Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 66
 1. október 2006 SUNNUDAGUR26 baekur@frettabladid.is Auður Jónsdóttir hefur nóg að sýsla um þessar mundir. Fyrir helgi kom bók henn- ar Fólkið í kjallaranum út í danskri þýðingu auk þess sem ný skáldsaga frá henni er væntanleg innan skamms. Ekki eru nema tvö ár síðan Auður sendi frá sér bókina Fólkið í kjall- aranum, sem hlaut mikið lof og færði höfundinum Íslensku bók- menntaverðlaunin og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Sagan virðist vera að endurtaka sig, því fyrsti dómur- inn í Danmörku, sem birtist í Jót- landspóstinum á föstudag, er lof- samlegur. Innan skamms kemur skáldsagan Tryggðapantur út. Í bókinni segir frá ríkri konu sem uppgötvar að arfurinn er á þrotum og grípur hún þá til þess ráðs að fá til sín leigjendur til að drýgja tekj- urnar. Að sögn er hér á ferð áleitin nútímasaga sem tekur á brýnum og umdeildum samfélagsmálum líðandi stundar. „Já, það má kannski lesa hana í því samhengi,“ segir Auður. „Eða bara sem sögu um fjórar konur sem leigja saman.“ Hugmyndina segir Auður hafa fæðst í Dan- mörku, þar sem hún býr og umræðan um fjölmenningarsam- félagið hefur verið áberandi og oft mikið gengið á. „Ég vildi fjalla um þennan samruna, eða „integrat- ion“ eins og það er kallað upp á ensku, sem hefur átt sér stað í Evrópu. Ég vildi hins vegar segja slíka sögu út frá hinu sammann- lega en ekki sjónarhorni trúar- bragða eða ólíkra menningar- heima. Ýmislegt getur nefnilega komið upp á í samskiptum fólks án þess að þeir þættir komi við sögu; maður getur auðveldlega lent í menningarlegum sviptingum með sínum bestu vinum.“ Sagan gerist í tilbúinni borg sem Auður segir að gæti þó ekki verið á Íslandi. „Ég sé fyrir mér evrópska borg á borð við Berlín eða Barcelona; fjölmenningarleg en um leið með rótgróinni stétt innfæddra með tilheyrandi tog- streitu og átökum. Íslendingar hafa ekki þurft að taka á þessum málum í sama mæli og mörg önnur Evrópuríki því innflytjendur á Íslandi eru langflestir frá Evrópu en ekki ólíkum menningarheim- um. Fyrir vikið er umræðan heima öðruvísi en víða í nágrannalönd- unum. Íslendingar eru dálítið „annað hvort eða“ í afstöðu sinni. Ég man að fyrir nokkrum árum lærði ég dönsku í skóla fyrir innflytjendur. Við vorum þarna tvær íslenskar, fullar af réttlátri vandlætingu og fussuðum og sveiuðum yfir hvað Danir gerðu lítið fyrir innflytjend- ur. Þegar við vorum hins vegar spurðar hvað Íslendingar gerðu, þurftum við að líta í eigin barm og þá var fátt um svör.“ Auður óttast þó ekki að sá veruleiki sem birtist í Tryggðapanti sé Íslendingum framandi því bókin fjalli fyrst og fremst um fólk. Auður hefur búið í Kaupmanna- höfn undanfarin ár en flytur brátt til Barcelona og ætlar að læra spænsku. Hún segir að þrátt fyrir að skrifa oft í hinu stærra evrópska samhengi geti hún ekki hugsað sér að skrifa á öðru tungumáli en íslensku. „Ég myndi til dæmis ekki treysta mér til að skrifa bók á dönsku, það er svo auðvelt að gera villur. Danskan leynir á sér og er miklu dýpri en maður áttar sig á í fyrstu.“ bergsteinn@frettabladid.is Tryggðapantur Auðar AUÐUR JÓNSDÓTTIR Fólkið í kjallaranum fékk lofsamlegan dóm í Jótlandspóstinum á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Enginn er eins þæg og góð og Dimma-limma-limm, og engin er eins hýr og rjóð og Dimma-limma-limm. Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, er ein af mest seldu barnabókum hér á landi. Bókin kom fyrst út árið 1942 en hún kom nýlega út í sinni tíundu útgáfu. Bandaríska skáldið Hal Sirowitz les úr verkum sínum á Súf- istanum í dag. Nýlega kom ljóðabók hans „Sagði pabbi“ út á íslensku. Í bókinni kallast á bernskuminn- ingar, föðurleg heil- ræði og kaldhæðnis- legar hugleiðingar um lífið og tilveruna. Efnið kemur lesend- um oft kunnuglega fyrir sjónir því margt er líkt í samskiptum feðra og sona hvar sem er í heiminum. Hal Sirowitz býr og starfar í New York. Hann hefur sent frá sér átta ljóðabækur en er þekktastur fyrir metsölubókina „Sagði mamma“ sem hefur verið þýdd og gefin út á níu tungumálum, þar á meðal á íslensku. Vegna útkomu nýjustu bókar- innar er sú eldri nú endurútgefin í kilju. Ljóð Sirowitz hafa enn fremur verið notuð sem efniviður í leiksýningar og sjón- varpsefni. Sirowitz var útnefndur lárvið- arskáld í Queens í New York, og hefur hlotið margar viður- kenningar fyrir verk sín. Bækurnar koma út hjá Dimmu og mun þýð- andi þeirra, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, kynna verk Sirowitz og lesa úr þýðingu sinni. Ljóðræn heilræði föður RITHÖFUNDURINN HAL SIROWITZ Skrifar upp- byggjandi og heilræðaríkar ljóðabækur. > Bók vikunnar ljóðabók Margrétar Lóu Jónsdóttur kom út hjá forlaginu Sölku árið 2005. Stundum skipta tímasetningar öllu máli, stundum skipta þær engu máli. Áleitin bók um tímann, stríðið og ástina. Útgáfuréttur spennusögunnar Krosstré eftir Jón Hall Stefánsson hefur nú verið seldur til Frakk- lands, eftir ævintýralegt kapp- hlaup þarlendra forleggjara. For- lagið Gaia hreppti hnossið og kemur bókin út á frönsku á vor- mánuðum. Gaia er eitt virtast for- lag Frakka og hefur lagt sig sér- staklega eftir vönduðum glæpasögum. Jón Hallur verður því ekki í ónýtum félagsskap þar sem forlagið gefur einnig út Henn- ing Mankel, Leif Davidsen og Leenu Lehtolainen. Spennusagan hefur þegar verið seld til virtra forlaga í Danmörku, Noregi og Hollandi en þýski útgáfu- risinn Ullstein keypti ekki einung- is réttinn að Krosstrjám, heldur einnig að nýrri sakamálasögu sem Jón Hallur hefur í smíðum. Réttindastofa Bjarts hefur því augljóslega í nógu að snúast enda flýgur fiskisagan hratt í bók- menntaheiminum og segja menn þar á bæ að þess sé ekki lengi að bíða að bókin verði lesin í að minnsta kosti fjórum heimsálfum samtímis. - khh Flýgur fiskisagan til Frakklands JÓN HALLUR STEFÁNSSON Spennu- sagnahöfundurinn fellur í kramið hjá Frökkum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.