Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 6
6 1. október 2006 SUNNUDAGUR VIÐSKIPTI Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við kaup Skoðunar, dótturfélags Dagsbrún- ar, á Kögun. Eftirlitinu var tilkynnt um kaupin 30. maí, en félagið eignaðist öll hlutabréf Kögunar þegar síminn gekk 23. maí að yfirtökutilboði þess. „Samruninn er ekki láréttur samruni þar sem keppinautar hætta að keppa á tilteknum markaði og renna saman. Þessi fyrirtæki hafa starfað á ólíkum mörkuðum og er lítil eða engin skörun á milli þessara fyrir- tækja,“ segir Samkeppniseftirlit- ið og telur því að samruninn muni ekki hafa „skaðleg samkeppnisleg áhrif“. - óká Kaupin á Kögun samþykkt: Skörun sögð lítil eða engin Piltur lærbrotnaði Sjö ára piltur lærbrotnaði í gær er hann klemmdist milli bíla. Pilturinn var með systur sinni í bíl og settu þau í hlutlausan gír. Er bíllinn rann af stað stökk pilturinn út og reyndi að stöðva bílinn sem hafnaði á kyrrstæðum bíl með fyrrgreindum afleiðingum. Flutningabíll valt Samanpressuð bílhræ voru á víð og dreif á Dynjandisheiði í gær eftir að flutningabíll valt á veginum. Bílstjór- inn slapp ómeiddur frá óhappinu. LÖGREGLUFRÉTTIR KJÖRKASSINN UMHVERFISMÁL Fjölmargar kvart- anir hafa borist Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar vegna loftmengun- ar frá starfsemi malbikunarstöðv- arinnar Hlaðbæjar-Colas við Hringhellu í Hafnarfirði. Hafa nágrannar malbikunarstöðvarinn- ar talað um „óbærilegt ástand“ af þessum sökum, eins og fram kemur í fundargerð heilbrigðis- eftirlitsins. Guðmundur Einarsson, heil- brigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseft- irliti Kópavogs og Hafnarfjarðar, kannast við kvartanir um að of mikið ryk berist út í umhverfið frá rekstrinum á lóð Hlaðbæjar- Colas og segir að enginn velkist í vafa um að þetta sé rétt því það sé hægt að sannreyna með því að strjúka hendi yfir bílrúðu. Guðmundur segir að málið hafi verið til meðferðar hjá heilbrigð- iseftirlitinu í meira en eitt ár og heilbrigðiseftirlit- ið leggi áherslu á að bæta þurfi eft- irlit, rekstur og viðhald mengun- arvarnabúnaðar hjá fyrirtækinu. Samband hafi verið haft nokkr- um sinnum við malbikunarstöð- ina og nú sé málið komið til Umhverfisstofn- unar því að beiting þvingunarúr- ræða fari fram á hennar vegum. „Þetta er fyrst og fremst fok úr sandhaugum sem eru á lóðinni og hafa ekki verið til vandræða fyrr. Við höfum verið hér í tuttugu ár og alltaf uppfyllt þær kröfur sem hafa verið í gangi en íbúðabyggðin hefur færst nær og nær og þess vegna erum við með áætlanir um að flytja starfsemina fjær byggð- inni,“ segir Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar- Colas, og telur of dýrt að byrgja sandhaugana fyrr en á nýja staðn- um. „Okkar áætlanir gera ráð fyrir að flytja starfsemina fjær byggð- inni og við erum komin með vil- yrði fyrir lóð við Kapelluhraun fyrir sunnan álverið í Straumsvík eftir fyrirhugaða stækkun. Ég reikna með að ný og fullkomin verksmiðja verði reist þar,“ segir hann og telur að framkvæmdir hefjist strax og deiliskipulag ligg- ur fyrir í vetur þannig að starf- semi hefjist á nýja staðnum næsta vor. Fundur verður með fulltrúum Hlaðbæjar-Colas og Umhverfis- stofnunar í næstu viku og verður þá farið yfir málið. ghs@frettabladid.is- SIGÞÓR SIGURÐSSON, FRAMKVÆMDA- STJÓRI HLAÐ- BÆJAR-COLAS. Grannar segja ryk- mengun óbærilega Nágrannar malbikunarstöðvar í Hafnarfirði kvarta undan loftmengun og tala um óbærilegt ástand. Heilbrigðisfulltrúi tekur undir þessi orð. Fulltrúi fyrir- tækisins segir of dýrt að byrgja sandhaugana og að fyrirtækið flytji næsta vor. MENGUN FRÁ MALBIKUNARSTÖÐ Sandfok er af starfssvæði malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas við Hafnarfjörð en byggðin hefur stöðugt færst nær malbikunarstöðinni. Framkvæmdastjórinn Sigþór Sigurðsson segir vilyrði liggja fyrir um lóð sunnan við álverið. Lentirðu í vandræðum í myrkrinu? Já 8% Nei 92% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefurðu séð íslenska kvikmynd á árinu? Segðu skoðun þína á visir.is SAGNFRÆÐI Hannes Hólmsteinn Giss- urarson prófessor hefur skrifað menntamálaráðherra bréf þar sem hann óskar eftir svari við því hvort Þjóðarbókhlaðan hafi brotið jafn- ræðisreglu stjórnsýslulaga. Það hafi hún gert þegar aðgangur að bréfa- safni Halldórs Laxness var árið 2003 takmarkaður við tvo fræði- menn, Halldór Guðmundsson og Helgu Kress, en Hannesi neitað um aðgang. Bréfið er skrifað í kjölfar máls Kjartans Ólafssonar, sagnfræðings og fyrrverandi ritstjóra Þjóðviljans, sem hefur kært Þjóðskjalasafnið til menntamálaráðuneytisins fyrir að neita sér um aðgang að gögnum um símhleranir en veita Guðna Th. Jóhannessyni sama aðgang. „Ég tel að jafnræðisreglan hafi verið brotin á mér vegna þess að þetta einkabréfasafn Laxness var gefið safninu án allra skilyrða árið 1996,“ segir Hannes. „Ef það hefði verið gefið með skilyrðum, eins og mörg bréfasöfn eru, þá hefði gegnt öðru máli. Það var gefið án skilyrða og síðan var aðgangurinn takmark- aður við tvo fræðimenn, Helgu Kress og Halldór Guðmundsson.“ Hann segist einnig þeirrar skoð- unar að opna eigi símhlerunarskjöl fyrir Kjartani Ólafssyni og öllum fræðimönnum sem vilja skoða þau. - sþs Hannes Hólmsteinn spyr menntamálaráðherra um aðgang að bréfum Laxness: Segir jafnræðisreglu brotna HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Telur jafnræðisreglu hafa verið brotna þegar honum var neitað um aðgang að einkabréfasafni Halldórs Laxness.. LÖGREGLUMÁL Lögreglu á Akureyri þótti ástæða til að kalla út sérsveit aðfaranótt laugardags eftir að karlmaður á þrítugsaldri hafði hótað að svipta sig lífi. Lögregla segir það hafa verið öryggisráðstöfun, en talið var að maðurinn gæti verið vopnaður byssu. Svo reyndist ekki vera og hann var handtekinn heima hjá sér. Á meðan lögreglan var vant við látin vegna sjálfsvígshótunar- innar var kveikt í þremur gámum fyrir utan veitingastaði í miðbæn- um. Slökkvilið mætti á staðina, en starfsfólk eins veitingastaðarins sá sjálft um slökkva eldinn. - sun Sérsveitarútkall á Akureyri: Maður hótaði að svipta sig lífi VEIÐAR Fjölmargar ábendingar hafa borist umhverfisráðuneytinu um ólöglegar veiðar á hreindýr- um á veiðisvæðum á Mýrum og í Hornafirði í Austur-Skaftafells- sýslu. Fullyrt er að þessar ólöglegu veiðar hafi átt sér stað undanfar- in ár utan lögbundins veiðitíma, einkum á þeim tíma sem nú fer í hönd. Ráðuneytið kallar eftir virkara eftirliti sýslumannsins á Höfn á Hornafirði til að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar sem geta varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis. - sdg Kallað eftir auknu eftirliti: Ábendingar um ólöglegar veiðar HREINDÝRSTARFAR TAKAST Á Veiðitíma- bilið nær frá 1. ágúst til 15. september. VARNARMÁL Valgerður Sverrisdótt- ir utanríkisráðherra undirritaði í fyrrakvöld svokallaðan skilasamn- ing vegna svæðis varnarliðsins á Miðnesheiði. Sendiherra Banda- ríkjanna á Íslandi, Carol van Voorst, var viðstödd undirskrift- ina ásamt embættismönnum úr utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og starfsmönnum sendiráðsins, en Eric S. Edelman, aðstoðarvarnar- málaráðherra Bandaríkjanna, und- irritaði samninginn fyrir hönd varnarmálaráðuneytis Bandaríkj- anna. Van Voorst var einnig við- stödd athöfnina í gær og kvaddi yfirmann flotadeildarinnar form- lega og þakkaði honum fyrir far- sælt starf í þágu Bandaríkjanna og Íslands. Van Voorst sagði atburðinn marka merkileg tímamót, er hún ræddi við bandaríska og íslenska blaðamenn eftir að Mark Laughton, yfirmaður flotadeildar Bandaríkjahers, flaug af landi brott. „Þetta eru merkileg tíma- mót í ánægjulegri sögu alþjóðlegs samstarfs Bandaríkjanna og Íslands. Samstarf heldur áfram, en verður með öðru sniði, í takt við þær breytingar sem þegar hafa verið kynntar á samstarfi þjóðanna.“ - mh Samningur Bandaríkjanna og Íslands var undirritaður í fyrrakvöld: Skrifuðu undir skilasamning HERINN KVADDUR Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, og Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna, veifa til flugvélar Bandaríkjahers er hún flýgur af landi brott, með yfirmann flotadeildar varnarliðsins innanborðs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.