Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 65
SUNNUDAGUR 1. október 2006 25 ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� �������������� �� ����������������������������������������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� �������������������������������������������������������������������� ������������ �������������������������������������������������������������� LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga í síma 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag Sýningar í Landnámssetri í september og október Miðvikudagur 27. september kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 28. september kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 5. október kl. 20 Laus sæti Föstudagur 6. október kl. 20 Uppselt Laugardagur 7. október kl. 20 Uppselt Sunnudagur 8. október kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 12. október kl. 20 Uppselt Föstudagur 13. október kl. 20 Uppselt Laugardagur 14. október kl. 20 Uppselt Sunnudagur 15. október kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 19. október kl. 20 Uppselt Föstudagur 20. október kl. 20 Uppselt Laugardagur 21. október kl. 20 Uppselt Sunnudagur 22. október kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 26. október kl. 20 Síðasta sýning á árinu Laus sæti HARMONIKUTNÓLEIKAR með rússnesku snillingunum Alexander Dimitriev og Vitaliy Dimitriev. í Norræna húsinu kl. 16:00 í dag. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Harmonikufélag Reykjavíkur. Harmonikufélag Selfoss. Í dag Tjarnarbíó 14.00 Rauður vegur 16.00 Sherry, elskan 18.00 Sæluvíma 20.00 Vetrarferð 22.15 Áður en flogið er aftur til jarðar Háskólabíó 16.00 Ljós í húminu 16.00 Ég er 18.00 Leynilíf orðanna 18.00 Paradís núna 18.00 Prinsessa 20.00 Þrjótur 20.00 Hinir bjartsýnu 20.00 Sindurefni 20.30 Zidane, 21. aldar portrett- mynd 22.00 Fallandi 22.30 Electroma 22.30 Hreinn, rakaður Iðnó 14.00 Óhlekkjaðir 16.00 Eins og Rollingarnir 17.30 Góðir gestir 18.15 Kettirnir hans Mirikitani 20.00 Florence afhjúpuð 22.00 Stuttmyndir í brennidepli 1 Á morgun Tjarnarbíó 14.00 Vetrarferð 16.00 Áður en flogið er aftur til jarðar 18.00 Harabati-hótelið 20.10 Leiðin til Guantanamo 22.00 Vetrarferð Háskólabíó 18.00 Lífið í lykkjum 18.00 Hinir bjartsýnu 18.30 Umsátur 20.00 Ótakmarkað 20.00 Vort daglegt brauð 20.00 Claire Dolan 20.00 Exotica 22.00 Paradís núna 22.00 Allt annað dæmi 22.00 Sólin Iðnó 14.00 Óhlekkjaðir 16.00 Sakleysi 18.00 Af engum 20.00 Daganna á milli 22.00 Brosað á stríðssvæði Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á www. filmfest.is Dagskrá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Söngsveitin Fílharmónía flytur tónverk Carls Orff, Carmina Bur- ana, í Langholtskirkju í dag. Verkið samdi Orff árið 1936 við gömul ljóð farandsöngvara samin á miðöldum. Flest fjalla þau um fallvaltleika gæfunnar, ástir og örlög, drykkju, daður og gleð- skap. Verkið vakti strax hrifn- ingu og óhætt er að fullyrða að Carmina Burana sé eitt allra vin- sælasta tónverk 20. aldar. Á tón- leikunum verður verkið flutt í útsetningu sem Carl Orff gerði sjálfur fyrir tvö píanó og slag- verk, kóra og einsöngvara. Í nokkrum þáttum verksins er kórnum skipt í kór og kammer- kór og einnig tekur drengjakór þátt í flutningnum. Söngsveitin Fílharmónía frum- flutti verkið hér á landi á sínum fyrstu tónleikum árið 1960 ásamt Þjóðleikhúskórnum og svo aftur árið 1975 með Háskólakórnum. Kórinn endurnýjaði kynni sín við verkið á 45 ára afmæli kórsins vorið 2005. Komust þá færri að en vildu og mun kórinn því veita áhugasömum tækifæri á ný til að hlýða á þetta magnaða kórverk. Aðrir tónleikar verða síðan haldn- ir 4. október. Flytjendur að þessu sinni eru auk Söngsveitarinnar Fílharmón- íu þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Bergþór Pálsson barítón og Einar Clausen tenór, píanó- leikararnir Guðríður St. Sigurð- ardóttir og Kristinn Örn Krist- insson, sex slagverksleikarar og Drengjakór Kársnesskóla. Stjórn- andi er Magnús Ragnarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Carmina Burana EITT VINSÆLASTA TÓNVERK 20. ALDARINNAR Söngsveitin Fílharmónía flytur Carmina Burana í Langholtskirkju í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sýningaröðin 108 Prototype er skipulögð sem vettvangur fyrir listafólk sem vill kynna verk í vinnslu. Aðstandendur sýning- anna, danshöfundurinn Steinunn Ketilsdóttir og vídeólistamaður- inn Andreas Constantinou, skipu- leggja þær að erlendri fyrirmynd en víða þekkist að listafólk sýni verk sín á vinnslustigi þar sem áhersla er lögð á sköpunarferlið sjálft og opnað er fyrir nýjar hugmyndir, skoðanaskipti og uppbyggilega gagnrýni. „Þetta er bæði skemmtilegt og gagnlegt fyrir listafólkið því þetta myndar tengslanet milli fólks og eflir samstarf listgrein- anna. Svo er gaman fyrir áhorf- endur að koma og sjá hvað er að gerast í grasrótarstarfi innan listarinnar,“ útskýrir Steinunn og bendir á að samstarf milli list- greina færist sífellt í vöxt. Í kvöld koma fram sex lista- menn; auk Steinunnar og Andreasar verða á sýningunni tónlistarmennirnir Hafsteinn og Svavar Þórólfssynir, leikarinn Orri Huginn Ágústsson og dans- höfundurinn Tony Vezich en nem- endur úr Listaháskóla Íslands munu flytja verk eftir hann sem er í vinnslu. Að lokinni sýningu verkanna sex stýrir Hlín Agnarsdóttir, list- rænn ráðgjafi Þjóðleikhússins, opnum umræðum um verkin. „Við tökum fyrir hvert verk fyrir sig og áhorfendur hafa tækifæri til að koma með spurningar. Við hugsum þetta sem uppbyggj- andi endurgjöf,“ segir Steinunn og býst við áhugaverðum skoðana- skiptum enda mætast margir reynsluheimar í kvöld. „Sem listamenn erum við alltaf að læra, kafa dýpra og komast að meiru um hugmyndirnar í höfðinu á okkur. Stundum þarf maður að fá umræðu um þær og þó maður taki ekki öllum ábendingum geta þær opnað nýja möguleika,“ segir Steinunn og áréttar að mikilvægt sé að vettvangur fyrir slíka starf- semi sé til staðar. Sýningar 108 Prototype verða haldnar á fjögurra vikna fresti í húsi Klassíska listdansskólans á Grensásvegi 14. Sýningin í kvöld hefst kl. 20 en húsið opnar kl. 19.30, aðgangseyrir er 250 krón- ur. 108 Prototype kynnir verk í vinnslu STEINUNN KETILSDÓTTIR Skipuleggur sýningarröðina 108 Prototype. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? OKTÓBER 28 29 30 1 2 3 4 Sunnudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Gunnar Kvaran sellóleik- ari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari halda tvenna tónleika á Austfjörðum. Í Seyðisfjarðarkirkju kl. 16 og Eskifjarðarkirkju kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir til minningar um bandarísku tónlistarkonuna Muff Warden sem lést 25. ágúst síðast- liðinn.  16.00 Úrslit í tónlistarsam- keppni ungra nema fer fram í Þjóðmenningarhúsinu. Keppnin er liður í Pólskum menningardögum sem nú standa yfir í Reykjavík og á Ísafirði.  16.00 Rússnesku tónlistarmennirnir Alexander Dimitriev og Vitaliy Dimitriev halda tónleika í Norræna húsinu.  16.00 Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópransöngkona og Jón Ólafur Sigurðsson organ- isti halda söng- og orgeltónleika í Hjallakirkju.  19.00 Hljómsveitirnar Ask the Slave, Changer og Fortuna leika í gamla bókasafninu í Hafnarfirði.  19.30 Djasstónleikar Jagodzinski tríósins verða í Þjóðmenningarhúsinu Hverfisgötu 15 í tilefni af Pólskum menningardögum.  22.00 Hljómsveitin Súld leikur í Þjóðleikhúskjallarnum og heldur minngartónleika um Szymon Kuran í tengslum við Pólska menning- ardaga. ■ ■ SÝNINGAR  15.00 Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndlistarmaður fremur gjörning á sýningunni Pakkhús postulanna í Hafnarhúsinu. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Ireneusz Krosny flytur lát- bragðsleiksýningu sína One Mime Theatre í Þjóðleikhúsinu. Sýningin er liður í Pólskum menningardögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.