Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 74
34 1. október 2006 SUNNUDAGUR ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR HK-FYLKIR 31-24 Mörk HK (skot): Augustas Strasdas 8 (11), Valdi- mar Þórsson 8/2 (13/2), Gunnar Steinn Jónsson 3/1 (5/1), Sigurgeir Árni Ægisson 2 (2), Brendan Þorvaldsson 2 (2), Árni Björn Þórarinsson 2 (2), Ólafur Ragnarsson 2 (4), Tomas Eitutis 2 (5), Magnús Magnúss. 1 (1), Ragnar Hjaltested 1(3). Varin skot: Egidijus Petkevicius 15/1. Hraðaupphlaup: 9 (Augustas 2, Valdimar 2, Sig- urgeir, Ólafur Bjarki, Tomas, Magnús, Árni Björn). Fiskuð víti: 3 (Ragnar 2, Gunnar Steinn). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Fylkis (skot): Arnar Sæþórsson 6/3 (9/4), Ingólfur R. Axelsson 5 (7), Guðlaugur Arnarsson 4 (5), Eymar Krüger 4 (11), Þórir Júlíusson 2 (10), Ívar Grétarsson 1/1 (1/1), Pétur Heiðar Þorláksson 1 (2), Hreinn Þór Hauksson 1 (5). Varin skot: Hlynur Morthens 11. Hraðaupphlaup: 4 (Guðlaugur 3, Eymar). Fiskuð víti: 5 (Arnar, Hreinn, Guðlaugur, Þórir, Ívar). VALUR-AKUREYRI 26-22 Mörk Vals (skot): Davíð Höskuldsson 8 (9), Mark- ús Máni Michaelsson 6/2 (14/2), Fannar Friðgeirs- son 5 (10), Ingvar Árnason 4 (5), Ægir Jónsson 1 (4), Sigurður Eggertss. 1 (4), Ernir Arnarss. 1 (6). Varin skot: Ólafur Gíslason 17/1. Hraðaupphlaup: 6 (Davíð 3, Ingvar 2, Ernir). Fiskuð víti: 2 (Gunnar, Sigurður). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Goran Gusic 7/3 (13/4), Hörður Fannar Sigþórsson 5 (7), Andri Snær Stef- ánsson 2 (2), Aigars Lazdins 2 (3), Nikolaj Jankovic 2 (4), Þorvaldur Þorlvaldsson 1 (1), Ásbjörn Frið- riksson 1 (4), Rúnar Sigtryggsson 1 (4), Magnús Stefánsson 1 (8). Varin skot: Bjarni Frostas. 5, Sveinbjörn Péturss. 4 Hraðaupphlaup: 3 (Andri Snær, Aigars, Goran). Fiskuð víti: 4 (Hörður, Aigars, Goran, Þorvaldur). Þýska úrvalsdeildin MELSUNGEN-LÜBBECKE 36-33 Þórir Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Lübbecke. MAGDEBURG-GÖPPINGEN 36-29 Jaliesky Garcia lék ekki fyrir Göppingen. WILHELMSHAVENER-NORDHORN 30-31 Gylfi Gylfason skoraði ekki fyrir Wilhelmshavener. STAÐAN GUMMERSBACH 7 6 0 1 240-213 12 MAGDEBURG 6 5 0 1 193-157 10 HAMBURG 6 5 0 1 183-150 10 GÖPPINGEN 6 5 0 1 195-163 10 NORDHORN 6 5 0 1 177-159 10 KIEL 6 4 1 1 220-169 9 FLENSBURG 6 4 1 1 195-174 9 LEMGO 6 4 1 1 193-172 9 GROSSWALLST. 6 4 1 1 193-172 9 KRONAU/ÖSTR. 6 3 0 3 166-177 6 MELSUNGEN 5 2 0 3 136-139 6 BALINGEN 5 1 0 4 131-157 2 WILHELMSH. 6 1 0 5 189-207 2 LÜBBECKE 6 1 0 5 167-188 2 HILDESHEIM 6 1 0 5 157-180 2 DÜSSELDORF 5 0 0 5 125-165 0 WETZLAR 6 0 0 6 143-190 0 MINDEN 6 0 0 6 133-187 0 Spænska úrvalsdeildin ALTEA-ADEMAR LEON 22-24 Sigfús Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Ademar. STAÐA EFSTU LIÐA PORTLAND 5 5 0 0 162-120 10 CIUDAD REAL 5 5 0 0 162-131 10 BARCELONA 5 4 0 1 159-125 8 ADEMAR 5 4 0 1 132-120 8 VALLADOLID 5 3 0 2 151-136 6 EHF-bikarkeppnin CONVERSANO-HAUKAR 32-31 Mörk Hauka: Andri Stefan 7, Samúel Ívar Árnason 6, Gísli Jón Þórisson 5, Kári Kristján Kristjánsson 4, Jón Karl Björnsson 3, Guðmundur Pedersen 3, Árni Sigtryggsson 2, Freyr Brynjarsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 15. Meistaradeild Evrópu SC SZEGED-CIUDAD REAL 20-25 Ólafur Stefánsson lék ekki með Ciudad Real. BREGENZ-MONTPELLIER 17-29 HANDBOLTI Það er stórleikur í hand- bolta í dag þegar Íslandsmeistarar Fram taka á móti Íslendingaliðinu Gummersbach. Eins og væntan- lega flestir vita sem eitthvað fylgj- ast með handbolta þá er Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Íslands, þjálfari Gummersbach-liðsins og auk hans spila þrír íslenskir leik- menn með liðinu, þeir Sverre Andreas Jakobsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnars- son. Leikurinn er fyrsti leikur lið- anna í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Fréttablaðið hitti Alfreð Gísla- son á máli í gær og hann sagði að með réttu ætti Gummersbach að vinna þennan leik en gerði sér jafnframt grein fyrir því að þetta væri ekki auðvelt verkefni. „Fram- arar eru með mjög efnilegt og öfl- ugt lið og þeir spila mjög svipaðan bolta og við. Þess vegna veit ég að við þurfum að spila mjög vel til að vinna þennan leik. Við eigum að vinna þennan leik og þess vegna er öll pressan á okkur,“ sagði Alfreð. Í þessum leik er sú furðulega staða komin upp að landsliðsþjálf- ari Íslands er mættur með félags- liðið sitt til Íslands til að mæta liði aðstoðarþjálfara síns í Meistara- deild Evrópu. Fréttablaðið hefur engan heimildir fyrir því en þessi staða hlýtur að vera einsdæmi í sögunni. „Það er eiginlega hálf- fyndið að vera mættur hingað með erlent lið að spila á móti Íslending- um og með Guðmund aðstoðar- mann minn á móti mér hinum megin,“ sagði Alfreð um þessa furðulegu stöðu. Landsliðsþjálfarinn Alfreð er ekki í vafa um mikilvægi þess að íslensk félagslið taki þátt í Evr- ópukeppninni. „Það er mjög mikil- vægt. Sérstaklega fyrir svona lið eins og Fram sem er með mjög mikið af ungum og efnilegum strákum. Með því að taka þátt í svona keppni sjá þessir strákar hvar þeir standa og hvað þeir þurfa að bæta. Nú er þetta líka þannig að það er trygging í þessu sem sér til þess að íslensk lið geta farið í þetta án þess að verða gjald- þrota út af ferðakosnaði og öðru,“ sagði Alfreð. Sverre Andreas Jakobsson, fyrrum leikmaður Fram og núver- andi leikmaður Gummersbach, getur því miður ekki spilað með Gummersbach gegn Fram í dag vegna meiðsla. „Það er gríðarlega svekkjandi að missa af þessum leik. Ég er búinn að hlakka svaka- lega til að mæta Frömurunum í höllinni en ég fæ allavega að koma með,“ sagði Sverre sem fannst hálffurðulegt að vera mættur aftur til Íslands til að mæta sínum gömlu félögum. Sverre lét vel af dvöl sinni hjá Gummersbach. „Mér líður alveg svakalega vel þarna. Þetta er frek- ar rólegur og lítill bær, á þýskan mælikvarða. Það er mikill áhugi fyrir liðinu í bænum, þetta er gam- alt stórveldi og það er verið að reyna að byggja það upp aftur. Hópurinn er góður og það er góð stemning í liðinu. Það er líka alveg ómetanlegt fyrir mig að hafa Guð- jón og Róbert þarna og mjög gaman að spila undir stjórn Alfreðs aftur, en hann var þjálfar- inn minn hjá KA á sínum tíma. Alfreð er sennilega einn sá besti í bransanum í dag og nýtur mikillar virðingar í Þýskalandi,“ sagði Sverre þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. dagur@frettabladid.is GUÐJÓN VALUR Snýr aftur í Laugar- dalshöllina en í þetta sinn í búningi Gummersbach. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞRÍR GÓÐIR Landsliðsþjálfararnir Guðmundur Guðmundsson og Alfreð Gíslason ræða málin ásamt Sverre Jakobssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Við eigum að vinna þennan leik Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, er kominn hingað til lands með félagsliðs sitt, Gum- mersbach, til að mæta Guðmundi Guðmundsyni, aðstoðar landsliðþjálfara, og lærisveinum hans í Fram. HANDBOLTI HK og Fylkir áttust við í Digranesi í gær. Leikurinn var jafn framan af en HK-menn sigldu fram úr í seinni hálfleik og unnu örugglega, 31-24. Leikurinn fór rólega af stað og virkuðu bæði lið ryðguð í upphafi móts. Staðan var jöfn framan af en gestirnir voru þó jafnan fyrri til að skora. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill og fátt um fína drætti, en varnir beggja liða stóðu fyrir sínu og því var staðan í leik- hléi jöfn, 12-12. Í upphafi síðari hálfleiks skoruðu heimamenn fyrstu tvö mörkin og litu aldrei til baka eftir það. Fylkismenn héldu í við þá framan af síðari hálfleik en þegar staðan var 16-15 HK í vil fékk einn leikmaður úr hvoru liði brottvísun fyrir samstuð við víta- teig Fylkismanna. Heimamenn virtust höndla fámennið betur og tóku öll völd á vellinum en á fimmtán mínútum skoruðu þeir níu mörk í röð og staðan var skyndilega orðin 25-15. Þá tók Sig- urður Sveinsson, þjálfari Fylkis- manna, leikhlé en það var einfald- lega um seinan. Eftir leikhléð náðu gestirnir aðeins að laga stöðuna en heimamenn sigldu sigrinum örugglega í höfn með góðum enda- spretti og lauk leiknum með sjö marka sigri þeirra. Í slöku liði gestanna stóð mark- vörðurinn Hlynur Morthens upp úr en hann varði ellefu skot og hélt liði sínu á floti á köflum í leiknum. Sigur HK-liðsins ein- kenndist af sterkri vörn sem lok- aði á lið Fylkis í síðari hálfleiknum en þar fóru fremstir í flokki Sigur- geir Árni Ægisson með þrjú varin skot og Augustas Strasdas sem átti upphafið af mörgum hraða- upplaupum heimamanna. Fyrir aftan vörnina var Eyidijus Petkevicius sterkur og varði fimmtán skot. Markahæstir voru þeir Strasdas og Valdimar Þórsson sem skoruðu átta mörk hvor, en Valdimar var að vonum ánægður með sigurinn. „Við vorum mjög slappir framan af, eitthvað stress í okkur, en síðan byrjuðum við seinni hálfleikinn af krafti og komumst tíu mörkum yfir. Við spiluðum miklu betri vörn í seinni hálfleik og reyndum að keyra yfir þá og það tókst. Það er fínt að byrja vel á heimavelli, gera þetta að smá gryfju hérna.“ Aðspurður um markmið liðsins í vetur svaraði Valdimar einfald- lega að það væri að gera betur en spáin sagði til um. „Við erum með mjög nýtt lið en með þennan mannsskap væri fimmta sætið skandall.“ - kar EITT AF TVEIMUR Þórir Júlíusson skorar annað marka sinna fyrir Fylki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HK-ingar sigldu fram úr Fylkismönnum í síðari hálfleik og unnu sjö marka sigur: HK vann öruggan sigur á Fylki í Digranesi HANDBOLTI Það mátti sjá marga prýðistakta þegar hið unga lið Vals, sem knattspekingar hafa spáð sigri á Íslandsmótinu í hand- knattleik þetta árið, tók á móti norðanmönnum í liði Akureyrar í Laugardalshöll í gær. Eftir nokkuð jafnan leik í fyrri hálfleik sigu Valsmenn framúr í síðari hálfleik og urðu lokatölur 26-22 fyrir heimamenn. Þrátt fyrir góð tilþrif var nokk- ur haustbragur á handboltanum sem boðið var upp á í Laugardals- höllinni og líklegt að samspil og leikkerfi eigi eftir að slípast nokk- uð til á næstu vikum og mánuðum. Svo virtist sem Valsmenn ætluðu sér að afgreiða leikinn þegar í upphafi og oft á tíðum virkaði kappið meira en forsjáin í sam- spili þeirra. Lið Akureyrar hóf leik sinn hins vegar af yfirvegun. Varnarleikurinn var góður og að sama skapi var meiri ró yfir sókn- arleik þeirra. Norðanmenn náðu tveggja marka forystu þegar í upphafi og héldu forystunni fram- undir miðbik fyrri hálfleiks þegar Valsmenn náðu jafnvægi á sinn leik. Jafnt var á tölum fram til loka hálfleiksins en Markús Máni Michaelsson náði eins marks for- ystu fyrir Val með síðasta marki fyrir leikhlé - staðan 13-12 fyrir Val. Það virtist sem leikmenn Akur- eyrar hefðu gleymt einbeitingunni inni í búningsklefa í leikhléi og Valsmenn gengu á lagið með góðum leikkafla sem skilaði þeim fjögurra marka forskoti þegar í upphafi hálfleiksins. Um leið var sem losnað hefði um einhverja taugaspennu hjá leikmönnum Vals og mátti sjá prýðistakta í samspili þeirra. Norðanmenn virtust á móti eiga í erfiðleikum með að finna glufur á varnarvegg Valsmanna og náðu lítt að saxa á forskoti þeirra sem varð mest sex mörk. Sigur Vals var aldrei í hættu eftir þennan leikkafla og lokatölur urðu sem fyrr segir 26-22. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf- ari Vals var að vonum sáttur við stigin tvö. „Við vorum að spila gegn gríðarsterkri og reynslumik- illi vörn hér í dag og ég er því ánægður með að hafa innbyrt stig- in sem og leik minna manna.“ Sævar Árnason, þjálfari Akur- eyrar var ekki jafn kátur með úrslit leiksins. „Ég er hundfúll með að hafa tapað þessum leik. Við erum enn ekki komnir í nógu góða æfingu en ég sá þó margt í leik minna manna sem ég er sátt- ur við. Mér þótti leikurinn jafn- framt vera prýðisskemmtun og góð auglýsing fyrir íslenskan handbolta.“ - sk SLOPPINN Í GEGN Valsmaðurinn Ægir Jónsson er hér sloppinn framhjá Aigars Laz- dinz, leikmanns Akureyrar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Valsmenn hófu leik á Íslandsmótinu með fjögurra marka sigri á nýju liði Akureyrar: Valsmenn stóðust fyrsta próf vetrarins HANDBOLTI Haukar töpuðu í gær fyrir ítalska liðinu Conversano, 32-31, í Evrópukeppni félagsliða í handbolta. Síðari leikurinn er hér á landi um næstu helgi og verður að teljast að möguleikar Hauka- manna séu góðir um áframhald- andi keppni í mótinu. „Þetta var mjög jafn leikur og við komumst m.a. í 30-29 undir lokinn og síðan áttum við tök á því að jafna metin undir lokinn. Þetta voru fín úrslit fyrir okkur og við erum nokkuð sáttir við þetta. Aðstæður voru frekar erfiðar, það er 30 stiga hiti hérna á daginn og það var heitt og rakt í íþróttahúsinu og það var erfitt fyrir okkur að spila,“ sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í gær. - dsd Evrópukeppnin í handbolta: Haukar töpuðu með einu marki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.