Fréttablaðið - 18.10.2006, Page 42

Fréttablaðið - 18.10.2006, Page 42
■■■■ { líf og heilsa} ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 Samheitalyf má kalla að sé endurgerð lyfja sem þegar hafa verið markaðssett en hafa glatað einkaleyfa- verndinni sem ný lyf fá eftir að þau koma fyrst á markað. Lyfið sem apað er eftir nefnist frumlyf. Það er oft töluvert dýrara meðan á einkaleyfistímanum stendur enda búið að leggja í mikinn kostnað við þróun lyfs- ins. Þá bera læknar oft meira traust til frumlyfsins þar sem framleiðandi þess hefur rannsakað það mest, auk þess sem lyfið er þá þegar orðið þekkt vörumerki. Samheitalyf innihalda sama virka efnið og frum- lyfin en eru framleidd af öðrum. Þannig eru sam- heitalyfin alla jafna sambærileg frumlyfjunum, bæði hvað varðar innihald og virkni. Dæmi um þetta er frumlyfið Panodil, sem er vel þekkt verkjalyf, en það er frumlyf og svo íslenska eftirlíkingin Paratabs, sem er samheitalyf. Bæði innihalda virka efnið paraset- amól. En svo eru líka dæmi um samheitalyf sem hafa svo ólíka virkni að þau verða ósambærileg. Á upplýs- ingavefnum Doktor.is er greint frá einu slíku en það varðar lyfin Tegretol Retard og Karbamazepin. „Þar sem fyrra lyfið leysist hægar upp og gefur jafnari þéttni í blóði. Abboticin Novum fer með öðrum hætti inn í blóðrásina en Erýbas,“ segir þar. Svo kemur fyrir að fólk telur sig finna mun á því hvernig sambærileg lyf virka. „Þetta er oftast útskýrt sem ímyndun og er það vafalaust oft,“ segir doktor.is þótt reyndar kunni að vera viss lyfjafræðileg rök fyrir slíkum mun. „Hið virka efni lyfsins er oft blanda tveggja sameinda sem eru spegilmynd hvor af annarri. Oft er verkun þessara tveggja mynda lyfsins ólík. Lyfjasameindir sambæri- legra lyfja eru oftast framleiddar með ólíkum aðferð- um. Þetta getur valdið því að hlutfall þessara speg- ilmynda sé breytilegt í lyfjunum tveimur. Stundum eru líka efni í töflum sem binda þær saman eða lita þær, og þessi efni geta hugsanlega breytt einhverju í verkun lyfsins. Með aukinni nákvæmni í framleiðslu verður þessi munur þó sífellt minni.“ Þá er rétt að árétta að bæði frum- og samheita- lyf eru framleidd af virtum lyfjafyrirtækjum og þurfa einnig að standast ríkar kröfur og eftirlit. Enda er staðan þannig að á markaði er fjöldi lyfja þar sem frumlyfið er orðið ófáanlegt og bara hægt að fá lyfið sem samheitalyf. Í langflestum tilfellum skiptir því ekki nokkru máli hvort sjúklingur tekur inn frumlyf eða samheitalyf. Hvað eru samheitalyf? Panodil er svokallað frumlyf, en Paratabs samheitalyf. Bæði innihalda virka verkjalyfið parasetamól. Í sumar ógilti Samkeppniseftirlitið samruna Lyfja og heilsu og Lyfja- vers. Ákvörðuninni var skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og er samkvæmt heimildum ákvörð- unar að vænta í málinu á næstu dögum. Lyf og heilsa er önnur tveggja stórra lyfsölukeðja sem Samkeppn- iseftirlitið hefur komist að raun um að fari saman með markaðsráðandi stöðu. Hin keðjan er Lyfja. Ógilt voru kaup DAC ehf., sem er í sömu fyrirtækjasamstæðu og Lyf og heilsa, á Lyfjaveri. Bæði DAC og Lyfjaver annast innflutning lyfja, heildsölu og lyfjaskömmtun fyrir einstaka sjúklinga og sjúklinga á stofnunum. Að óbreyttu hefði skað- legra áhrifa samrunans sem hér um ræðir aðallega gætt á markaði fyrir smásölu lyfja og á markaði fyrir svokallaða skömmtun lyfja fyrir sjúklinga. „Mikil samþjöppun hefur orðið á lyfsölumarkaðnum á síðustu árum. Samruninn hefði leitt til þess að tvær lyfsölukeðjur, Lyf og heilsa annars vegar og Lyfja hf. hins vegar, hefðu rúmlega fjóra fimmtu hluta allr- ar lyfjasmásölu í landinu. Að mati Samkeppniseftirlitsins deila Lyf og heilsa sameiginlegri markaðsráðandi stöðu með Lyfju á smásölumarkaði lyfja. Það er mat Samkeppniseftir- litsins að sameiginleg markaðsráð- andi staða Lyfja og heilsu og Lyfju eins og henni er lýst í ákvörðun eftirlitsins geri fyrirtækjunum kleift að samhæfa hegðun sína á mark- aðnum án þess að þurfa að taka til- lit til keppinauta eða neytenda. Eru fyrirtækin þannig í stöðu til þess að takmarka samkeppni og hækka verð. Ef umræddur samruni hefði geng- ið eftir hefði þessi staða orðið enn alvarlegri í samkeppnislegu tilliti. Hefði samruninn því haft í för með sér umtalsverða röskun á samkeppni og skaðað hag þeirra sem þurfa á lyfjum að halda,“ segir í ákvörðun- inni frá 11. júlí síðastliðnum. Jafnframt kemur fram í ákvörð- un Samkeppniseftirlitsins að sá sér- staki markaður sem felist í að selja og pakka lyfjum í notkunarskammta bæði fyrir einstaka sjúklinga og fyrir sjúklinga á stofnunum sé stækk- andi. Ársviðskipti á honum eru sögð nema nokkrum hundruðum milljóna króna. Nokkurrar óánægju gætir meðal smærri fyrirtækja á lyfjamarkaði með þá túlkun að Lyfja og Lyf og heilsa fari saman með markaðsráð- andi hlut. Engin ákvæði laga eru sögð verja smærri fyrirtæki gegn ofureflinu sem í lyfjakeðjunum felist og þeim frjálst að opna verslanir ofan í smærri apótekum, en þar séu menn í raun lokaðir í sínum rekstri og megi ekki selja hann til keðj- anna vegna mats eftirlitsins á stöðu þeirra. Keðjurnar mega ekki kaupa, en þeim er heimilaður svokallaður innri vöxtur, sem þýðir að þær mega bæta við sölustöðum að vild. Ákvörðunar beðið frá áfrýjunarnefnd Stóru keðjurnar mega ekki kaupa smærri fyrirtæki. Í verslun Lyfja og heilsu. Í sumar var ógiltur samruni Lyfja og heilsu og Lyfjavers á þeim grundvelli að hann yrði skaðlegur samkeppni á sviði lyfjasölu í notkunarskömmtum. Fæst í Jurtaapótekinu á Laugavegi 2, og inniheldur ekki lækningajurtir heldur spírúlínu, og er full af járni, amínósýrum, byggblöðum, steinselju, rauðrófum og grænu þangi. Allt eru þetta jurtir sem eru mjög ríkar af blaðgrænu, en að neyta hennar er rétt eins og að taka inn súrefni og gefur manni kraft og byggir upp ónæmiskerfið. Græna bomban er til í duft- og pilluformi og það er hægt að gera te úr henni eða setja út í safa. Græna bomban

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.