Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 58
MARKAÐURINN F Ó L K Á F E R L I 17MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 H É Ð A N O G Þ A Ð A N JÓHANN BENEDIKTSSON hefur hafið störf á markaðsdeild Icelandair sem vöru- merkjastjóri, sem er nýtt starf innan fyr- irtækisins. Jóhann mun vera ábyrgur fyrir vörumerkinu Icelandair og notkun þess ásamt skipu- lagningu á markaðs- starfi Icelandair á milli svæða, deilda og auglýsinga- og birtingafyrirtækja sem Icelandair er í samstarfi við. Jóhann hefur nýlega lokið M.Sc. námi í alþjóða markaðsfræði og stjórnun við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS). BJARNI BIRKIR Harðarson hefur verið ráðinn til Icelandair í Skandinavíu í stöðu sölustjóra Icelandair í Noregi. Bjarni starfaði á skrifstofu Icelandair í Bretlandi 2005 og vann að sérverkefn- um fyrir Icelandair í Skandinavíu í byrjun árs 2006. Bjarni hefur B.S. og Mastersgráðu í viðskiptahagfræði og alþjóða við- skiptahagfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku. Bjarni er kvæntur Rakel Guðmundsdóttur, grafískum hönnuði hjá Odda ehf. Er hægt að staðfesta að árangur íslenskra útrásarfyrirtækja sé einstakur og er hægt að draga lærdóm af íslensku útrásinni sem er gagnlegur fyrir stjórn- endur, ráðgjafa, fræðimenn og aðra? Viðskipta- og hagfræði- stofnun Háskóla Íslands hefur hafið umfangsmikið rannsókn- arverkefni til þess að leitast við að svara þessum spurningum og öðrum af svipuðum meiði. Ætlunin er að rannsaka ára- tug í útrásinni, árin 1998 til 2007. Til skoðunar verða helstu útrásarfyrirtæki landsins, við- skiptabankanarnir þrír, Actavis, Bakkavör, Marel, Össur og Baugur. Verkefnastjóri rann- sóknarinnar er Snjólfur Ólafsson prófessor og með honum í verk- efnastjórn eru Gylfi Dalmann Aðalsteinsson lektor, Runólfur Smári Steinþórsson prófessor og Þórhallur Örn Guðlaugsson dós- ent. Auður Hermannsdóttir, MS í viðskiptafræði hefur svo verið ráðin til þess að sinna rannsókn- arverkefninu. Auk þeirra munu fjölmarg- ir aðrir koma að rannsókninni. Stefnt er að því að skýr heild- armynd og svör við mörgum spurningum verði komin haustið 2008 þó að rannsóknirnar á við- fangsefninu muni halda áfram lengur en það. Í dag klukkan 12.20 mun Snjólfur Ólafsson kynna rannsóknarverkefnið í stofu 101 í Odda og er málstofan öllum opin. - hhs ER ÁRANGUR ÍSLENSKRA ÚTRÁS- ARFYRIRTÆKJA EINSTAKUR? Þessari spurningu og mörgum öðrum reyni við- skipta- og hagfræðistofnun HÍ að svara með umfangsmiklu rannsóknarverkefni. Leita svara um íslensku útrásina Fjárfestingarfélagið Hildingur ehf. hefur keypt 44 prósenta hlut í Sandblæstri og málmhúðun hf. og er nú stærsti hluthafinn í félaginu. Tveir stjórnendur hjá félaginu hafa aukið sinn eignarhlut og eiga átján prósent hvor, þeir Tómas Ingi Jónsson, fjármálastjóri félagsins og Helgi Gústafsson, framkvæmdastjóri Ferro Zink, dótturfélags Sandblásturs og málmhúðunar í Hafnarfirði. Jón Dan Jóhannsson framkvæmda- stjóri mun láta af störfum en eiga áfram 20 prósenta hlut í félaginu og sitja í stjórn þess. Tómas Ingi Jónsson tekur við starfi fram- kvæmdastjóra. Haft er eftir Bjarna Hafþóri Helgasyni, framkvæmdastjóra Hildings, í fréttatilkynningu frá félaginu að sóknarfæri séu í starf- semi Sandblásturs og málmhúð- unar á ýmsum sviðum. Félagið hafi getið sér góðs orðs fyrir gæði og góða þjónustu og stefnt sé að því að efla þá starfsemi enn frekar. Þess er ekki að vænta að stór- ar breytingar verði gerðar á starfsemi félagsins þótt áherslur muni að einhverju leyti breytast með nýjum mönnum. Að sögn Tómasar Inga Jónssonar, nýs framkvæmdastjóra félagsins, eru þegar uppi hugmyndir um ný skref, bæði hvað varðar innri og ytri vöxt fyrirtækisins. Starfsmenn Sandblásturs og málmhúðunar hf. eru yfir sextíu talsins. Félagið þjónar einstakl- ingum og málmiðnaðarfyrirtækj- um og eru helstu þættir í starf- seminni stálsmíði, zinkhúðun, stálsala og sala á vörum tengdum málmiðnaði. - hhs Hildingur kaupir Sandblástur og málmhúðun hf. FULLTRÚAR NÝRRA EIGENDA SANDBLÁSTURS OG MÁLMHÚÐUNAR HF. Helgi Gústafsson, framkvæmdastjóri Ferro Zink, Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Hildings, Tómas Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Sandblásturs og málmhúðunar og Jón Dan Jóhannsson, fráfarandi framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.