Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 12
 1. október 2006 SUNNUDAGUR12 timamot@frettabladid.is „Ég held að flestum Hornfirðingum þyki dálítið vænt um þetta fyrirtæki enda er hótelið stór hluti af sögu Hafn- ar,“ segir Óðinn Eymundsson, einn af eigendum Hótels Hafnar sem fagnar 40 ára afmæli í dag. Hótel Höfn er eitt af eldri hótelum landsins og það hefur alla tíð verið í einkaeigu. Rekja má sögu þess allt aftur til 1959 þegar Árni Stefánsson og Þórhallur Dan Kristjánsson þáðu boð Ásgríms Halldórssonar kaupfélags- stjóra Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga um að taka við rekstri Hótels Skálholts, sem var í eigu kaupfélags- ins. „Það hefur þurft heilmikla áræðni að setja þetta á laggirnar á sínum tíma,“ segir Óðinn. „Það verður að hafa í huga að það var ekki einu sinni búið að opna hringveginn.“ Rekstur Hótels Skálholts gekk vel og brátt kom að því að hótelið annaði ekki eftirspurn eftir gistingu. Árið 1963 sóttu Árni og Þórhallur um lóð undir nýtt hótel, lítið eitt fyrir innan þorpið sem þá hafði aðeins um 700 íbúa. Bygging hótelsins hófst 17. maí 1965. Veitingasalur og eldhús voru tekin í gagnið 1. október 1966 og her- bergisálma með 20 herbergjum á þrem- ur hæðum var opnuð 17. júní árið eftir. Nýbyggingin hlaut nafnið Hótel Höfn. Árið 1996 keypti Ferðaskrifstofa Íslands hótelið en árið 2001 urðu aftur eigendaskipti þegar hjónin Gísli Vil- hjálmsson og Þórdís Einarsdóttir og Óðinn Eymundsson og Elísabet Jóhann- esdóttir keyptu hótelið. „Frúrnar eru hótelstjórar og ráða öllu. Við erum matreiðslumenn og hlýðum,“ segir Óðinn og hlær. Í tilefni dagsins ætla hjónakornin að bjóða bæjarbúum í veislu. „Það verður öllu tjaldað til, boðið upp á kaffi og afmælisköku og myndasýningu með myndum frá ýmsum skeiðum í sögu hótelsins, auk þess sem kórar og lúðra- sveit munu skemmta gestum.“ HÓTEL HÖFN: Á 40 ÁRA AFMÆLI Í DAG Öllum bænum boðið í veislu HÓTELEIGENDURNIR Óðinn Eymundsson, Elísabet Jóhannesdóttir, Þórdís Einarsdóttir og Gísli Már Vilhjálmsson hafa rekið hótelið undanfarin sex ár. MYND/SIGURÐUR MAR HALLDÓRSSON MAGNÚS STEFÁNSSON ER 46 ÁRA Í DAG Traustur vinur getur gert kraftaverk. Áður en hann settist á þing gerði Magnús og hljómsveit hans Upplyfting þessar ljóðlínur Jóhanns G. Jóhanns- sonar ódauðlegar. MERKISATBURÐIR 1880 Möðruvallaskóli í Hörgárdal, fyrsti gagnfræðaskóli á Íslandi tekur til starfa. 1908 Kennaraskólinn tekur til starfa í Reykjavík. 1946 Tólf nasistaforingjar eru dæmdir til dauða af stríðsglæpadómstólnum í Nürnberg. 1955 Fyrsta kjörbúðin er opnuð í Reykjavík, það er sjálfsafgreiðslubúðin Liverpool. 1945 Muhammed Ali sigrar Joe Frazier og endurheimtir heimsmeistaratitilinn í boxi. 1987 Sjónvarpið hefur útsendingar alla daga vikunnar. Þá hætta fimmtudagskvöld að vera sjónvarpslaus. Á þessum degi árið 1936 var Francisco Franco valinn leiðtogi fasistastjórnar uppreisnarmanna á Spáni. Franco fæddist í bænum El Ferrol árið 1892. Hann gekk í herskóla fjórtán ára gamall og sannaði sig snemma sem hermaður og hæfur stjórnandi í nýlenduskærum Spán- verja í Marokkó og forframaðist á skömmum tíma. Árið 1931 var konungsvaldið afnum- ið á Spáni og Franco féll í ónáð hjá frjálslyndum leiðtogum lýðveldisins og var lækkaður í tign. Hann hlýddi möglunarlaust. Íhaldsmenn komust aftur til valda í kosningunum 1933 og Franco var hækkaður í tign yfirhershöfð- ingja og síðar herráðsforingja. Í kosningum árið 1936 komst hins vegar samsteypu- stjórn vinstri flokka til valda og Franco var sendur til Kanaríeyja. Af ótta við að ríkisstjórnin myndi greiða götu marxískrar byltingar, lögðu yfirmenn í hernum á ráðin um valdarán. Eftir nokkurt hik ákvað Franco að ganga til liðs við þá. Í júlí árið 1936 hófst uppreisnin í Marokkó og breiddist yfir á meg- inland Spánar daginn eftir. Undir stjórn Francos sölsaði herinn undir sig nokkur héruð landsins. Í þeirri trú að sigur væri yfirvofandi völdu uppreisnarmenn Franco leið- toga ríkisstjórnar sinnar en reyndin varð sú að borgarastyrjöldin stóð í tvö ár enn þar til Spánn var allur á valdi Francos. Hann stjórnaði landinu með harðri hendi allt til ársins1975. ÞETTA GERÐIST: 1. OKTÓBER 1936 Franco foringi fasista Bróðir minn Jóhann H. Sveinsson bifvélavirki lést mánudaginn 18. september sl. á Grund. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjartans þakkir til starfsfólk að Ási í Hveragerði og Grundar í Reykjavík fyrir hlýju, umhyggju og vináttu sem þau sýndu honum. Ellen Sveinsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Malmquist (Gullý) Birkigrund 62, Kópavogi, lést föstudaginn 22. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Þökkum hlýhug og samúð sem okkur hefur verið sýnd. Sérstakar þakkir fær Gunnar Guðmundsson lungnalæknir. Sveinn Ólafsson Ólafur Sveinsson Inda Sigrún Gunnarsdóttir María Sif Sveinsdóttir Þórarinn Sigurðsson Sveinn Sveinsson Lára Ingvarsdóttir Sigríður Nanna Sveinsdóttir Jakob Líndal barnabörn og barnabarnabörn. Legsteinar Kynningarafsláttur af völdum tegundum Fjölbreytt úrval Hagstæð verð Stuttur afgreiðslufrestur ���� �� ����� ��������� ����� ���������� ����������������������������������������� ����������������������� ������������� LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra fjölmörgu ættingja og vina sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru Önnu Hafsteinsdóttur Brekkuskógum 1, Álftanesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar LSH í Kópavogi og starfsfólki Karitasar fyrir kærleiksríka umönnun. Ársæll Karl Gunnarsson Gunnar Karl Ársælsson Sigurlaug Sverrisdóttir Sólrún Ársælsdóttir Ingólfur V. Ævarsson Ingibjörg Birna Ársælsdóttir Rakel Ársælsdóttir Rúnar Snæland Jósepsson Ingibjörg B. Þorláksdóttir Hafsteinn Sigurþórsson Sigurþór Hafsteinsson Laufey Hafsteinsdóttir Bjarni Hauksson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristjana Margrét Sigurðardóttir Granaskjóli 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 2. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Parkinsonsamtökin. Guðmundur Pétursson Þórunn Kristjánsdóttir Ingibjörg Pétursdóttir Einar Gylfi Jónsson Sigurður Pétursson Hansína Hrönn Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.