Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 72
32 1. október 2006 SUNNUDAGUR MasterCard Mundu ferðaávísunina! ������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������� � � � � � � �� �� �� �� �� � �� �� � ���� ���������� Kúba ������� ���������� ����������� ����������� ����������� ���� ������������������������� ������������������������� ���������������� ������������������������ ��������������� �������������������������������� ���������������������������� ������������� ����������� ������������������������������� ������������������������������������ ������������������������������ ��������� ����������� ��������������������� ����������������� � ��������������� ���� � ���������������� FÓTBOLTI Bolton tók á móti Liver- pool í gær í ensku úrvalsdeildinni. Rafa Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, breytti byrjunarliði sínu frá síðasta leik og þetta var í 95 skiptið í röð sem hann gerir breytingu á sínu liði á milli leikja. Leikurinn endaði með sigri heima- manna, 2-0, þar sem Gary Speed og Ivan Campo skoruðu mörkin, en markið hjá Gary Speed þótti mjög umdeilt. Jose Reina, markvörður Liver- pool, var ranglega dæmdur brot- legur þegar hann hugðist sparka fram völlinn en þá flaggaði línu- vörðurinn og dæmdi hendi, eitt- hvað sem enginn annar tók eftir. Upp úr aukaspyrnunni skoraði Gary Speed og kom Bolton yfir í leiknum. Þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði svo Ivan Campo annað mark Bolt- on með skalla og þar við sat. „Þetta var frábær frammistaða gegn einu besta liði deildarinnar. Við börðumst vel, náðum að loka vel á þeirra spil og það fór í taug- arnar á leikmönnum Liverpool. Við fengum kannski ekki mörg færi en við nýttum þau og varnar- leikur okkar var frábær í þessum leik,“ sagði Sam Allardyce, fram- kvæmdastjóri Bolton eftir leikinn í gær. Þetta var þriðja tap Liverpool í röð á útivelli í deildinni og Liver- pool hefur einungis fengið eitt stig úr fjórum útileikjum liðsins á þessari leiktíð en það kom í fyrstu umferð gegn Sheffield United. - dsd Umdeilt atvik skipti sköpum í leik Bolton og Liverpool: Bolton lagði Liverpool GARY SPEED Skoraði í sínum 750. leik á ferlinum fyrir félagslið. NORDIC PHOTOS/GETTY ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Enska úrvalsdeildin BOLTON-LIVERPOOL 2-0 1-0 Gary Speed (30.), 2-0 Ivan Campo (51.). CHELSEA-ASTON VILLLA 1-1 1-0 Didier Drogba (3.), 1-1 Gabriel Agbonlahor (45.). EVERTON-MANCHESTER CITY 1-1 1-0 Andy Johnson (44.), 1-1 Micah Richards (90.). CHARLTON-ARSENAL 1-2 1-0 Darren Bent (21.), 1-1 Robin van Persie (32.), 1-2 Robin van Persie (49.). SHEFFIELD UNITED-MIDDLESBROUGH 2-1 1-0 Rob Hulse (35.), 1-1 Yakubu (49.), 2-1 Philip Jagielka (90.). STAÐAN CHELSEA 7 5 1 1 12-4 16 BOLTON 7 4 2 1 7-3 14 MAN. UTD. 6 4 1 1 12-4 13 PORTSMOUTH 6 4 1 1 9-1 13 EVERTON 7 3 4 0 12-6 13 ASTON VILLA 7 3 4 0 9-4 13 ARSENAL 7 3 2 1 8-4 11 READING 6 3 1 2 8-7 10 LIVERPOOL 7 3 1 3 8-8 10 BLACKBURN 6 2 2 2 6-8 8 MAN. CITY 7 2 2 3 6-9 8 FULHAM 6 2 2 2 5-9 8 NEWCASTLE 6 2 1 3 6-8 7 WIGAN 5 1 2 2 5-6 5 WEST HAM 6 1 2 3 6-9 5 M‘BORO 7 1 2 4 6-12 5 SHEFF. UTD. 7 1 2 4 4-10 5 TOTTENHAM 6 1 1 4 2-8 4 WATFORD 6 0 3 3 4-7 3 CHARLTON 7 1 0 6 5-13 3 England - Championship WBA-LEEDS 4-2 Gylfi Einarsson var ekki í hópnum hjá Leeds. BARNSLEY-LUTON TOWN 1-2 COVENTRY-PLYMOUTH ARGYLE 0-1 DERBY COUNTY-SOUTHEND 3-0 SOUTHAMPTON-QPR 1-2 SUNDERLAND-SHEFF. WEDNESDAY 1-0 BIRMINGHAM-LEICESTER CITY 1-1 STOKE CITY-PRESTON NORTH END 1-1 CARDIFF-WOLVES 4-0 HULL CITY-CRYSTAL PALACE 1-1 England - League 1 BRENTFORD-YEOVIL TOWN 1-2 Ólafur Ingi Skúlason var ekki í hópnum hjá Brent- ford. FÓTBOLTI Didier Drogba heldur áfram að skora fyrir Englands- meistara Chelsea en hann skoraði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli við Aston Villa í gær. Drobga kom Chelsea yfir strax á þriðju mínútu en Agbonlahor náði að jafna fyrir Aston Villa rétt fyrir leikhlé. Þar við sat og Aston Villa er því enn taplaust í deildinni. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var allt annað en sáttur eftir leik- inn. „Annað liðið vildi vinna leik- inn en hitt liðið vildi ná jafntefli. Ég er ekki að kenna Aston Villa um eitt né neitt, liðið kom hingað til að gera það sem það þurfti. Markvörðurinn varði mjög vel en stöngin á marki þeirra stóð líka fyrir sínu. Þetta var einn af þess- um leikjum þar sem ég óskaði þess heitt að skora annað mark og Martin O`Neill, framkvæmda- stjóri Aston Villa, óskaði þess heitt að leikurinn yrði flautaður af. O`Neill er góður maður og lið hans eru þekkt fyrir að berjast mikið,“ sagði Mourinho eftir leik- inn. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í liði Charlton sem tapaði á heimavelli fyrir Arsenal. Hvorki hefur gengið né rekið hjá Charlton á þessu tímabili og farið er að hitna verulega undir Ian Dowie, framkvæmdastjóra félagsins, en liðið hefur aðeins unnið einn leik og tapað sex leikjum það sem af er tímabilinu. Charlton komst yfir í leiknum en tvö mörk frá Robin van Persie tryggðu Arsenal sigur- inn. Sigurmarkið þótti einkar glæsilegt en þá fékk van Persie boltann á lofti við vítateigslínuna og skaut efst í bláhornið. „Þetta var ótrúlegt mark, leik- menn skora ekki mörg svona á ævinni. Fyrst hélt ég að boltinn færi yfir markið en svo sá ég að hann endaði í bláhorninu,“ sagði Arsene Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal, sem íhugaði að taka van Persie út af stuttu áður en hann skoraði sigurmarkið. Everton hefur komið á óvart í upphafi tímabilsins og er enn taplaust eftir sjö leiki. Everton varð þó að sætta sig við 1-1 jafn- tefli á heimavelli í gær gegn Manchester City þar sem Micah Richards jafnaði fyrir Manchest- er City á síðustu mínútu leiksins eftir að Andrew Johnson hafði komið Everton yfir, hans fimmta mark á tímabilinu. Joey Barton, leikmaður Evert- on, gæti þó verið í slæmum málum eftir að hann beraði á sér aftur- endann í fagnaðarlátunum eftir jöfnunarmarkið. „Lögreglan kom til mín eftir leikinn og tilkynnti mér að Barton hafði gert þetta. Ég sá þetta ekki en ef eitthvað hefur gerst þá munum við taka á því máli,“ sagði Stuart Pearce, framkvæmdastjóri Manchester City, eftir leikinn en félagið hefur töluvert verið á milli tannanna á fólki eftir að Ben Thatcher rotaði Pedro Mendez í upphafi tímabils- ins. dagur@frettabladid.is Aston Villa og Everton enn taplaus Everton og Aston Villa eru ennþá taplaus í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki gærdagsins. Aston Villa náði jafntefli gegn Chelsea á Stamford Bridge og Arsenal vann góðan útisigur á lánlausu liði Charlton á útivelli. REKTU HANN ÚTAF DÓMARI Hermann Hreiðarsson er hér að biðla til dómarans um að reka van Persie út af í leiknum í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES AGBONLAHOR Þessi maður ber þetta skemmtilega nafn og það var hann sem tryggði Aston Villa annað stigið í leik liðsins gegn Chelsea í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Sheffield United sigraði Middlesbrough í síðasta leik gærdagsins í enska boltanum með tveimur mörkum gegn einu. Sigurmarkið skoraði Paul Jagi- elka með glæsilegu skoti af um 25 metra færi þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en þetta var fyrsti sigur Sheffield United á leiktíðinni. Með sigrin- um náði Sheffield United að lyfta sér úr botnsæti deildarinnar. Rob Hulse kom Sheffield United yfir í leiknum en það var hans þriðja mark á leiktíðinni. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jafnaði Yakubu metin fyrir Middlesbrough. - dsd Glæsilegt mark frá Jagielka tryggði Sheff. Utd sigur: Sheff. Utd úr botnsætinu FORMÚLA 1 Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Fernando Alonso, verður á ráspól í Kínakappakstr- inum eftir að hafa náð besta tímanum í tímatökum í gær en helsti keppinautur hans, Michael Schumacher, þurfti að láta sér linda sjötta besta tímann. Það rigndi á ökumennina í gær og þótt ótrúlegt megi virðast þá átti Michael Schumacher í miklum erfiðleikum á blautri brautinni, en það hefur hingað til verið talin hans sterkasta hlið að keyra í rigningu. Alonso var kokhraustur að lokinni tímatökunni í gær. „Það skiptir engu máli fyrir okkur hvort það verður þurrt eða bleyta, við verðum í baráttunni um sigurinn hvort heldur sem er,“ sagði Alonso. - dsd Tímataka í gær: Alonso með besta tímann ALONSO OG FISICHELLA Náðu tveimur bestu tímunum í tímatökunni í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES BADMINTON Ragna Ingólfsdóttir, Íslandsmeistari í badminton, leikur í dag til úrslita á alþjóðlega meistaramótinu í Ostrava í Tékklandi sem fram fer þessa dagana. Í undanúrslitum í gær bar Ragna sigurorð á Jill Pittard frá Bretlandi í tveimur lotum gegn einni. Ragna mætir danskri stúlku, Camillu að nafni, í úrslitaleiknum í dag. - dsd Badminton: Ragna í úrslit í Tékklandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.