Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 78
 1. október 2006 SUNNUDAGUR38 HRÓSIÐ … Sigurður Bjóla Garðarsson snýr aftur á nýjustu plötu Hildar Völdu en tónlistarmaðurinn og upptöku- stjórinn semur tvö ný lög fyrir söngkonuna. Heimildum Frétta- blaðsins ber ekki saman um hve- nær Sigurður Bjóla átti síðast lag á íslenskri plötu en ljóst er að hér er um sögulega endurkomu að ræða. Auk Sigurðar semja sann- kallaðar stórkanónur lög fyrir söngfuglinn og nægir þar að nefna Ottó Tynes, Pétur Örn Guðmunds- son, Valgeir Guðjónsson, Egil Ólafsson og Halldór Gylfason. Þegar Fréttablaðið náði tali af Sigurði var hann í fríi uppi í sveit og hafði ekki haft spurnir af því að lögin tvö hefðu ratað á plötuna. Jón Ólafsson, unnusti Hildar Völu og hennar helsti samstarfs- maður, hefði hringt í sig og beðið sig um að semja tvö lög fyrir plötuna. „Það er hins vegar gaman að heyra að þau ætli að nota þetta,“ sagði Sigurður sem sjálfur sagðist ekki muna hve- nær lag eftir hann hefði síðast ratað á breiðskífu. „Það getur vel verið að það sé orðið langt síðan,“ bætti hann við og sagðist ekki hafa skipt sér mikið af því hvernig farið væri með lögin. „Leiðinlegir þess- ir lagahöfundar sem sitja yfir tón- listarmönnunum.“ Sigurður sagðist ekki vera mik- ill aðdáandi Idol-keppni en þar var einmitt í einni slíkri sem Hildur Vala sló í gegn. Hann viðurkenndi þó að hafa heyrt eitthvað af síð- ustu plötu söngkonunnar og líkaði vel við það sem hann heyrði. Sig- urður sagðist ekki hafa átt í mikl- um erfiðleikum með að hrista tvö lög fram úr erminni og taldi þetta ekki hafa kveikt neitt sérstaklega í lagasmiðnum í sér. „En það er aldrei að vita,“ sagði hann. Jón Ólafsson sagði að Sigurður hefði alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá sér en hann hefði því miður verið sjaldséður hvítur hrafn í íslensku tónlistar- lífi. „Ég var rosa- lega ánægður með að hann skyldi senda þessi tvö lög og þetta er mikil upp- hefð fyrir Hildi Völu,“ segir Jón. „Fólk sem hefur haft spurnir af þessu er hálfundrandi og spyr mig hvernig ég hafi farið af þessu,“ heldur hann áfram og segist svara því til að hann hafi nú bara hringt í hann. „Góður vinskapur okkar hefur nú væntanlega ekki skemmt fyrir,“ bætir Jón við. FRÉTTIR AF FÓLKI Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett á fimmtudags- kvöldið af Birni Inga Hrafnssyni, formanni borgarráðs, í Tjarnarbíói að viðstöddu margmenni en fyrirfram hafði verið auglýst að Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri myndi flytja setningarræð- una. Meðal þeirra sem létu sjá sig á frumsýningunni var Ragnar Braga- son, leikstjóri kvikmyndarinnar Börn, sem flutti svokallaða hátíðargusu og kvartaði sáran yfir því að listrænar myndir sem ekki væru fjöldaframleitt afþreyingarefni væru alltaf sýndar á sérstökum kvikmyndahátíðum á stuttum, afmörkuðum tíma en hrósaði Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í hástert fyrir sýningarvélina í Tjarnarbíói. Fjöldi fólks mætti síðan í Gyllta sal Hótel Borgar í opnunarteitið og mátti þar sjá fremstan í flokki Andra Snæ Magna- son en hugmynd hans um myrkvun borgarinnar var ein- mitt framkvæmd á fimmtudagskvöldinu. Þar voru einnig Kalli í pelsinum og stórskáldið Thor Vilhjálmsson auk kvikmyndaleikstjórans Ágústs Guðmundssonar. Þá lét Ásgrím- ur Sverrisson, ritstjóri logs.is, sig ekki vanta og heldur ekki Sigurður Pálsson né Bjarni Ákason, eigandi Apple umboðsins á Íslandi. Söngfuglinn Hafdís Huld hefur látið lítið fyrir sér fara á Íslandi en virðist vera að gera góða hluti í tónlist sinni. Vefútgáfa The Guardian fjallar um diskinn hennar Dirty Paper Cup og gefur gagnrýndand- inn Dave Simpson henni fjórar stjörnur af fimm möguleg- um. Segir Simpson að tónlist Hafdísar sé blanda af ljósi og myrkri, stefna sem Velvet Under- ground hafi gert góð skil á sínum tíma og hrósar henni sérstaklega fyrir útgáfu hennar af Who Loves the Sun, telur hana jafnvel vera betri en sú upprunalega. - fgg SIGURÐUR BJÓLA: SEMUR LÖG FYRIR HILDI VÖLU Sjaldséður hvítur hrafn á íslenskum plötum SIGURÐUR BJÓLA Hefur látið lítið fyrir sér fara að undanförnu en er með tvö ný lög á plötu Hildar Völu. HILDUR VALA „Það er mikil upphefð fyrir hana að syngja lög eftir hann,“ segir Jón Ólafsson. Metalrokkarinn Valdimar Jóhanns- son úr NineElevens semur tónlist við nýtt dansverk, Flest um fátt, sem Íslenski dansflokkurinn frum- sýnir í október. „Þetta verður rafræn músík í bland við metal og söngleikjatónlist,“ sagði Valdi. „Við vitum eiginlega ekki alveg hvernig útkoman verður. Þetta er spunaverkefni. Í þeim gerist alltaf allt á síðustu metrunum.“ Verkið er unnið upp úr spuna- verkefni sem danshöfundarnir Aðalheiður Halldórsdóttir og Val- gerður Rúnarsdóttir sýndu í Ó. Johnson & Kaaber húsinu í sumar. „Þær báðu mig um að gera tónlist fyrir það verk. Ég dreif Jóa bróð- ur með mér inn í þetta. Hann er svona í melódíunum og rafrænni tónlist og ég í metalnum, þannig að það var alveg fullkomið að fá hann með mér í þetta.“ Katrín Hall, listrænn stjórn- andi Íslenska dansflokksins, var viðstödd sýninguna á verkefninu. „Hún bauð okkur að vera með þetta uppi í Borgarleikhúsi. Nú er þetta miklu stærra allt saman, miklu fleiri dansarar og músíkin önnur.“ Valdi segist hafa meiri áhuga á dansi en á leikhúsi. „Ég hef líka samið tónlist fyrir verk kærustunnar minnar, Ernu Ómars- dóttur. Ég er bara að verða ein- hver metal-dans gaur.“ Valdi segist þó ekki hafa ætlað sér frama í dansheiminum, „Ein- hvern veginn finnst mér samt rök- rétt að blanda saman metal og dansi. Ef metaltónlist ætti ein- hvers staðar að koma inn í leik- húsheiminn þá væri það í gegnum dansinn. Ég vil bara halda áfram og sjá meiri metal og meira sprikl,“ sagði Valdi. - sun Þungarokkari semur tónlist fyrir dansverk VALDI Í NINEELEVENS Finnst rökrétt að blanda saman metaltónlist og dansi. Leikarinn Örn Árnason virðist vera orðinn eins konar hirðveislustjóri hjá Landsbankanum. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skemmstu þegar hann fór á vegum bank- ans til Sviss og skemmti á hátíð starfsmanna Landsbank- ans þar. Nú um helgina kemur starfs- fólk Lands- bankans í Lúxemborg og Heritable í Bretlandi í skemmtiferð og þar verður Örn Árnason í stóru hlut- verki. Dagskráin hófst á föstudags- kvöld með kokkteil í Landsbank- anum í Austurstræti en auk þess er farið í Bláa lónið, Gullna hringinn og út að borða. Örn sér um að kvöld- verðurinn gangi snurðu- laust fyrir sig með hnyttnum brönd- urum sínum. Einn þeirra sem verða jafnan fyrir barðinu á grínaranum er Sigurjón Árnason bankastjóri. Þegar Örn þylur upp hversu mikið bankinn hefur vaxið og stækkað að undanförnu þarf Sigurjón jafnan að sitja undir skotum þess efnis hvort hann hafi sjálfur “vaxið” í jöfnu hlutfalli við bankann, starfsfólki bankans undantekningarlaust til mikillar skemmtunar. FRÉTTIR AF FÓLKI JÓN ÓLAFSSON Sig- urður Bjóla er í miklu uppáhaldi hjá Jóni og hann var himinlifandi með þessi tvö lög. ...fær Hemmi Gunn fyrir nýjan og vel lukkaðan skemmtiþátt. Útvarpsmennirnir góðkunnu Freyr Eyjólfsson og Magnús Einarsson munu senda frá sér plötu á næstu vikum. Félagarnir kalla sig Sviðin jörð, en fréttir herma að þeir hafi fengið hagyrðinginn Davíð Þór Jónsson til þess að rita lagatexta. Platan, sem hefur fengið nafnið Lög til að skjóta sig við, mun samkvæmt heimild- um Fréttablaðs- ins verða sorglegasta kántríplata Íslandssög- unnar. Hvað er að frétta? Bara allt fínt. Ég hef staðið á haus við að opna Liborius, nýja verslun. Um leið og það er í höfn fer ég á tískuvikuna í París. Augnlitur: Grænn. Starf: Ég er fatahönnuður, stílisti og innkaupastjóri. Fjölskylduhagir: Harðgift. Hvaðan ertu? Frá Neskaupstað. Ertu hjátrúarfull? Mjög. Í einu og öllu. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Það ku vera Sopr- anos. Uppáhaldsmatur: Ofnbakaðar perur með geitaosti og kanil. Fallegasti staður: Rúmið mitt. iPod eða geislaspilari: Grammófónn. Og vínylplöt- ur. Hvað er skemmtilegast? Að sofa. Hvað er leiðinlegast? Að rífast. Helsti veikleiki: Frekja. Helsti kostur: Ofvirkni. Helsta afrek: Að vera til. Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki meiri tíma. Hver er draumurinn? Hvalfjörður. Hver er fyndnast- ur/fyndnust? Jón Atli Hairdoctor. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ókurteisi. Hvað er mikil- vægast? Ástin. HIN HLIÐIN: HRAFNHILDUR HÓLMGEIRSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR MEÐ MEIRU Finnst skemmtilegast að sofa 10.05.77 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.