert hefur
fækkað í hópi þeirra sem segjast
ekki hafa skoðun á málinu. - ks
Skopmyndir af Múhameð:
Meirihluti fylgj-
andi teikningum
VÍGBÚNIR Sérsveitir sátu fyrir uppreisn-
armönnum Tamílatígra.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan í
Keflavík þurfti að hafa afskipti af
manni í fyrrinótt sem var
grunaður um að hafa brotið rúðu í
húsnæði TM við Hafnargötu.
Maðurinn brást illa við afskiptum
lögreglu og veittist að lögreglu-
mönnum, en var handtekinn eftir
nokkur átök. Þá bar að annan
mann sem kvaðst vera bróðir hins
handtekna. Hann mótmælti
handtökunni með látum og hótaði
lögreglumönnum lífláti. Hann var
þá handtekinn fyrir að hindra
lögreglu í starfi. Mennirnir tveir
fengu að gista fangageymslur í
nótt. - sun
Lögreglu hótað í Keflavík:
Ósáttur við af-
skipti lögreglu
Fellibylur nálgast
Á annað hundrað þúsund manns
yfirgáfu heimili sín við strendur Mið-
Víetnams vegna komu fellibyljarins
Xangsane. Búist var að bylurinn
tæki land í gærkvöld eða í morgun.
Fellibylurinn hefur þegar orðið 61 að
aldurtila á Filippseyjum.
VÍETNAM