Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 34
MARKAÐURINN 18. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D Ítölsku bankarnir Banco Populare Italiana (BPI) og Banco Populare di Verona e Novara hafa ákveðið að sameinast. Með þessu verður til þriðji stærsti banki á Ítalíu en markaðsvirði hans er um 15 milljarðar evra, jafnvirði tæp- lega 1.300 milljarða íslenskra króna. Að sögn breska ríkisútvarps- ins, BBC, hefur BPI leitað eftir því að sameinast öðrum banka síðan samrunaferli bankans við Banco Antonveneta rann út í sandinn á síðasta ári. BPI varð fyrir skakkaföll- um í kjölfarið en þá komst upp að stjórn bankans hefði ásamt ítalska seðlabankanum reynt að hindra samkeppni frá hollenska bankanum ABN Amro í Banco Antonveneta og leiddi það til þess að bankastjórar BPI og ítalska seðlabankans urðu að segja af sér. Mario Draghi, seðlabanka- stjóri Ítalíu, er sagður fylgjandi samruna fjármálastofnana á Ítalíu og hefur stutt samruna- ferlið í hvítvetna. Í sumar varð til stærsti banki Ítalíu með sameiningu Banca Intesa, annars stærsta banka Ítalíu, og Sanpaolo-IMI, þriðja stærsta bankans. Hluthafar eiga þó enn eftir að samþykkja sam- runann en líklegt þykir að af því verði í desember. - jab TVEIR SEÐLABANKASTJÓRAR Mario Draghi, seðlabankastjóri Ítalíu, ásamt Jean- Claude Trichet, bankastjóra evrópska seðla- bankans. MARKAÐURINN/AFP Bankar sameinast Jane Sheperdson, yfirfram- kvæmdastjóri tískuvörukeðj- unnar Topshop, sagði upp störf- um fyrr í þessum mánuði. Ýjað hefur verið að því að ástæðan fyrir uppsögninni sé óánægja hennar með samning Topshop við ofurfyrirsætuna Kate Moss. Hún vísar þessu hins vegar á bug og segir hafa verið tímabært að hugsa sér til hreyfings. Sheperdson er sögð heilinn á bak við vinsældir Topshop síðastliðin ár og hefur gjarnan verið kölluð mikilvægasta konan í breskum tískuheimi. Hún hóf störf hjá Topshop fyrir 18 árum en tók við stöðu yfirfram- kvæmdastjóra árið 1998. Topshop-keðjan heyrir undir Arcadia Group, sem er í eigu breska auðkýfingsins Philips Green en hann átti hugmyndina að því að ganga til samninga við Moss. Hlutverk hennar verður að hanna nýja fata- og fylgihluta- línu fyrir tískuvörukeðjuna. Kate Moss tapaði stórum samningum við nokkur tískufyr- irtæki fyrir ári eftir að breska blaðið Daily Mirror birti myndir af henni neyta kókaíns í hljóðveri í Lundúnum í Bretlandi á meðan unnusti hennar, ólátabelgurinn Pete Doherty, var við upptökur. Í kjölfarið fór hún í afeitrun til Bandaríkjanna og hefur orðstír hennar vaxið aftur jafnt og þétt. - jab NÝR HÖNNUÐUR HJÁ TOPSHOP Ýjað hefur verið að því að samningur Kate Moss við Topshop hafi orðið til þess að yfir- framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði upp. Hér er Kate Moss ásamt unnusta sínum Doherty á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í Bretlandi í fyrra. MARKAÐURINN/GETTY IMAGES Topshop missir tískudrottningu Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Kauphallir á Ítalíu og í Þýskalandi hafa gert með sér samkomulag um að gera sameiginlegt yfir- tökutilboð í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext. Verði af yfirtöku skáka markaðirnir tilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum, í evrópska markaðinn. Deutsche Börse hefur um nokkurn tíma horft til þess að renna saman við aðrar kauphallir í Evrópu, þar á meðal kauphöllina í Lundúnum (LSE) í Bretlandi og Euronext. Þýska kauphöllin gerði yfirtökutilboð í Euronext, sem rekur kauphallir í París í Frakklandi, Lissabon í Portúgal, í Belgíu og Amsterdam í Hollandi, um mitt sumar en stjórn Euronext hafnaði því. Þá gerði hún sömuleiðis yfir- tökutilboð í alla hluti LSE á síðasta ári en eigendur hennar ákváðu að taka því ekki. Um ár er síðan fyrst var tæpt á því að stjórnir þýsku og ítölsku kauphallanna hefðu hug á að sam- einast öðrum kauphöllum. Hreyfing komst hins vegar ekki á sameiginlegar tilraunir í þá átt fyrr en Nasdaq gerði yfirtökutilboð í LSE og tryggði sér fjórðung bréfa í markaðnum eftir að eigendur hans felldu yfirtökutilboðið. NYSE Group hefur gert 10 milljarða dala, eða 690 milljarða króna, yfirtökutilboð í Euronext og hefur verið skrifað undir yfirlýsingu um samruna. Hluthafar Euronext eiga þó eftir að samþykkja samrunann. TVÆR KAUPHALLIR Kauphallir í Þýskalandi og á Ítalíu hafa sam- einast um að gera yfirtökutilboð í samevrópska hlutabréfamarkað- inn Euronext. MARKAÐURINN/AFP Kauphallir horfa enn til yfirtöku Líkur þykja á að kauphallir í Þýskalandi og á Ítalíu reyni í sameiningu að bjóða í Euronext. Indverska hlutabréfavísitalan Sensex hefur hækkað um 57 pró- sent á árinu þrátt fyrir snarpa dýfu um mitt þetta ár. Vísitalan nálgast nú 13.000 stiga markið og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hækkaði um 1,5 pró- sent á mánudag og endaði loka- gengi hennar í 12.927 stigum. Reyndar fór hún í 12.953,76 stig um miðjan dag í gær og er það hæsta gildi vísitölunnar frá upp- hafi. Gengi bréfa í indverska rík- isolíu- og gasfyrirtækinu Oil and Natural Gas Corporation og hátæknifyrirtækjum Infosys og Tata Consultancy hækkuðu mest. Ástæðan fyrir þessu er bjartsýni fjárfesta á að fyrirtæki þar í landi skili góðri afkomu á öðrum fjórðungi ársins og að hagvöxtur verði áfram mikill. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknar með því að hagvöxtur á Indlandi verði um 8,3 prósent á árinu en það er 3,2 prósentustig- um yfir meðallagi á heimsvísu. Hlutabréfavísitalan féll snögglega í indversku kauphöll- inni í júní og fór niður fyrir 9.000 stiga markið. Hún hefur jafnað sig jafnt og þétt, rauf 12.000 stiga múrinn við lok síðasta mánaðar og virðist fátt benda til að hún sé á niðurleið á nýjan leik. - jab FYLGST MEÐ VÍSITÖLUNNI Verðbréfa- miðlarar á Indlandi hafa fylgst grannt með breytingum á Sensex hlutabréfavísitölunni en hún kemst í methæðir á svo til hverjum degi. MARKAÐURINN/AFP Indverska vísitalan slær nýtt met Þýski þróunarsjóðurinn KfW, sem hér á landi er einna þekktast- ur fyrir útgáfu á svokölluðum Jöklabréfum sem hefur áhrif á gengi krónunnar, er sagður hafa hug á að kaupa rúman 7,5 prósenta hlut í EADS, móðurfélagi flugvéla- framleiðandans Airbus. Seljandi bréfanna er þýski bifreiðafram- leiðandinn DaimlerChrysler sem á 22,5 prósent bréfa í EADS. Kaupverð nemur um 130 millj- örðum íslenskra króna. Viðskipti með bréf í EADS eru næstum fullfrágengin en þróun- arsjóðurinn mun aðeins halda í bréfin þar til annar þýskur fjár- festir lýsir yfir áhuga á því að kaupa þau. Talsverður áhugi er á bréf- um í EADS í Þýskalandi. Þýska vikuritið Der Spiegel segir 16 ríki þar í landi vilja sneið af kökunni og hefur eftir borgar- stjóra Hamborgar í Þýskalandi um síðustu helgi að borgaryfir- völd hefðu sömuleiðis áhuga á að kaupa hlut í EADS. Þá segir blaðið að tilgangur- inn með því að halda bréfunum í þýskum höndum sé sá að mögu- lega verði hægt að koma í veg fyrir að Airbus segi upp starfs- fólki sínu í Þýskalandi. Gengi bréfa í EADS hafa fallið um þriðjung á árinu í kjölfar þess að tilkynnt var um tafir á afhend- ingu A380 risaþotna frá flugvéla- framleiðandanum Airbus, nú síð- ast undir lok september. - jab VIÐ ÞOTU FRÁ AIRBUS Michael Glos, fjár- málaráðherra Þýskalands, vill að Þjóðverjar auki við hlut sinn í EADS, móðurfélagi flugvélaframleiðandans Airbus. Hann segir eignarhlut KfW verða í eigu þróunarsjóðsins í stuttan tíma. MARKAÐURINN/AFP Þróunarsjóður kaupir í EADS Hagnaður bandaríska leikfangafram- leiðandans Mattel nam 239 milljónum Bandaríkjadala á þriðja fjórðungi árs- ins. Þetta jafngildir rúmum 16,2 millj- örðum króna og er nokkuð umfram væntingar. Helsta ástæðan er aukin sala á Barbie-brúðum og afmælis- útgáfu af brúðu úr barnaþáttunum Sesame Street. Þetta er enn fremur 6,1 prósents aukning frá sama tíma í fyrra. Mattel setti fyrir nokkru á markað nýja línu af Barbie-brúðum og kepp- ir hún um hylli kaupenda við Bratz- brúður frá einum helsta keppinauti Mattel, MGA Entertainment. Þetta er þriðji fjórðungurinn í röð sem sala eykst á Barbie-brúðum.- jab Mattel græðir á Barbie-brúðum BARBIE- BRÚÐA Hagnaður Mattel, sem framleiðir Barbie- bruður, jókst um 6,1 prósent á milli ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.