Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � ��������������������� ���������� Trúarofstæki er afskaplega hvimleitt. Það er sérlega ógeð- fellt þegar fólk þykist hafa einka- rétt á því hvernig skilja á eitthvað jafnóskiljanlegt og eðli almættis- ins og níðir alla þá sem voga sér að skilja það öðruvísi. Það er ömur- legt að hafa aðeins gífuryrði og fordæmingaráróður til málanna að leggja. Gildir þá einu hver skiln- ingur ofstækismannanna er nákvæmlega. Ofstækið er jafn- andstyggilegt hvort sem þunga- miðja þess er að Jósef hafi ekki verið líffræðilegur faðir Jesú, að laugardagurinn sé hinn eini rétti hvíldardagur, að Guð sé karl- remba, að Guð sé hommahatari, að Guð sé þríeinn, að Guð heiti Jehóva eða að Guð sé ekki til, svo nokkrir þekktir ásteitingarsteinar séu nefndir. Ekki bætir úr skák þegar látið er fylgja að allir sem séu ósammála séu illa innrættir heimskingjar og hræsnarar. UNDANFARIÐ hefur mér eink- um fundist þeim sem aðhyllast síð- astnefnda skilninginn hætta til að fara offari í þeirri sannfæringu sinni að þeir hafi höndlað hinn eina, endanlega sannleik um lífið, alheiminn og allt það. Þeir sem trúa því að Guð sé skáldskapur virðast því miður allmargir hafa gefið sjálfum sér leyfi til að míga á helstu kurteisisreglurnar sem ætlast er til þess að þeir sem trúa öðru um Guð fylgi í sínum boð- skap. Vanhugsuð og heimskuleg orð sem páfi lét nýlega falla um múslima eru beinlínis vingjarnleg miðað við sumt sem guðleysingjar setja á prent, svo sem að ekki séu þeir sem eiga sér trú einasta fáfróðir, illgjarnir og skinhelgir heldur að trúin sé beinlínis orsök alls ills. ÞANNIG er fullyrt að starf móður Teresu hafi verið af hinu illa. Að Desmond Tutu hafi gengið erinda hins illa þegar sáttastarf hans kom í veg fyrir borgarastyrjöld í Suður- Afríku eftir afnám aðskilnaðar- stefnunnar. Að það sé slæmt þegar Hjálparstofnun kirkjunnar trygg- ir börnum í þróunarlöndunum aðgang að hreinu vatni. Að áfalla- hjálp við ástvinamissi sé vond. Að afleitt sé að trúarleg reynsla geri eiturlyfjaneytendur og drykkju- sjúklinga að nýtum þjóðfélags- þegnum. FYRST og fremst er því þó trúað að um þá sem sannfærðir eru í vantrú sinni gildi aðrar reglur um mannasiði en þá sem sannfærðir eru í trú sinni. Já, og að aðeins hinir trúuðu þurfi að hugsa áður en þeir opna á sér munninn. Vantrúar- ofstæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.