Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 8
Íbúafjölgun á Suðurlandi hefur ekki haldist í hendur við meðal- fjölgun á landsvísu. Ef svo væri hefði þeim fjölgað helmingi meira á síðasta aldarfjórðungi en raun ber vitni. Íbúum á Suðurlandi hefur fjölg- að hlutfallslega meira en íbúum annars staðar á landsbyggðinni á síðastliðnum 25 árum, að undan- skildum Suðurnesjum. Fjölgunin er samt sem áður rúmlega helm- ingi hægari en meðalfjölgun á landinu öllu. Sunnlendingum hefur fjölgað um 14 prósent á síðasta aldarfjórð- ungi en Íslendingum hefur fjölgað um 31 prósent. Ef Sunnlendingum hefði fjölgað í samræmi við íbúa- fjölgun á landsvísu á síðasta ald- arfjórðungi væru þeir því þrettán prósentum fleiri nú en raunin er, eða tæp átján þúsund í stað 12.600. Ef þeim hefði fjölgað í sam- ræmi við landsmeðaltal væru íbúar því 4.200 fleiri en þeir eru í raun, en það eru jafnmargir og búa nú í Vestmannaeyjum. Fækkun í átta af fjórtán Í átta sveitarfélögum af fjórtán hefur íbúum fækkað á síðustu 25 árum en á síðasta áratug hefur fækkað í fimm sveitarfélögum. Mest er fækkunin í Skaftárhreppi, þar sem íbúar eru nú þriðjungi færri en fyrir aldarfjórðungi. Íbúum hefur fjölgað mest í Hvera- gerðisbæ, eða um 67 prósent á síð- asta aldarfjórðungi og í Sveitar- félaginu Árborg þar sem þeim hefur fjölgað um helming. Hlutfall útlendinga í landshlut- anum er hið sama og á landsvísu, um fimm prósent. Í þremur sveitar- félögum er hlutfallið þó tvöfalt hærra; í Hrunamannahreppi, Ása- hreppi og Sveitarfélaginu Ölfusi, þar sem um tíundi hver íbúi er útlenskur. Tekjur langt undir meðaltali Meðaltekjur íbúa á Suðurlandi í fyrra voru með því lægsta sem þekkist á landinu, 279 þúsund á mánuði, eða 14 prósentum undir landsmeðaltali. Meðaltekjur voru aðeins lægri í tveimur öðrum landshlutum. Innan landshlutans voru meðal- tekjurnar lægstar í Flóahreppi, þar sem þær voru rúmlega þriðj- ungi lægri en landsmeðaltal, eða um 210 þúsund. Hæstu meðaltekj- urnar voru í Sveitarfélaginu Ölf- usi þar sem þær voru 14 prósent- um hærri en landsmeðaltal, 371 þúsund krónur á mánuði. Það var jafnframt eina sveitarfélagið þar sem mánaðartekjur voru yfir landsmeðaltali. Atvinnuleysi er rétt yfir meðal- tali í einu sveitarfélagi, Vest- mannaeyjum, þar sem það mæld- ist 2,5 prósent á síðasta ári miðað við 2,1 prósent á landsvísu. Ann- ars staðar í landshlutanum mæld- ist atvinnuleysi undir meðaltali. Fermetraverð niður í 56 þúsund Meðalfermetraverð íbúðarhús- næðis á Suðurlandi er langt undir meðaltali á landinu. Meðalverð í landshlutanum öllum er um 110 þúsund krónur á fermetrann ef miðað er við kaupverð íbúðarhús- næðis árið 2005 þar sem fjöldi kaupsamninga er þrjátíu eða fleiri. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að tölurnar eru einfalt meðaltal kaupverðs. Eignir eru mismun- andi eftir svæðum og skekkir það verðsamanburð milli þeirra. Verðið er lægst í Vestmannaeyj- um, um 56 þúsund krónur á hvern fermetra, en hæst í Hveragerðis- bæ, þar sem það er rúmlega helm- ingi hærra, 136 þúsund krónur fer- metrinn. 150 fermetra íbúðar- húsnæði kostar samkvæmt þessu 8,4 milljónir í Vestmannaeyjum en rúmar tuttugu milljónir í Hvera- gerðisbæ. Til samanburðar má nefna að jafnstór íbúð á höfuð- borgarsvæðinu kostar um 29 millj- ónir að meðaltali. Íbúi í Vestmanna- eyjum sem selur 150 fermetra íbúðarhúsnæði sitt og flytur á höf- uðborgarsvæðið getur því keypt um 44 fermetra íbúð fyrir andvirðið. Hreyfing í lagi í þremur Þá má skoða fjölda kaupsamninga á síðasta ári á hverja þúsund íbúa, en hæfileg hreyfing á eignum er gott merki um heilbrigðan fast- eignamarkað. Meðaltalið fyrir landið allt var rétt undir 45 samn- ingum á hverja þúsund íbúa. Í þremur sveitarfélögum á Suður- landi var fjöldi kaupsamninga yfir meðaltali og voru það þau sveitar- félög sem ekki ættu að fara á úreldingarlista samkvæmt kenn- ingum bandarísku landfræðing- anna, sem fjallað er um hér í töfl- unni til hliðar; Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg og Sveitar- félagið Ölfus. Í öllum hinum var óeðlilega lítil hreyfing á eignum og lítið um kaup og sölu, og í sex sveitarfélögum voru fjórir kaup- samningar eða færri gerðir á árinu, jafnvel enginn í tveimur sveitarfélögum. 8 1. október 2006 SUNNUDAGUR Sunnlendingum fjölgar hægt Selfoss Flóttinn af landsbyggðinni SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR sda@frettabladid.is Íbúum á Suðurlandi fjölgar helmingi hægar en landsmönnum að meðaltali. Íbúðaverð er töluvert undir meðal- verði á landinu öllu og meðaltekjur sömuleiðis. Ellefu á úreldingarlista Einungis þrjú af fjórtán sveitarfélögum á Suðurlandi geta horft til framtíðar með nokkurri bjartsýni ef tekið er mið af kenningum tveggja bandarískra landfræðinga um framtíðarhorfur sveitarfélaga.* Viðmiðunarmörk: 1 2 3 4 5 6 Sveitarfélag: Íbúar eru helmingi færri nú en fyrir aldarfjórðungi Íbúum hefur fækkað um tíu prósent eða meira á síðasta áratug Þéttleiki byggðar er innan við tvo íbúa á km2 Meðalaldur er 38 ár eða hærri Meðalmánaðar- tekjur eru 10% undir lands- meðaltali Fjöldi kaupsamn. vegna íb.húsn 2005 er undir landsmeðaltali** Vestmannaeyjabær nei -12% já -13% nei 241,9 nei 35,5 nei -7% já 34,0 Sveitarfélagið Árborg nei +49% nei +30% nei 44,3 nei 34,8 já -17% nei 62,5 Mýrdalshreppur nei -23% já -11% já 0,66 já 38,8 já -29% já 8,0 Skaftárhreppur nei -29% Já -19% já 0,07 já 42,1 já -31% já 4,1 Ásahreppur nei -15% nei +16% já 0,06 já 38,9 já -28% já - Rangárþing eystra nei -8% nei -2% já 0,90 nei 36,3 já -23% já 20,9 Rangárþing ytra nei -1% nei +4% já 0,46 nei 36,0 nei -6% já 17,1 Hrunamannahreppur nei +50% nei +16% já 0,55 nei 33,3 nei -7% já 23,5 Hveragerðisbær nei +67% nei +23% nei 183,8 nei 36,6 já -23% nei 63,7 Sveitarfélagið Ölfus nei +34% nei +10% nei 2,48 nei 33,3 nei +14% nei 61,7 Grímsnes- og Grafningshr. nei +8% nei +10% já 0,40 já 38,4 já -24% já 5,6 Skeiða- og Gnúpverjahr. nei -12% nei -7% já 0,23 nei 34,3 já -32% já 7,7 Bláskógabyggð nei +15% nei +16% já 0,28 nei 32,2 já -29% já 17,4 Flóahreppur nei -8% nei 0% já 1,81 nei 35,1 já -36% já - **Fjöldi kaupsamninga á hverja 1.000 íbúa Viðmiðunarmörkin sex má sjá í töflunni og hafa verið heimfærð upp á íslenskar aðstæður. Samkvæmt þessu má setja ellefu af fjórtán sveitarfélögum Suðurlands á úreldingarlista, það eru Vestmanna- eyjabær, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur, Ásahreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð og Flóahreppur. Aðeins Sveitar- félagið Árborg, Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus eiga sér einhverja von. *Kenningar hjónanna Deborah og Frank Popper voru settar fram í lok níunda áratugarins og miðuðust að því að meta framtíðarhorfur til- tekinna sveitarfélaga á sléttunum miklu í miðjum Bandaríkjunum. Þær fólust í því að setja fram sex viðmiðunarmörk sem gæfu vísbendingu um að sveitarfélag ætti sér ekki viðreisnar von. Ef sveitarfélagið uppfyllti tvö eða fleiri skilyrði gat það talist á góðri leið með að fara í eyði. MEÐALMÁNAÐARTEKJUR Suðurland 279.421 kr. Vestmannaeyjabær 305.224 kr. Sveitarfélagið Árborg 270.600 kr. Mýrdalshreppur 231.690 kr. Skaftárhreppur 225.403 kr. Ásahreppur 234.963 kr. Rangárþing eystra 252.285 kr. Rangárþing ytra 307.497 kr. Hrunamannahreppur 304.257 kr. Hveragerðisbær 250.567 kr. Sveitarfélagið Ölfus 371.468 kr. Grímsnes- og Grafningshr. 248.322 kr. Skeiða- og Gnúpverjahr. 222.198 kr. Bláskógabyggð 233.421 kr. Flóahreppur 210.303 kr. Höfuðborgarsvæðið 353.724 kr. Landið allt 326.782 kr. Þetta er önnur greinin af átta í greinaflokki Fréttablaðsins um byggðaþróun. Á morgun verður fjallað um Suðurnes. SUÐURLAND Suðurland nær frá vestanverðum Skeiðarárjökli og vestur að línu dreginni frá vestanverðum Þór- isjökli að Herdísarvíkurhrauni; er tæpir 25 þúsund ferkílómetrar að stærð, tæpur fjórðungur Íslands. Íbúafjöldi er um 22.400, eða rúm sjö prósent allra íbúa í landinu. MANNFJÖLDAÞRÓUN Á SUÐURLANDI 1988–2005 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 Skeiða- og Gnúpverjahreppur Íbúar: 521. Fjöldi á km2: 0,23. Meðal- tekjur: 222.198 kr. Atvinnuleysi: 0,3% Hrunamannahreppur Íbúar: 767. Fjöldi á km2: 0,55. Meðal- tekjur: 304.257 kr. Atvinnuleysi: 0,8% Sveitarfélagið Árborg Íbúar: 6.961. Fjöldi á km2: 44,3. Meðal- tekjur: 270.600 kr. Atvinnuleysi: 1,9% Hveragerði Stokkseyri Eyrarbakki Hvolsvöllur Hella Laugarás Flúðir Reykholt Vík Flóahreppur Íbúar: 526. Fjöldi á km2: 1,81. Meðal- tekjur: 210.303 kr. Atvinnuleysi: 0,7% Sveitarfélagið Ölfus Íbúar: 1.799. Fjöldi á km2: 2,48. Meðal- tekjur: 371.468 kr. Atvinnuleysi: 1,7% Þorlákshöfn Hveragerðisbær Íbúar: 2.089. Fjöldi á km2: 184. Meðal- tekjur: 250.567 kr. Atvinnuleysi: 1,4% Ásahreppur Íbúar: 164. Fjöldi á km2: 0,06. Meðal- tekjur: 234.963 kr. Atvinnuleysi: 0,0% Vestmannaeyjabær Íbúar: 4.175. Fjöldi á km2: 242. Meðal- tekjur: 305.224 kr. Atvinnuleysi: 2,5% Rangárþing eystra Íbúar: 1.672. Fjöldi á km2: 0,90. Meðal- tekjur: 252.285 kr. Atvinnuleysi: 0,7% Rangárþing ytra Íbúar: 1.459. Fjöldi á km2: 0,46. Meðal- tekjur: 307.497 kr. Atvinnuleysi: 1,1% Mýrdalshreppur Íbúar: 503. Fjöldi á km2: 0,66. Meðal- tekjur: 231.619 kr. Atvinnuleysi: 0,6% Skaftárhreppur Íbúar: 490. Fjöldi á km2: 0,07. Meðal- tekjur: 225.403 kr. Atvinnuleysi: 0,4% Bláskógabyggð Íbúar: 921. Fjöldi á km2: 0,28. Meðal- tekjur: 233.421 kr. Atvinnuleysi: 0,6% Grímsnes- og Grafningshreppur Íbúar: 356. Fjöldi á km2: 0,40. Meðal- tekjur: 248.322 kr. Atvinnuleysi: 0,3% Vestmannaeyjar 32,1% 19,1% 11,5% 1988 ■ Höfuðborgarsvæðið ■ Landið allt ■ Suðurland KAUPVERÐ ÍBÚÐAR- HÚSNÆÐIS ÁRIÐ 2005* 200 175 150 125 100 75 50 25 0 *Meðalverð á fermetra eftir sveitarfélögum þar sem kaupsamningar eru 30 eða fleiri. Vestmanna- eyjar Árborg Rangárþ. eystra Hvera- gerði Ölfus Höfuð- borgarsv. 109.818 Suðurland 109.818 Landið allt 161.000 56.437 131.119 90.898 136.126 105.855 ÍBÚAFJÖLDI Á SUÐURLANDI Fjöldi 1. des. 2005 Sá fjöldi sem upp á vantar m.v. að mannfjöldaþróun á Suðurlandi hefði fylgt landsmeðaltali sl. aldarfjórðung. 22.403 3.321
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.