Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 64
 1. október 2006 SUNNUDAGUR24 Á mínu heimili er íslenskan í hávegum höfð og hefur faðir minn meðal annars verið ötull talsmaður málverndunar hér á landi. Því miður virð- ist þessi góða íslensku- kunnátta foreldra minna ekki hafa skilað sér til mín í uppeldinu. Það er þó góð skýring á því en ég hafði gott lag á því að loka eyrunum þegar leiðréttingar vegna málfars míns byrjuðu að hljóma. Var búin að temja mér þann sið að kinka ávallt kolli þegar leiðréttingarræðurnar byrjuðu á meðan ég lét mig dreyma um efnisleg gæði. Nú eftir að ég byrjaði í þessu starfi er ég farin að taka eftir þess- ari vankunnáttu minni og sé ég eftir því í dag að hafa ekki hlustað betur á umvandanir foreldra mína um íslenskt málfar. Þetta má svo sem segja um fleiri hluti líka enda tekur nokkur þroskaár að sjá að mamma og pabbi hafa alltaf rétt fyrir sér. Það sem mér finnst leiðinlegast er að ég nota hin ótrúlegustu orð til að leggja áherslu á orð mín og meiningu. Ég hika ekki við að segja „ég er að deyja úr svengd“ eða „ógeðslega er þetta gott“. Þetta er með eindæmum ljótt orðalag en samt sem áður hefur þetta fest sig í sessi hjá meirihluta þjóðarinnar. Því meira sem ég pæli í þessu orða- lagi, þeim mun skrýtnara og fáran- legra verður það. Þetta er auðvitað ekki notað í bókstaflegri merkingu og það sem gerir þetta hræðilegra er að það fyrirfinnst fólk í heimin- um sem er að deyja úr svengd. Samt bliknum við ekki á meðan við segjum þetta. Að nota orðið ógeðslegt á undan orðinu góðu er öfugmæli og þar eru á ferðinni tvö orð sem passa engan veginn saman. Ég segi líka mikið „ógeðslega flott“ eða „frá- bærlega fáránlegt“. Þetta orðalag er algerlega út í hött. Núna ætla ég að fara að hugsa minn gang og reyna af bestu getu að hætta þessari öfugmælgi minni. Hætti að nota lýsingarorð í of mikl- um mæli og nota hið íslenska orð „mjög“ meira. Það hljómar miklu betur að segja „ég er mjög svöng“ og „þetta er ótrúlega gott“. STUÐ MILLI STRÍÐA Ótrúlega fáránlega ógeðslegt ÁLFRÚN PÁLSDÓTTIR NOTAR OF MIKIL ÖFUGMÆLI Ath. takmarkaður sýningafjöldi!!! 6. sýning sunnudaginn 1. okt. 7. sýning fimmtudaginn 5. okt. UPPSELT 8. sýning föstudaginn 6. okt. 9. sýning laugardaginn 14. okt. Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Sýning hefst kl: 20:00. Miðasala í síma 555-2222 www.hhh.is | www.midi.is ��������� ������������������ ���������� ���������������������� �������� ������������ ��������������������� ������������������������ ���� �������������������� �������� ����� ���� ������ ��������������� �������� ��������������� ������������ ������������� ���������� ��� ���������� �� �������������������� ����� ������������������������ ����������������� ��������������� ���������� ������������� ���� �������������������� ���� ���� ������� ������ ������������ ������ ������ ��������������� ������������� ����������� ����������� ������������� ������������� ��������������� ��� ������ ��� �������������� ����� 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.