Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 10
10 1. október 2006 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Umræðan Mótmæli vegna Kárahnjúka Takk Ómar Ragnarsson fyrir að standa upp fyrir hönd samvisku minnar. Ég hugsa svo oft með mér að ég geti lítið gert nema hugsað vel um mig og mína. Þú sagðir þetta svo vel í viðtali við RÚV í göngunni miklu á þriðjudaginn síðastlið- inn, eitthvað á þá leið að þegar sandkorn- in byrja að renna og þegar droparnir koma saman þá höfum við mátt. Það er nákvæmlega þannig. Við getum breytt gangi mála. Mig hefur oft langað að taka til hend- inni í þjóðarmálum því ég er nú einu sinni þessi þjóð! En hvernig get ég, þessi litla vera suður í Hafnarfirði, gert eitthvað? Jón Gnarr benti á ágæta leið í einum af sínum frábæru pistl- um. Hann sagði að maður ætti kjósa fólk sem hefur sömu gildi og maður sjálfur, manneskju sem maður getur treyst, ein- hvern sem skilar hlutunum á enda. Það ert sem sagt þú! Þú hefur verið þarna traustur og tryggur, flogið um landið og kynnt manni land og þjóð. Meira að segja sungið lög fyrir mann þegar maður var lítill og jafnvel leikið jólasvein! Það fara ónot um mann þegar maður sér myndir frá Kárahnjúkum. Þó svo að ég sé ekki inni í öllum málum, skýrslum, fylgist ekki með öllum fréttum eða viti nákvæm markmið Landsvirkjunar með virkjunni veit ég samt að við getum gert betur en að rífa landið í sundur. Ísland getur betur. Ómar, ég styð þig! Höfundur er móðir. Ómar Ragnarsson er svar við mínum bænum BETTÝ GUNNARSDÓTTIR MI ÐA SA LA H EF ST ÞR IÐ JU DA GI NN 3. OK TÓ BE R KL .10 .00 Fasísk dýrkun ógeðsleg Gagnrýni Sindra Eldon á afmælis- tónleika Bubba Morthens í Reykjavík Grapevine vakti mikla athygli og deil- ur. Sindri hefur lítið svarað fyrir sig þar til nú er hann spyr á heimasíðu sinni: „Hvenær varð það glæpur að segja að Bubbi Morthens sé asnalegur? Missti ég af einhvers konar fundi? Hvenær missti ég réttinn til að finnast fasísk dýrkun á einni mann- eskju ógeðsleg og sér- staklega þegar það er verið að dýrka þennan sköllótta belg?“ Sindri virðist annars hafa fengið nóg af tíma- ritagagnrýni í bili og vinnur nú á kassan- um í einni af versl- unum 10-11. Rólegt djobb Talið er að búið verði að dæla upp öllum hráolíuforða heimsins ein- hvern tímann á þessari öld. Þá verða góð ráð dýr og ljóst að eitthvað þarf að leysa bensínið af hólmi. Íslensk nýorka bindur vonir við að vetni knýi vélar framtíðarinnar og hefur af stór- hug sett upp vetnisstöð á Grjóthálsi. Í augnablikinu nota aðeins þrír stræt- isvagnar þjónustuna svo ljóst er að þarna myndast sjaldan biðröð. Eitt- hvert rólegasta djobb á landinu væri að starfa sem dælumaður á vetnis- stöðinni, en eins og er sjá strætóbíl- stjórarnir sjálfir um áfyllingu. Gunnar syngur með Stones Eldmessur Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum eru ástríðufullar og kraft- miklar og hafa verið mörgum tón- listarmanninum innblástur. Á netinu má nú finna a.m.k. þrjú lög þar sem tónlistarmenn hafa búið til verk með ræðum Gunnars í forgrunni. Raflista- maðurinn Alliat hefur búið til lagið „Gunnarskaffi“, þar sem fræg ræða Gunnars um að ekki megi bjóða synd- inni í kaffi er sett í nýstárlegan búning. Á heimasíðu fréttamannsins G. Pét- urs Matthíassonar eru bútar úr sömu ræðu settir ofan á kafla úr Stones-lag- inu Jumpin‘ Jack Flash. Útkoman heit- ir „Jumpin‘ Gunnar“. Elsta og besta Gunnars í Krossinum-lagið er þó með hljómsveitinni Reptilicus. „Okkar heili er innsiglaður“ heitir það og þar má finna línur eins og „í okkar skrokki eru sömu frumefni og hér í drullunni fyrir utan“ – tímalaus snilld! gunnarh@frettabladid.is Þ að hafa líklega fáir misst úr svefni í nótt þótt banda- rískur her hafi ekki lengur fasta viðveru hér á landi. Ísland er orðið herlaust land. Varnarliðið fór af landi brott í gær. Almennir borgarar hafa ekki látið sig þetta mál miklu varða. Það virðist skipta fólkið á götunni litlu máli hvort hér sé her eða ekki. Stjórnarandstöðunni hefur heldur ekki tekist að ýfa upp óánægju meðal almennings yfir þessari niðurstöðu. Engum finnst hann óöruggari á Íslandi 1. október 2006 en hann var 1. október 2005. Öryggi er samt ekki sjálfgefin tilfinning þótt mikilvæg sé. Allir skynja þann óróleika sem einkennt hefur samskipti ríkja undanfarin ár og hverfist oft um Bandaríkin. Það er ekkert endi- lega friðvænlegra í heiminum nú en á tímum kalda stríðsins. Ísland er bara ekki í miðju átakanna eins og áður. Íslendingar munu áfram búa við þau forréttindi að mesta herveldi heims tryggir öryggi þeirra. Ný varnaráætlun Banda- ríkjamanna sem byggir á varnarsamningnum frá 1951 og vera okkar í NATO mynda áfram grunn að varnar- og öryggisstefnu þjóðarinnar. Til viðbótar við nýja varnaráætlun hefur ríkisstjórnin gefið út yfirlýsingu um eflingu landhelgisgæslu, landamæravörslu og greiningarvinnu lögreglu. Sjálfstæðri þjóð er engin vorkunn í að taka meiri þátt í eigin vörnum og reka sjálf alþjóðaflugvöll. Flestir eru sammála um það meginhlutverk ríkisins að tryggja öryggi lands og þjóðar. Í því felst að verja rétt borgaranna í víðum skilningi; annars vegar fyrir hver öðrum og hins vegar fyrir borgurum annarra ríkja. Lögreglan hefur haft það hlutverk að verja rétt borgaranna. Hún gætir að því að lögum landsins sé framfylgt og fólk sé ekki beitt rangindum. Íslenska ríkið hafði ekki bolmagn til þess að verja Íslendinga gegn þeirri ógn sem steðjaði að landinu eftir heimstyrjöldina síðari. Til að uppfylla þessa frumskyldu sína kusu stjórnmála- menn þess tíma að ganga í bandalag með vinaþjóðum. Aðeins þannig var öryggi Íslands tryggt. Í ljósi þessa er óskiljanlegt af hverju vinstrimenn á Íslandi hafa í gegnum tíðina verið andvígir því að landvarnir landsins séu tryggðar í samstarfi við aðrar þjóðir. Íslendingar höfðu ekki og hafa ekki enn burði til þess einir og óstuddir. Séu vinstrimenn sammála því hlutverki ríkisins að verja borg- arana hverja fyrir öðrum hljóta þeir einnig að vera sammála því hlutverki ríkisins að verja borgarana gagnvart órétti borgara annarra ríkja. Annars eru þeir ekki samkvæmir sjálfum sér. Það er ekki hægt að afgreiða öryggismál þjóðarinnar með því að segja að engin ógn steðji að landinu. Við verðum að gera ráð- stafanir og vera reiðubúin að bregðast við. Hvað hafa vinstri grænir annað fram að færa í umræðu um öryggis- og varnarmál Íslands en að skamma bandaríska herinn fyrir mengun á varn- arsvæðinu? Eru vinstri grænir ekki samkvæmir sjálfum sér? Miðað við getu þjóðarinnar til að verjast utanaðkomandi ógn, vilja Bandaríkjamanna til varnarsamstarfs og stöðu heimsmála er niðurstaðan í varnarviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda fullkomlega ásættanleg. Flestir munu sofna vært í kvöld. Varnarliðið hvarf af landi brott í gær: Herlaust Ísland BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR Við Íslendingar erum alls ekki þeir einu sem hafa orðið vitni að því að húsnæði hækki mjög mikið í verði á síðustu árum. Sama hefur til dæmis gerst í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hækkunin hjá okkur var reyndar nokkuð sérstök því hún var að stórum hluta komin til vegna þess að það varð grundvallarbreyting á því hvernig húsnæðiskaup voru fjármögnuð. Það er því áhugavert fyrir okkur að skoða hvað gerðist á húsnæðismarkaðinum í Bret- landi. Þar hafði húsnæðisverð hækkað mjög mikið. Á milli 2003 og 2004 hækkaði húsnæðisverð um 22% sem er mikil hækkun. En frá miðju ári 2004 fram á mitt ár 2005 hækkaði það einungis um 2%. Á sama tíma dró einnig mjög úr einkaneyslu; hún óx um rúmt prósent en að öllu jöfnu vex hún um 3% á ári í Bretlandi. Eftir þessa kærkomnu kælingu hefur vöxturinn aftur tekið við sér og ágætt jafnvægi virðist nú vera á húsnæðismarkaðinum í Bretlandi. Við hljótum að velta því fyrir okkur hvort þessi saga geti endurtekið sig hér hjá okkur. Það væri óskandi en það er rétt að hafa í huga að töluverður munur er á markaðinum á Íslandi og í Bretlandi. Hann felst fyrst og fremst í því að í Bretlandi eru vextir á húsnæðislánum breyti- legir en ekki fastir eins og hér á landi og reyndar einnig í nokkr- um mæli í Bandaríkjunum. Vaxtabreytingar Seðlabankans breska hafa því miklu meiri áhrif á þá sem þurfa að borga af húsnæðislánum heldur en gerist hér á landi. Sem dæmi má taka að ef vextir hækka úr 3% í 6% í Bretlandi þá hækkar jafnvirði 50.000 króna vaxtabyrði á mánuði í 100.000 krónur. Slík vaxtahækk- un bítur hratt í. Fastir vextir á húsnæðislánum á Íslandi gefa allt aðra niðurstöðu því vextirnir á lánunum breytast ekki þó vextir Seðlabankans hækki. Verðbólgan hefur vissulega áhrif á greiðslu- byrði húsnæðislánanna, 10% verðbólga hækkar 50.000 króna mánaðarlega greiðslu um 5.000 krónur. En það þarf mjög mikla verðbólgu á Íslandi til þess að ná fram sambærilegum áhrifum og þeim sem felast í hækkun vaxta úr til dæmis 3% í 6% í Bretlandi. Þess vegna þarf Seðlabankinn breski ekki að hækka vexti mikið til þess að hafa veruleg áhrif á einkaneyslu. Ég hef bent á það áður að sennilega hefði Seðlabankinn ekki átt að reyna að berjast svo kröftuglega með vaxtahækkun- um gegn hækkun á húsnæðis- verði. Í fyrsta lagi varð sú hækkun mikið til vegna breyt- inga á því hvernig við fjármögn- um húsnæðiskaupin okkar og í öðru lagi er frekar veikt samband á milli hækkunar á fasteignum annars vegar og aukningar á einkaneyslu hins vegar. Of háir vextir leiddu til þess að peningar streymdu inn í landið, krónan varð of sterk, einkaneysla og innflutningur jókst og íslensk fyrirtæki tóku erlend lán í ríkum mæli til að sleppa við vextina á krónunni. Síðan þegar krónan féll og verðbólga vegna gengisfellingar gerði vart við sig hækkaði Seðlabankinn vextina enn meir. Nú er reyndar svo komið að útlendingar eiga hér skuldabréf að verðmæti að minnsta kosti 300 milljarðar og vaxtamunur- inn á milli Íslands og útlanda er um 10%. Það þýðir að 30 milljarðar fara aukalega út úr hagkerfinu okkar á hverju ári, aðeins í vaxtagreiðslur til útlendinga. Mér finnst það nokkuð mikið, það erum við, íslenskir lántakendur, sem borgum þetta á endanum. Vandinn sem við eigum við að glíma í hagstjórninni er tvíþætt- ur. Annars vegar er mjög erfitt að nota ríkisútgjöld til að draga úr hagsveiflum, meðal annars vegna þess að stærstur hluti ríkisútgjalda er laun vegna þjónustu sem erfitt er að draga úr svo nokkru nemi til þess að mæta tímabundinni þenslu í hagkerfinu, ef á annað borð er pólitískur vilji til þess að draga úr þjónustu hins opinbera. Hins vegar er vandi Seðlabankans sá að stýrivextirnir hafa afar takmörkuð áhrif á skuldir vegna húsnæðis og þær skuldir eru stærsti hluti skulda heimilanna. Vextir Seðlabankans hafa fyrst og fremst áhrif á gengið, vextirnir virðast fyrst og síðast nýtast til þessa að halda gengi krónunnar sterku. Það er tómt mál að tala um að afnema núna verðtryggingu og notkun fastra vaxta í húsnæðisviðskiptum. En ég tel að við verðum að nota tækifærið þegar um hægist, verðbólga og vextir komin á svipað ról og gerist í löndunum í kring um okkur, og endurskoða notkun verðtryggingar og fastra vaxta. Það gengur ekki að eina virka hagstjórnartækið í landinu sé samband gengis og vaxta. Stýrivextir Seðlabankans verða að virka betur en raun hefur verið á. Húsnæðið okkar og hagstjórnin ILLUGI GUNNARSSON Í DAG | Velferð fólks og fjöl- skyldna á Íslandi. Vextir Seðlabankans hafa fyrst og fremst áhrif á gengið, vextirnir virðast fyrst og síðast nýtast til þessa að halda gengi krónunnar sterku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.