Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 2
2 18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR
STJÓRNMÁL Geir H. Haarde forsæt-
isráðherra vill að allt sem snertir
hleranamál, hvort heldur á dögum
kalda stríðsins eða síðar, verði
dregið fram í dagsljósið. „Það er
ekkert að fela og allra síst hefur
ríkisstjórnin núverandi eitthvað
að fela,“ sagði Geir í gær.
Ríkissaksóknari hefur falið
sýslumanninum á Akranesi að
rannsaka ætlaðar hleranir á
símum utanríkisráðuneytisins á
árunum kringum 1993 og sérstök
sérfræðinganefnd, skipuð af for-
sætisráðherra, vinnur að mótun
reglna um aðgang fræðimanna að
gögnum um hleranir á árunum
1945-1991. Þetta telur Geir nóg að
gert að svo stöddu og segir ríkis-
stjórnina ekki munu aðhafast
frekar í málinu. „Ekki að svo
komnu máli. Ég tel að það sé
óþarft úr því að ríkissaksóknari
tók þá ákvörðun sem hann tók og
nú verður maður bara að vona að
allir þeir sem komið hafa fram
með ásakanir eða telja sig hafa
upplýsingar um þessa þætti sýni
samstarfsvilja og hjálpi þeim sem
eru að rannsaka máið að upplýsa
það.“
Geir segir eðlilegt að ef fram
koma sakir um hugsanlegt refsi-
vert athæfi taki ríkissaksóknari
það til athugunar enda sé það hlut-
verk hans.
„Síðan verður bara að koma í
ljós hvað út úr þeirri rannsókn
kemur.“ Geir segir ennfremur
ekki hægt að gagnrýna saksókn-
ara fyrir að sinna skyldum sínum
með þessum hætti.
Að mati Geirs hefur málum er
varða hleranir; annars vegar á
tímum kalda stríðsins og hins
vegar eftir það verið blandað
saman. Málin séu nú hvort með
sínum hætti til athugunar. Jafnvel
sé rætt um að koma á fót sérstakri
deild í Þjóðskjalasafninu með
gögnum kaldastríðsáranna. „Aðal-
atriðið er að opna þessi skjöl og fá
allt upp á yfirborðið varðandi
þetta tímabil.“
Geir gefur lítið út á efasemdir
um að heppilegt sé að lögreglu-
menn rannsaki mál er hugsanlega
varða gjörðir annarra lögreglu-
manna og segir langsótt að lög-
reglan á Akranesi hafi átt ein-
hverja aðild að málinu. Og í
framhaldi af hugmyndum um að
þingskipuð nefnd rannsaki hler-
anir spyr hann hvort betra sé að
pólitíkusar rannsaki pólitíkusa
heldur en að lögreglan rannsaki
lögregluna. Spurður um vanga-
veltur um hvort starfssvið sér-
fræðinganefndarinnar sé of
þröngt svarar Geir því til að komi
það á daginn verði það athugað.
bjorn@frettabladid.is
SPURNING DAGSINS
Aðalatriðið er að opna þessi skjöl og fá allt upp á yfirborðið
varðandi þetta tímabil.“ GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐHERRA
Núverandi ríkisstjórn
hefur ekkert að fela
Forsætisráðherra segir hleranamál komin í farveg og telur hvorki ástæðu til að
skipa þingnefnd sem rannsaki þau né útvíkka starfssvið sérfræðinganefndar
sem er að störfum. Ríkisstjórnin muni ekkert aðhafast að svo komnu máli.
HLERANIR „Við höfum ekki gert
neinar sérstakar ráðstafanir,“
segir Örnólfur Thorsson forseta-
ritari aðspurður um eftirlit með
öryggi fjar-
skipta hjá
forsetaembætt-
inu.
Davíð
Oddsson,
fyrrverandi
forsætisráð-
herra, hefur
sagt að fylgst
hafi verið
reglulega með
því í ráðuneyt-
um hvort símar væru hleraðir.
Þetta eftirlit hafi norskir menn
annast. Slíkt reglubundið eftirlit
mun hvorki hafa verið stundað
hjá forsetaembættinu né mun
hafa þótt nokkurt einstakt tilefni
hafa gefist til þess að yfirfara
öryggi símabúnaðar embættis-
ins. - gar
Forseti Íslands:
Ekki gerðar ráð-
stafanir gegn
hlerunum
ÓLAFUR RAGNAR
GRÍMSSON
ALÞINGI Fulltrúar stjórnarand-
stöðuflokkanna á þingi vilja að
nefnd á vegum Alþingis fari ofan
í saumana á símhlerunum
íslenskra stjórnvalda, bæði á
tímum kalda stríðsins og eftir
það. Í umræðum um störf
þingsins í gær kom fram eindreg-
inn vilji stjórnarandstöðunnar um
að frekar verði aðhafst í málinu
en þegar hefur verið ákveðið. Var
leið sem norska Stórþingið fór
nefnd til fyrirmyndar.
Stjórnarliðar kváðu enga þörf
á slíku, málin væru þegar í
eðlilegum farvegi. Að auki væri
ekki hægt að bera saman mál hér
og í Noregi. - bþs
Stjórnarandstaðan á Alþingi:
Þingnefnd ræði
um hleranamál
STJÓRNMÁL Umræður um breytingu
á rekstrarfyrirkomulagi Ríkisút-
varpsins héldu áfram á Alþingi í
gær. Fjölmargir stjórnarandstæð-
ingar lýstu þeirri skoðun sinni að
með hlutafélagsvæðingu stofnun-
arinnar væri opnað fyrir möguleik-
ann á einkavæðingu og hörmuðu
það.
Stjórnarliðar börðust hins vegar
við að leiðrétta stjórnarandstæð-
inga og sögðu sölu Ríkisútvarpsins
ekki á dagskrá, þvert á móti ætlaði
ríkið sér að eiga það. - bþs
Stjórnarandstaðan um RÚV:
Telur hættu á
einkavæðingu
SÍMHLERANIR Engir dómsúrskurðir hafa verið
kveðnir upp síðustu þrjá áratugina þar sem
símhleranir hafa verið heimilaðar á þeim forsend-
um að öryggi ríkisins sé hætta búin, að sögn Helga
I. Jónssonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur.
Ef íslenskir ráðamenn hafa verið hleraðir, líkt
og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi
utanríkisráðherra, hefur haldið fram ásamt Árna
Páli Árnasyni, fyrrverandi starfsmanni utanríkis-
ráðuneytisins, á síðustu þremur áratugum, hafa
þær farið fram án dómsúrskurðar og væru því
lögbrot.
Jón Baldvin skýrði frá því í gær að starfsmaður
Pósts og síma, sem varð vitni að því að sími Jóns
Baldvins var hleraður í utanríkisráðherratíð hans,
hafi lagt fram vottfesta staðfestingu á framburði
sínum hjá lögmanni. Jón Baldvin segir jafnframt
að starfsmaðurinn muni vitna þar um við rann-
sókn málsins.
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur skýrði
síðastliðið vor frá niðurstöðum úr rannsóknum
sínum á skriflegum heimildum um símhleranir á
árunum 1946 til 1976. Þar kom fram að stjórnvöld
létu meðal annars hlera síma íslenskra sósíalista,
þar á meðal nokkurra þingmanna. Voru þær
hleranir allar framkvæmdar samkvæmt dómsúr-
skurði. - sda
Helgi I. Jónsson dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur:
Engir símhlerunarúrskurðir
vegna þjóðaröryggis frá 1976
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
AUDI A3
Nýskr. 05.05 - Sjálfskiptur - Ekinn 17 þús. - Allt að 100% lán.
Verð
2.450
.000.
-
Maðurinn sem lést í umferðar-
slysi í Kjósarskarði við
Þórufoss í fyrradag hét
Gunnlaugur
Axelsson til
heimilis að
Kirkjuvegi 67 í
Vestmannaeyj-
um. Gunnlaug-
ur var sextíu og
sex ára gamall,
fæddur 31. maí
árið 1940. Hann
lætur eftir sig eiginkonu og
þrjú uppkomin börn.
Tuttugu og tveir hafa nú
látist í umferðinni á þessu ári.
- sþs
Gunnlaugur Axelsson:
Lést í bílslysi í
Kjósarskarði
GUNNLAUGUR
AXELSSON
LÖGREGLUMÁL Landssamband lög-
reglumanna vill að mótþrói við
handtöku verði gerður refsiverður,
að sögn Sveins Ingibergs Magnús-
sonar, formanns sambandsins.
Hann segir að þetta atriði hafi
verið viðrað í greinargerð um
öryggismál lögreglunnar sem sam-
bandið hafi sent dómsmálaráð-
herra. Þar var farið fram á að
starfsumhverfi lögreglumanna
verði bætt. Dómsmálaráðherra
hefur boðað breytingar til bóta í
þeim efnum.
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að tíu til tólf lögreglumenn fá
bætur úr ríkissjóði á ári hverju
vegna meiðsla sem þeir verða fyrir
við störf. Að meðaltali tveir lög-
reglumenn verða fyrir varanlegum
miska og örorku á ári hverju, að
sögn Gylfa Thorlacius hæstaréttar-
lögmanns sem fer með stærstan
hluta bótamála fyrir lögregluna.
„Það hefur ekki verið refsivert
að sýna mótþróa við handtöku,“
segir Sveinn. „Lögreglumenn hafa
þurft að verða fyrir einhverju
líkamstjóni til þess að það teljist
brot gegn valdstjórninni. Það á ekki
að vera íþrótt fyrir viðkomandi að
slást við lögregluna.“ - jss
Landssamband lögreglumanna um tíð meiðsl lögreglumanna í starfi:
Mótþrói við handtöku verði refsiverður
LANDSSAMBAND LÖGREGLU-
MANNA Vill auka öryggi starfs-
umhverfisins til muna.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Sigurður, leið þér eins og þú
værir að koma nakinn fram?
„Nei, nei, mér leið bara eins og jólin
væru að koma.“
Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri
Strandagaldurs, lét alskegg sitt fjúka fyrir
frægðina á karóki-keppni vinnustaða á
Ströndum á laugardag. Skeggleysið dugði
honum þó ekki til sigurs.
JÓN
BALDVIN
HANNI-
BALSSON
HELGI I.
JÓNSSON
LÖGREGLUMÁL Stúlka um tvítugt,
sem nauðgað var í húsasundi á
bak við Menntaskólann í Reykja-
vík aðfaranótt síðasta sunnudags,
gaf í gær skýrslu hjá lögreglu
vegna málsins. Hún lagði
jafnframt fram kæru vegna
árásarinnar, sem að sögn lög-
reglu, var óvenju harkaleg.
Tveir karlmenn, sem taldir eru
vera á aldrinum 20 til 25 ára,
réðust á stúlkuna á Amtmanns-
stíg og nauðguðu henni eftir að
hafa þvingað hana inn í húsasund.
Þeir rændu auk þess af henni
peningum. Lögreglan vinnur að
rannsókn málsins en hefur ekki
neina grunaða að svo stöddu. - mh
Nauðgun í húsasundi:
Kærði nauðgun
til lögreglunnar
Óleyst ósætti við ESB
Ráðamenn Evrópusambandsins og
Tyrklands komust á mánudag engu
nær lausn á deilunni um höfnun
Tyrkja á því að opna hafnir sínar og
flugvelli fyrir umferð frá Kýpur. Eftir
fund utanríkisráðherra Tyrklands og
Finnlands sagði sá síðarnefndi að
ósveigjanleiki Tyrkja í þessu máli gæti
fryst viðræðurnar um ESB-aðild Tyrkja.
TYRKLAND